Ósýnilega vinnan þín (sem er launalaus) Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. október 2021 07:01 Ingrid Kuhlman segir okkur geta orðið betri í tímastjórnun með því að verða meðvitaðari um það hversu mikil skuggavinnan okkar er á hverjum degi. Ómeðvitað erum við með marga hatta á höfði alla daga. Vísir/Vilhelm Við getum bætt tímastjórnunina okkar verulega með því að verða meðvitaðri um í hverju skuggavinnan okkar felst alla daga. „Hvort sem þú ert einstaklingur sem pantar köku þegar samstarfsmaður á afmæli eða vinurinn sem allir treysta á til að panta borð á veitingastað eða miða á leiksýningu, þá ertu að sinna því sem vísindamenn kalla ósýnilega vinnu,“ segir Ingrid Kuhlman, einn helsti sérfræðingur landsins í tímastjórnun. Ingrid segir þessi verkefni oft léttvæg ein og sér. „En samanlagt slíta þau sundur daginn hjá manni, lengja hann og læðast inn í frítímann.“ Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar er með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Ingrid er höfundur bókarinnar Tímastjórnun – í starfi og einkalífi og kennir reglulega námskeið um tímastjórnun. Þegar kemur að umfjöllun um skuggavinnuna okkar, bendir Ingrid á bókina ,,Shadow Work: The Unpaid, Unseen Jobs That Fill Your Day eftir Craig Lambert sem kom út árið 2015. En hvað er skuggavinna og hvernig getum við orðið betri í tímastjórnun með því að verða meðvitaðri um skuggavinnuna okkar? Atvinnulífið fékk Ingrid til að skýra út málin. Erum með marga hatta á höfðinu Ingrid segir skuggavinnuna okkar gegnsýra lífið okkar án þess að við séum meðvituð um það. Þetta þýðir að í stað þess að einbeita okkur að verkefnum, erum við stöðugt að skipta um hatta: Við breytumst úr maka í gjaldkera og úr foreldri í starfsmann ferðaskrifstofu. Í ofanálag gerir tæknin okkur kleift að vera neytendur allan sólahringinn. IKEA er gott dæmi um skuggavinnu þar sem við skoðum fyrst bæklinginn á netinu og þurfum síðan að sækja ósamsett húsgögnin á lagerinn, flytja þau heim og setja þau saman sjálf. Við framkvæmum COVID sjálfspróf heima þegar við erum á leið á mannamót,“ segir Ingrid sem dæmi um skuggavinnu sem við þekkjum. Meira að segja fólk í leit að ástinni er upptekið í skuggavinnu: „Margir sem eru að leita að ást segja að síður eins og Einkamál eða Tinder verði að aukastarfi þar sem þeir verja mörgum klukkutímum í að skoða notendasíður, svara skilaboðum og skipuleggja stefnumót.“ Kostir og gallar Ingrid segir marga kosti fylgja skuggavinnu. Við spörum til dæmis tíma og pening þegar að við tökum bensín á bílinn sjálf. Á móti kemur að skuggavinnan getur skapað streitu og kostað orku. Þá tekur hún dýrmætan tíma frá fjölskyldunni og áhugamálum. Ingrid segir sérfræðiráðgjöf fá minna og minna vægi, þar sem við erum alltaf að reyna að bjarga okkur sjálf. Gúgglum á netinu og reynum að finna okkur upplýsingar til að læra eða nýta okkur. Fyrir vikið drögum við úr félagslegum samskiptum. „Samtalið við starfsmanninn á afgreiðslukassanum, í bankanum, á bensínstöðinni eða hjá tannlækninum var kannski ekki ýkja spennandi en uppfyllti vissulega ákveðnar félagslegar þarfir,“ segir Ingrid. Sjálf spáir hún því að skuggavinna muni aukast á næstu misserum og árum. Þetta sé tímafrek vinna og liður í því að þótt vinnutíminn okkar hafi styst, finnst okkur við aldrei hafa haft eins mikið að gera og nú. Við þurfum því að vera meðvituð um skuggavinnu í daglega lífinu þar sem það getur gefið okkur val og aukið lífsgæði. Að ferðast í og úr vinnu er sem dæmi launalaust verkefni sem við vinnum í þágu atvinnurekandans. Þegar okkur er gert kleift að vinna heima einn eða tvo daga í viku sparar það okkur ótal klukkustundir sem er þá hægt að nota í annað,“ segir Ingrid. Ingrid segir að með því að verða meðvitaðri um skuggavinnuna í daglega lífinu, höfum við fleiri valmöguleika sem geta aukið á lífsgæðin okkar. Fjarvinna sparar til dæmis ótal klukkustundir í ferðir, en þessar klukkustundir er þá hægt að nýta í annað. Vísir/Vilhelm Dæmi um skuggavinnu Hér er listi með nokkrum dæmum um skuggavinnu. Við skráum okkur inn í tölvu við komu á heilsugæslustöð