Íbúð Bigga löggu breytt í draumaheimilið: „Ég er agndofa“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. október 2021 07:00 Biggi lögga var agndofa yfir breytingum Soffíu Daggar í fyrsta þættinum af Skreytum hús. Skreytum hús „Það er ekki oft sem ég fæ útkall frá lögreglunni,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús. Í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð gerir hún íbúð að draumaheimili. Birgir Örn Guðjónsson, best þekktur sem Biggi lögga, flutti í íbúð á Völlunum í Hafnarfirði fyrir tveimur árum síðan. „Ég skildi þá og keypti mér eign og ég vildi ekki taka neitt með úr hinni eigninni af því að ég vildi bara að krakkarnir væru þar með mömmu sinni og allt væri bara eins og það væri.“ Hann fyllti því nýju íbúðina sína af hinum og þessum húsgögnum til bráðabirgða og sagði börnunum að þau myndu byggja þetta heimili þeirra upp hægt og rólega. Þessi bráðabirgðalausn hans var nefnilega eiginlega að verða að endanlegri lausn svo hann fékk Soffíu til að taka allt í gegn og breyta íbúðinni í draumaheimilið. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. Nýr þáttur af Skreytum hús birtist svo hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla miðvikudaga næstu vikur. Klippa: Skreytum hús - Biggi lögga í blokkinni Rýmið kuldalegt „Ég hef ekki sterkar skoðanir á þessu,“ sagði Biggi hreinskilin við Soffíu áður en hún byrjaði á breytingunum. „Hann var tilbúinn til að leyfa mér að hlaupa svolítið með þetta, það er svolítið mín draumastaða, ég fæ að ráða.“ Stofan fyrir.Skreytum hús „Þetta er svolítið kuldalegt,“ segir Byggi um rýmið fyrir breytingar. „Mig langar að þetta verði svolítið hlýlegt, heimilislegt.“ Eldhúsið fyrir.Skreytum hús Biggi tók niður eldhússkáp og losaði sig við flest húsgögnin úr eldhúsinu og stofunni. Flísar á eldhúsveggjum voru málaðar og hillum bætt við. Ný húsgögn, kósý sófi og mottur gjörbreyttu íbúðinni. Viðarveggþiljur, gardínur og fallegt skraut Soffíu setti svo punktinn yfir i-ið. Úr íbúð í heimili „Er þetta örugglega rétt íbúð?“ spurði Biggi þegar hann fékk að koma heim aftur eftir breytingarnar. „Þetta er eins og allt önnur íbúð, ertu ekki að grínast?“ Stofan eftir breytingu. Það kemur mikill hlýleiki frá viðnum á veggnum og sófafótunum.Skreytum hús Biggi segir að það hafi komið á óvart hversu hratt þetta gekk fyrir sig. „Þetta var íbúð, en nú er þetta heimili.“ Hann var alveg í skýjunum með allt saman og er spenntur að bjóða fólki í mat og halda spilakvöld. „Ég er ennþá að átta mig á því að þetta sé heimilið mitt,“ sagði hann um lokaútkomuna, brosandi eyrna á milli. „Ég er agndofa.“ Eldhúsið eftir. Það breytti miklu að mála flísarnar hvítar og fjarlægja staka veggskápinn.Skreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía valdi stækkanlegt borð í stofuna svo hægt er að koma allt að tólf stólum við borðið.Skreytum hús Soffía Dögg gerði tvö „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Skreytum hús Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+. Skreytum hús Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Soffía Dögg fer af stað með nýja þáttaröð af Skreytum hús Í næstu viku fer af stað hér á Vísi þriðja þáttaröðin af Skreytum hús. Soffía Dögg Garðarsdóttir er spennt að fara aftur af stað. Hundruð einstaklinga sóttu um að taka þátt og voru valin nokkur rými sem Soffía Dögg tekur í gegn í þáttunum. 21. október 2021 15:01 Vilt þú taka þátt í þriðju þáttaröð af Skreytum hús? Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir þriðju þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun. 13. september 2021 13:31 „Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Birgir Örn Guðjónsson, best þekktur sem Biggi lögga, flutti í íbúð á Völlunum í Hafnarfirði fyrir tveimur árum síðan. „Ég skildi þá og keypti mér eign og ég vildi ekki taka neitt með úr hinni eigninni af því að ég vildi bara að krakkarnir væru þar með mömmu sinni og allt væri bara eins og það væri.