Óttast þau að Telma sé hætt komin og hafa gert spænsku lögreglunni viðvart. Hún er sögð hafa skilið skilríki og símann sinn eftir á sjúkrahúsinu.
Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, stjúpmóðir Telmu, greinir frá þessu í færslu á Facebook en fjölskyldan er búsett í bænum Callosa de Ensarri á Spáni.
Fyrst var greint frá málinu í frétt DV. Þar biðlar Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, til fólks að hafa samband við spænsku lögregluna eða La Guardia Civil ef það sér Telmu eða einhverja sem líkist henni. Hún er sögð vera hávaxin, með blá augu og fjólublátt hár.