eða þegar við förum til tannlæknis, sjúkraþjálfara eða sérfræðilæknis. Á sumum veitingastöðum er okkur boðið upp á að panta mat og drykk með því að leggja snjallsímann upp að örgjörva og þá opnast síða í símanum þar sem hægt er að panta og ganga frá greiðslu. Við náum í hádegismat úr hlaðborði, fáum okkur áfyllingu á gosi og göngum síðan frá bakkanum, diskinum og servíettunum á þar til gerðum stað. Við verjum dágóðum tíma í að leita að hagstæðu flugi, gistingu og bílaleigubíl áður en ferðalagið til útlanda hefst á Keflavíkurflugvelli, þar sem við þurfum að sjálfsögðu að innrita okkur sjálf og skila töskunum. Við sinnum öllum okkar bankamálum sjálf á netinu eða í smáforritum. Við gúgglum eða skoðum YouTube myndbönd þegar eitthvað bilar og gerum sjálf við bílinn, brauðristina eða prentarann. Við leitum til læknis til að fá „annað álit“ eftir að við erum búin að greina okkur sjálf á netinu og finna út hvaða lyf eru í boði. Tölvur og snjallsímar hafa tekið yfir starf einkaritarans og halda utan um fundi, símtöl, tölvupóstsamskipti o.s.frv. Í stað þess að leita til ráðningarskrifstofu notum við síður eins og Alfreð sem bjóða upp á að skrá störf og taka vídeóviðtöl auk ýmissa úrvinnslutóla. Við útbúum starfsmanna- og þjónustukannanir á eigin spýtur með litlum tilkostnaði eða ókeypis forritum eins og SurveyMonkey eða Google Survey í stað þess að leita til fagaðila. Við kaupum gjafabréf í stað þess að verja tíma í að leita að gjöf og komum þannig skuggavinnunni yfir á aðra. Góðu ráðin Tengdar fréttir Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00 Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01 Að ræða um kulnunareinkennin þín Sem betur fer hefur öll umræða um kulnun aukist til muna. Í dag skiljum við í hverju kulnun felst og erum meðvituð um hversu mikilvægt það er að forðast kulnun. Því miður er það þó algengt að fólk opnar ekki umræðuna um sín eigin kulnunareinkenni eða líðan, fyrr en of seint. Þegar í raun kulnunin er hafin. 18. ágúst 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Hvort sem þú ert einstaklingur sem pantar köku þegar samstarfsmaður á afmæli eða vinurinn sem allir treysta á til að panta borð á veitingastað eða miða á leiksýningu, þá ertu að sinna því sem vísindamenn kalla ósýnilega vinnu,“ segir Ingrid Kuhlman, einn helsti sérfræðingur landsins í tímastjórnun. Ingrid segir þessi verkefni oft léttvæg ein og sér. „En samanlagt slíta þau sundur daginn hjá manni, lengja hann og læðast inn í frítímann.“ Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar er með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Ingrid er höfundur bókarinnar Tímastjórnun – í starfi og einkalífi og kennir reglulega námskeið um tímastjórnun. Þegar kemur að umfjöllun um skuggavinnuna okkar, bendir Ingrid á bókina ,,Shadow Work: The Unpaid, Unseen Jobs That Fill Your Day eftir Craig Lambert sem kom út árið 2015. En hvað er skuggavinna og hvernig getum við orðið betri í tímastjórnun með því að verða meðvitaðri um skuggavinnuna okkar? Atvinnulífið fékk Ingrid til að skýra út málin. Erum með marga hatta á höfðinu Ingrid segir skuggavinnuna okkar gegnsýra lífið okkar án þess að við séum meðvituð um það. Þetta þýðir að í stað þess að einbeita okkur að verkefnum, erum við stöðugt að skipta um hatta: Við breytumst úr maka í gjaldkera og úr foreldri í starfsmann ferðaskrifstofu. Í ofanálag gerir tæknin okkur kleift að vera neytendur allan sólahringinn. IKEA er gott dæmi um skuggavinnu þar sem við skoðum fyrst bæklinginn á netinu og þurfum síðan að sækja ósamsett húsgögnin á lagerinn, flytja þau heim og setja þau saman sjálf. Við framkvæmum COVID sjálfspróf heima þegar við erum á leið á mannamót,“ segir Ingrid sem dæmi um skuggavinnu sem við þekkjum. Meira að segja fólk í leit að ástinni er upptekið í skuggavinnu: „Margir sem eru að leita að ást segja að síður eins og Einkamál eða Tinder verði að aukastarfi þar sem þeir verja mörgum klukkutímum í að skoða notendasíður, svara skilaboðum og skipuleggja stefnumót.“ Kostir og gallar Ingrid segir marga kosti fylgja skuggavinnu. Við spörum til dæmis tíma og pening þegar að við tökum bensín á bílinn sjálf. Á móti kemur að skuggavinnan getur skapað streitu og kostað orku. Þá tekur hún dýrmætan tíma frá fjölskyldunni og áhugamálum. Ingrid segir sérfræðiráðgjöf fá minna og minna vægi, þar sem við erum alltaf að reyna að bjarga okkur sjálf. Gúgglum á netinu og reynum að finna okkur upplýsingar til að læra eða nýta okkur. Fyrir vikið drögum við úr félagslegum samskiptum. „Samtalið við starfsmanninn á afgreiðslukassanum, í bankanum, á bensínstöðinni eða hjá tannlækninum var kannski ekki ýkja spennandi en uppfyllti vissulega ákveðnar félagslegar þarfir,“ segir Ingrid. Sjálf spáir hún því að skuggavinna muni aukast á næstu misserum og árum. Þetta sé tímafrek vinna og liður í því að þótt vinnutíminn okkar hafi styst, finnst okkur við aldrei hafa haft eins mikið að gera og nú. Við þurfum því að vera meðvituð um skuggavinnu í daglega lífinu þar sem það getur gefið okkur val og aukið lífsgæði. Að ferðast í og úr vinnu er sem dæmi launalaust verkefni sem við vinnum í þágu atvinnurekandans. Þegar okkur er gert kleift að vinna heima einn eða tvo daga í viku sparar það okkur ótal klukkustundir sem er þá hægt að nota í annað,“ segir Ingrid. Ingrid segir að með því að verða meðvitaðri um skuggavinnuna í daglega lífinu, höfum við fleiri valmöguleika sem geta aukið á lífsgæðin okkar. Fjarvinna sparar til dæmis ótal klukkustundir í ferðir, en þessar klukkustundir er þá hægt að nýta í annað. Vísir/Vilhelm Dæmi um skuggavinnu Hér er listi með nokkrum dæmum um skuggavinnu. Við skráum okkur inn í tölvu við komu á heilsugæslustöð eða þegar við förum til tannlæknis, sjúkraþjálfara eða sérfræðilæknis. Á sumum veitingastöðum er okkur boðið upp á að panta mat og drykk með því að leggja snjallsímann upp að örgjörva og þá opnast síða í símanum þar sem hægt er að panta og ganga frá greiðslu. Við náum í hádegismat úr hlaðborði, fáum okkur áfyllingu á gosi og göngum síðan frá bakkanum, diskinum og servíettunum á þar til gerðum stað. Við verjum dágóðum tíma í að leita að hagstæðu flugi, gistingu og bílaleigubíl áður en ferðalagið til útlanda hefst á Keflavíkurflugvelli, þar sem við þurfum að sjálfsögðu að innrita okkur sjálf og skila töskunum. Við sinnum öllum okkar bankamálum sjálf á netinu eða í smáforritum. Við gúgglum eða skoðum YouTube myndbönd þegar eitthvað bilar og gerum sjálf við bílinn, brauðristina eða prentarann. Við leitum til læknis til að fá „annað álit“ eftir að við erum búin að greina okkur sjálf á netinu og finna út hvaða lyf eru í boði. Tölvur og snjallsímar hafa tekið yfir starf einkaritarans og halda utan um fundi, símtöl, tölvupóstsamskipti o.s.frv. Í stað þess að leita til ráðningarskrifstofu notum við síður eins og Alfreð sem bjóða upp á að skrá störf og taka vídeóviðtöl auk ýmissa úrvinnslutóla. Við útbúum starfsmanna- og þjónustukannanir á eigin spýtur með litlum tilkostnaði eða ókeypis forritum eins og SurveyMonkey eða Google Survey í stað þess að leita til fagaðila. Við kaupum gjafabréf í stað þess að verja tíma í að leita að gjöf og komum þannig skuggavinnunni yfir á aðra.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00 Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01 Að ræða um kulnunareinkennin þín Sem betur fer hefur öll umræða um kulnun aukist til muna. Í dag skiljum við í hverju kulnun felst og erum meðvituð um hversu mikilvægt það er að forðast kulnun. Því miður er það þó algengt að fólk opnar ekki umræðuna um sín eigin kulnunareinkenni eða líðan, fyrr en of seint. Þegar í raun kulnunin er hafin. 18. ágúst 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00
Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00
Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01
Að ræða um kulnunareinkennin þín Sem betur fer hefur öll umræða um kulnun aukist til muna. Í dag skiljum við í hverju kulnun felst og erum meðvituð um hversu mikilvægt það er að forðast kulnun. Því miður er það þó algengt að fólk opnar ekki umræðuna um sín eigin kulnunareinkenni eða líðan, fyrr en of seint. Þegar í raun kulnunin er hafin. 18. ágúst 2021 07:01