“ Hann fyllti því nýju íbúðina sína af hinum og þessum húsgögnum til bráðabirgða og sagði börnunum að þau myndu byggja þetta heimili þeirra upp hægt og rólega. Þessi bráðabirgðalausn hans var nefnilega eiginlega að verða að endanlegri lausn svo hann fékk Soffíu til að taka allt í gegn og breyta íbúðinni í draumaheimilið. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. Nýr þáttur af Skreytum hús birtist svo hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla miðvikudaga næstu vikur. Klippa: Skreytum hús - Biggi lögga í blokkinni Rýmið kuldalegt „Ég hef ekki sterkar skoðanir á þessu,“ sagði Biggi hreinskilin við Soffíu áður en hún byrjaði á breytingunum. „Hann var tilbúinn til að leyfa mér að hlaupa svolítið með þetta, það er svolítið mín draumastaða, ég fæ að ráða.“ Stofan fyrir.Skreytum hús „Þetta er svolítið kuldalegt,“ segir Byggi um rýmið fyrir breytingar. „Mig langar að þetta verði svolítið hlýlegt, heimilislegt.“ Eldhúsið fyrir.Skreytum hús Biggi tók niður eldhússkáp og losaði sig við flest húsgögnin úr eldhúsinu og stofunni. Flísar á eldhúsveggjum voru málaðar og hillum bætt við. Ný húsgögn, kósý sófi og mottur gjörbreyttu íbúðinni. Viðarveggþiljur, gardínur og fallegt skraut Soffíu setti svo punktinn yfir i-ið. Úr íbúð í heimili „Er þetta örugglega rétt íbúð?“ spurði Biggi þegar hann fékk að koma heim aftur eftir breytingarnar. „Þetta er eins og allt önnur íbúð, ertu ekki að grínast?“ Stofan eftir breytingu. Það kemur mikill hlýleiki frá viðnum á veggnum og sófafótunum.Skreytum hús Biggi segir að það hafi komið á óvart hversu hratt þetta gekk fyrir sig. „Þetta var íbúð, en nú er þetta heimili.“ Hann var alveg í skýjunum með allt saman og er spenntur að bjóða fólki í mat og halda spilakvöld. „Ég er ennþá að átta mig á því að þetta sé heimilið mitt,“ sagði hann um lokaútkomuna, brosandi eyrna á milli. „Ég er agndofa.“ Eldhúsið eftir. Það breytti miklu að mála flísarnar hvítar og fjarlægja staka veggskápinn.Skreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía valdi stækkanlegt borð í stofuna svo hægt er að koma allt að tólf stólum við borðið.Skreytum hús Soffía Dögg gerði tvö „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Skreytum hús Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+.
Skreytum hús Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Soffía Dögg fer af stað með nýja þáttaröð af Skreytum hús Í næstu viku fer af stað hér á Vísi þriðja þáttaröðin af Skreytum hús. Soffía Dögg Garðarsdóttir er spennt að fara aftur af stað. Hundruð einstaklinga sóttu um að taka þátt og voru valin nokkur rými sem Soffía Dögg tekur í gegn í þáttunum. 21. október 2021 15:01 Vilt þú taka þátt í þriðju þáttaröð af Skreytum hús? Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir þriðju þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun. 13. september 2021 13:31 „Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Soffía Dögg fer af stað með nýja þáttaröð af Skreytum hús Í næstu viku fer af stað hér á Vísi þriðja þáttaröðin af Skreytum hús. Soffía Dögg Garðarsdóttir er spennt að fara aftur af stað. Hundruð einstaklinga sóttu um að taka þátt og voru valin nokkur rými sem Soffía Dögg tekur í gegn í þáttunum. 21. október 2021 15:01
Vilt þú taka þátt í þriðju þáttaröð af Skreytum hús? Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir þriðju þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun. 13. september 2021 13:31
„Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið