Fjórir sjúklingar á Landspítala greinst með Covid-19 í dag Eiður Þór Árnason skrifar 25. október 2021 21:14 Deildin er á Landspítalanum við Hringbraut. vísir/vilhelm Fjórir sjúklingar á Landspítalanum hafa greinst með Covid-19 í dag. Allir þeirra eru inniliggjandi á hjarta-, lungna- og augnskurðdeildinni 12G. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum en rakning og skimun stendur nú yfir meðal sjúklinga, aðstandenda og starfsmanna. Ekki er vitað á þessari stundu hvernig smitið barst inn á deildina en hún er nú lokuð fyrir innlögnum og heimsóknum. Mörg tilfelli Covid-19 hafa greinst í samfélaginu seinustu daga en um nýliðna helgi greindist 21 einstaklingur með tengsl við Landspítalann. Í kjölfarið var ráðist í rakningu og fólk sent í einangrun eða sóttkví eftir atvikum. Á Landspítalanum eru áfram í gildi reglur um grímuskyldu, fjarlægðartakmörk og persónulegar sóttvarnir. Aðstandendur sjúklinga eru beðnir um að koma ekki á spítalann sýni þeir einkenni Covid-19 og virða grímuskyldu. Telur blikur vera á lofti Fram kom í morgun að alls 214 hafi greinst innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að blikur væru á lofti í þróun faraldursins. Víðir Reynisson segir mikilvægt að fylgst sé náið með stöðunni.Vísir/Vilhelm „Ef við skoðum bara 14 daga nýgengi, sem margir horfa til, þá erum við komin í 220 per 100 þúsund, sem er ansi hátt og erum enn á uppleið. Það eru ákveðnar blikur á loftir þarna og það hefur í sjálfu sér í tölfræðinni ekkert breyst um það að um tvö prósent þeirra sem sýkjast sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Þannig að Landspítalinn er að undirbúa sig undir það að fá einhvern hluta af þessari bylgju til sín,“ sagði Víðir. Hann telur mikilvægt að fólk hafi persónubundnar sóttvarnir hugfastar og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart. Hann bendir á að í löndum þar sem ástandið sé betra en hér sé grímuskylda víða, sem ekki er við lýði hér. Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega. Óttastu bakslag? „Já, ég er hræddur um það að við séum að horfa á byrjun á slíku. Vonandi hef ég rangt fyrir mér,“ sagði Víðir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53 Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25. október 2021 12:22 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum en rakning og skimun stendur nú yfir meðal sjúklinga, aðstandenda og starfsmanna. Ekki er vitað á þessari stundu hvernig smitið barst inn á deildina en hún er nú lokuð fyrir innlögnum og heimsóknum. Mörg tilfelli Covid-19 hafa greinst í samfélaginu seinustu daga en um nýliðna helgi greindist 21 einstaklingur með tengsl við Landspítalann. Í kjölfarið var ráðist í rakningu og fólk sent í einangrun eða sóttkví eftir atvikum. Á Landspítalanum eru áfram í gildi reglur um grímuskyldu, fjarlægðartakmörk og persónulegar sóttvarnir. Aðstandendur sjúklinga eru beðnir um að koma ekki á spítalann sýni þeir einkenni Covid-19 og virða grímuskyldu. Telur blikur vera á lofti Fram kom í morgun að alls 214 hafi greinst innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að blikur væru á lofti í þróun faraldursins. Víðir Reynisson segir mikilvægt að fylgst sé náið með stöðunni.Vísir/Vilhelm „Ef við skoðum bara 14 daga nýgengi, sem margir horfa til, þá erum við komin í 220 per 100 þúsund, sem er ansi hátt og erum enn á uppleið. Það eru ákveðnar blikur á loftir þarna og það hefur í sjálfu sér í tölfræðinni ekkert breyst um það að um tvö prósent þeirra sem sýkjast sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Þannig að Landspítalinn er að undirbúa sig undir það að fá einhvern hluta af þessari bylgju til sín,“ sagði Víðir. Hann telur mikilvægt að fólk hafi persónubundnar sóttvarnir hugfastar og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart. Hann bendir á að í löndum þar sem ástandið sé betra en hér sé grímuskylda víða, sem ekki er við lýði hér. Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega. Óttastu bakslag? „Já, ég er hræddur um það að við séum að horfa á byrjun á slíku. Vonandi hef ég rangt fyrir mér,“ sagði Víðir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53 Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25. október 2021 12:22 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53
Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17
214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25. október 2021 12:22