Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna Eiður Þór Árnason skrifar 22. október 2021 14:50 Tölvuþrjótarnir hafa krafist lausnargjalds. vísir/vilhelm Mögulegt er að tölvuþrjótar sem gerðu árás á póstþjón Háskólans í Reykjavík (HR) í síðustu viku hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna. HR hafði verið á lista yfir póstþjóna með tiltekinn veikleika frá því í byrjun júní en sá veikleiki var líklega notaður til að komast inn á þjóninn. Fram kemur í tilkynningu frá skólanum að greiningarvinna hafi leitt í ljós að frá þeim tíma hafi tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna HR. Engin spor eftir samskonar spilliforrit hafa fundist á öðrum netþjónum og kerfum HR. Frá því að árásanna var vart hefur starfsfólk skólans í samstarfi við netöryggissérfræðinga hjá Syndis og Advania unnið að því að greina hættuna á gagnaleka og líklega atburðarás. „Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir benda til þess að hætta sé á að tölvuþrjótum hafi tekist að komast yfir pósta starfsmanna að hluta eða í heild. Enn sem komið er, er þó ómögulegt að segja til um hvort það hafi raunverulega gerst,“ segir í tilkynningu. Ekki hægt að rekja hvort forritið afritaði tölvupósta í ágúst Í lok ágúst var spilliforrit á póstþjónum HR í minnst fjóra daga, en í tæpan sólarhring í síðustu viku. Ekki eru til atburðaskrár frá þessum dögum í ágúst og því ekki hægt að rekja hvað spilliforritið gerði á þessum tíma og hvort það hafi afritað tölvupósta og sent úr húsi. Að sögn HR hefur annar póstþjónanna sem ráðist var á verið í notkun síðustu daga en verður nú tekinn úr umferð. Sérstakar varúðarráðstafanir hafi verið í kringum þennan póstþjón alla vikuna frá því að árásin uppgötvaðist og því talið ólíklegt að leki hafi stafað frá honum frá því að upp komst um árásina. Í tilkynningu segir að ef stjórnendur skólans fái upplýsingar um að tölvupóstum hafi verið lekið á netið verði hlutaðeigandi látin vita af því strax. Dæmi séu um að tölvupóstar hafi verið birtir á opnum vefsvæðum, á hlulduvefnum, eða starfsfólki hótað að póstum verði lekið ef lausnargjald verði ekki greitt. Mikilvægt að starfsmenn skammist sín ekki Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að háskólinn upplýsi um allt sem vitað er í tengslum við þessa árás. ,,Þetta er óþægilegt fyrir okkur öll og mér þykir afar leitt að þessi staða sé uppi. Ég minni á að við vitum ekki hvort póstar voru afritaðir og þó svo væri, hvort einhver hyggist gera eitthvað við afritin. Við erum að vera varfærin og upplýsa um allt strax. Það, ásamt því að neita að borga lausnargjald og neita að skammast okkar fyrir að verða fyrir árás sem eru algengar og úti um allt, er það besta sem við getum gert í stöðunni og í bestu samræmi við það hvernig vinnustaður við viljum vera. Svo það er línan, auk þess að læra af reynslunni og styðja vel hvert við annað,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. Netöryggi Netglæpir Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
HR hafði verið á lista yfir póstþjóna með tiltekinn veikleika frá því í byrjun júní en sá veikleiki var líklega notaður til að komast inn á þjóninn. Fram kemur í tilkynningu frá skólanum að greiningarvinna hafi leitt í ljós að frá þeim tíma hafi tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna HR. Engin spor eftir samskonar spilliforrit hafa fundist á öðrum netþjónum og kerfum HR. Frá því að árásanna var vart hefur starfsfólk skólans í samstarfi við netöryggissérfræðinga hjá Syndis og Advania unnið að því að greina hættuna á gagnaleka og líklega atburðarás. „Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir benda til þess að hætta sé á að tölvuþrjótum hafi tekist að komast yfir pósta starfsmanna að hluta eða í heild. Enn sem komið er, er þó ómögulegt að segja til um hvort það hafi raunverulega gerst,“ segir í tilkynningu. Ekki hægt að rekja hvort forritið afritaði tölvupósta í ágúst Í lok ágúst var spilliforrit á póstþjónum HR í minnst fjóra daga, en í tæpan sólarhring í síðustu viku. Ekki eru til atburðaskrár frá þessum dögum í ágúst og því ekki hægt að rekja hvað spilliforritið gerði á þessum tíma og hvort það hafi afritað tölvupósta og sent úr húsi. Að sögn HR hefur annar póstþjónanna sem ráðist var á verið í notkun síðustu daga en verður nú tekinn úr umferð. Sérstakar varúðarráðstafanir hafi verið í kringum þennan póstþjón alla vikuna frá því að árásin uppgötvaðist og því talið ólíklegt að leki hafi stafað frá honum frá því að upp komst um árásina. Í tilkynningu segir að ef stjórnendur skólans fái upplýsingar um að tölvupóstum hafi verið lekið á netið verði hlutaðeigandi látin vita af því strax. Dæmi séu um að tölvupóstar hafi verið birtir á opnum vefsvæðum, á hlulduvefnum, eða starfsfólki hótað að póstum verði lekið ef lausnargjald verði ekki greitt. Mikilvægt að starfsmenn skammist sín ekki Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að háskólinn upplýsi um allt sem vitað er í tengslum við þessa árás. ,,Þetta er óþægilegt fyrir okkur öll og mér þykir afar leitt að þessi staða sé uppi. Ég minni á að við vitum ekki hvort póstar voru afritaðir og þó svo væri, hvort einhver hyggist gera eitthvað við afritin. Við erum að vera varfærin og upplýsa um allt strax. Það, ásamt því að neita að borga lausnargjald og neita að skammast okkar fyrir að verða fyrir árás sem eru algengar og úti um allt, er það besta sem við getum gert í stöðunni og í bestu samræmi við það hvernig vinnustaður við viljum vera. Svo það er línan, auk þess að læra af reynslunni og styðja vel hvert við annað,“ segir Ragnhildur í tilkynningu.
Netöryggi Netglæpir Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05