Gleði fylgir hverri gjöf Vorhús 27. október 2021 13:46 Hönnunarfyrirtækið Vorhús á Akureyri framleiðir fallegar vörur í samstarfi við íslenska hönnuði. Vörurnar frá Vorhús eru vinsælar fyrirtækjagjafir. Hönnunarfyrirtækið Vorhús framleiðir vinsælar vörur sem eru Íslendingum vel kunnugar. Vörurnar eru jafnframt vinsælar fyrirtækjagjafir og Vorhús hefur ávallt lagt upp með hönnun á vörum sem henta fjölbreyttum og breiðum aldri starfsmanna. Nýir bollar og spennandi nýjungar Vinsælustu og þekktustu vörur Vorhúsa eru t.d. thermobollar, handklæði og teppi sem skarta garðveislumynstri og krummamynstri Sveinbjargar Hallgrímsdóttur, stofnanda Vorhúsa og eins af hönnuðum þess. Um þessar mundir koma í sölu nýjar gerðir af vinsælu thermo kaffibollum Vorhúsa þar sem sjá má fjölmargar nýjungar. Garðveislan kemur nú í bláum og grænum lit ásamt því að fjallabollinn “Umbrot” kemur á markað en þar má sjá glitta í eldgosabjarma í fjallasal, en það er Sigríður Björg Haraldsdóttir, hönnuður hjá Vorhús, sem hannaði vörulínuna Fjallasýn. Morgunbollinn er jafnframt nýjung hjá Vorhúsi en hugmyndin kemur frá Svala sem kenndur er við Tenerife en hann hefur lengi verið aðdáandi að vörum Vorhúsa. Eydís Ólafsdóttir, hönnuður hjá Vorhús, tók að sér að skapa hinn eina sanna Morgunbolla. Bolli sem vekur okkur með sólargeislum alla morgna, allan ársins hring og sama hvernig viðrar úti. Önnur nýjung Vorhúsa í ár er jólakonfektskál en hún er með Einiberjamunstri Vorhúsa sem Eydís hannaði og kemur með rauðum berjum og silfurlituðum greinum. Skálin er nýkomin í sölu og rýkur út úr verslunum. Stóraukið úrval í handklæðum frá Vorhús kemur einnig í sölu í nóvember en hönnunarlínurnar Fjallasýn og Villiblóm, sem hannaðar eru af Sigríði, koma nú í fjölmörgum stærðum og gerðum ásamt nýjum litum í Garðveislumynstri Sveinbjargar. Villiblómin koma í sand og fölbleikum lit en Fjallasýn kemur í svörtum, gráum og brúnum litum. Garðveislan kemur í ár í hinum sívinsæla gráa lit ásamt djúpbláum og grænum litum og Krummamynstrið kemur eins og áður enda eitt það vinsælasta frá upphafi. Sérstök fyrirtækja-vefverslun auðveldar jólagjafakaupin Vorhús býður fyrirtækjum sér aðgang að vefverslun þar sem gjafakaup eru gerð einfaldari og aðgengilegri. „Við viljum einfalda fyrirtækjum aðgengi að flottum gjafapökkum og þægilegu pöntunarferli. Þú sækir einfaldlega um aðgang í nafni fyrirtækis á vorhus. is, undir flipanum fyrirtækjagjafir. Svo má skoða ýmsar tillögur að gjöfum og fá tilboð í kaupin. Þetta sparar tíma, bæði hjá okkur og fyrirtækjastjórnendum við að finna réttu gjafirnar hverju sinni.“ segir Eydís. Hún bætir við að Vorhús bjóði bæði fyrirtækjum og einstaklingum upp á fría gjafainnpökkun og afar vel vandað til verks svo að allir fái fallega pakka sem gaman er að opna. Áhersla lögð á íslenska framleiðslu hjá Vorhús í ár Vorhús hefur átt í góðu samstarfi við önnur íslensk fyrirtæki um áraraðir og í ár býður Vorhús til dæmis upp á Einiberja-tinkrans sem hannaður er af Eydísi og framleiddur af Tinsmiðjunni í Borgarfirði. Einnig hannaði Eydís Einiberjasúkkulaðikrans sem Fríða hjá Frida Súkkulaðikaffihúsi á Siglufirði framleiðir. Í fyrra kom á markað jólatré sem hannað var af Vorhús og framleitt í Eyjafirði og pappírs kramarhús sem jafnframt voru framleidd í Eyjafirði. Þar að auki selur verslun Vorhúsa vörur frá íslensku fyrirtækjunum ChitoCare og Nóna. Íslenskt hönnunarhús sem byggir á sterkum grunni Vorhús var upphaflega stofnað af Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur fyrir þrettán árum undir nafninu Sveinbjörg en skipti um nafn fyrir u.þ.b. 5 árum því fleiri hönnuðir komu að rekstri og hönnun. Vorhús hefur framleitt og selt yfir 500 vörutegundir á ferlinum og hefur alla tíð státað af vandaðri og fjölbreyttri hönnun og úrvali fyrir fagurkera og falleg heimili. Vorhús starfar með fjölbreyttum hópi innlendra og erlendra framleiðenda, sem allir eru með vottanir fyrir umhverfisvæna framleiðslu. „Við bjóðum því upp á margskonar vandaðar vörur í fyrirtækjagjafir. Þá má til dæmis velja saman handklæði frá Vorhús ásamt einiberjasúkkulaðikransi eða tinkransi en einnig er í boði konfektskál ásamt servíettum og viskustykki. Við veljum sérstaklega í pakka fyrir hvert fyrirtæki eins og óskað er eftir hverju sinni.“ Segir Eydís. Vörur Vorhúss fást um land allt og í vefverslun Vorhús á vorhus.is Fjölmargar verslanir selja vörur Vorhúsa um land allt og má þar nefna verslanir Dúku, Garðheima, Epal, 18 Rauðar rósir, Árbæjarblóm, Motivo á Selfossi, Bústoð í Keflavík, Fok í Borgarnesi, Útgerðin Ólafsvík, Garðarshólmi á Húsavík, Blómakot í Grindavík, At Home á Akranesi, Húsgagnaval á Höfn, Póley í Vestmannaeyjum, Blóma-og gjafabúðin á Sauðárkróki, Blómaborg í Hveragerði og Klassík og Hús handanna á Egilsstöðum. Jafnframt er hægt að panta allar vörur í vefverslun Vorhús á vorhus.is en Vorhús býður viðskiptavinum í vefverslun að pakka inn gjöfum, skrifa sérstaka kveðju á kortið og senda beint til viðtakanda. Þessi nýjung mæltist einmitt mjög vel fyrir um síðustu jól og sparaði mörgum sporin á annasömum tímum. Verslun Tíska og hönnun Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Hönnunarfyrirtækið Vorhús framleiðir vinsælar vörur sem eru Íslendingum vel kunnugar. Vörurnar eru jafnframt vinsælar fyrirtækjagjafir og Vorhús hefur ávallt lagt upp með hönnun á vörum sem henta fjölbreyttum og breiðum aldri starfsmanna. Nýir bollar og spennandi nýjungar Vinsælustu og þekktustu vörur Vorhúsa eru t.d. thermobollar, handklæði og teppi sem skarta garðveislumynstri og krummamynstri Sveinbjargar Hallgrímsdóttur, stofnanda Vorhúsa og eins af hönnuðum þess. Um þessar mundir koma í sölu nýjar gerðir af vinsælu thermo kaffibollum Vorhúsa þar sem sjá má fjölmargar nýjungar. Garðveislan kemur nú í bláum og grænum lit ásamt því að fjallabollinn “Umbrot” kemur á markað en þar má sjá glitta í eldgosabjarma í fjallasal, en það er Sigríður Björg Haraldsdóttir, hönnuður hjá Vorhús, sem hannaði vörulínuna Fjallasýn. Morgunbollinn er jafnframt nýjung hjá Vorhúsi en hugmyndin kemur frá Svala sem kenndur er við Tenerife en hann hefur lengi verið aðdáandi að vörum Vorhúsa. Eydís Ólafsdóttir, hönnuður hjá Vorhús, tók að sér að skapa hinn eina sanna Morgunbolla. Bolli sem vekur okkur með sólargeislum alla morgna, allan ársins hring og sama hvernig viðrar úti. Önnur nýjung Vorhúsa í ár er jólakonfektskál en hún er með Einiberjamunstri Vorhúsa sem Eydís hannaði og kemur með rauðum berjum og silfurlituðum greinum. Skálin er nýkomin í sölu og rýkur út úr verslunum. Stóraukið úrval í handklæðum frá Vorhús kemur einnig í sölu í nóvember en hönnunarlínurnar Fjallasýn og Villiblóm, sem hannaðar eru af Sigríði, koma nú í fjölmörgum stærðum og gerðum ásamt nýjum litum í Garðveislumynstri Sveinbjargar. Villiblómin koma í sand og fölbleikum lit en Fjallasýn kemur í svörtum, gráum og brúnum litum. Garðveislan kemur í ár í hinum sívinsæla gráa lit ásamt djúpbláum og grænum litum og Krummamynstrið kemur eins og áður enda eitt það vinsælasta frá upphafi. Sérstök fyrirtækja-vefverslun auðveldar jólagjafakaupin Vorhús býður fyrirtækjum sér aðgang að vefverslun þar sem gjafakaup eru gerð einfaldari og aðgengilegri. „Við viljum einfalda fyrirtækjum aðgengi að flottum gjafapökkum og þægilegu pöntunarferli. Þú sækir einfaldlega um aðgang í nafni fyrirtækis á vorhus. is, undir flipanum fyrirtækjagjafir. Svo má skoða ýmsar tillögur að gjöfum og fá tilboð í kaupin. Þetta sparar tíma, bæði hjá okkur og fyrirtækjastjórnendum við að finna réttu gjafirnar hverju sinni.“ segir Eydís. Hún bætir við að Vorhús bjóði bæði fyrirtækjum og einstaklingum upp á fría gjafainnpökkun og afar vel vandað til verks svo að allir fái fallega pakka sem gaman er að opna. Áhersla lögð á íslenska framleiðslu hjá Vorhús í ár Vorhús hefur átt í góðu samstarfi við önnur íslensk fyrirtæki um áraraðir og í ár býður Vorhús til dæmis upp á Einiberja-tinkrans sem hannaður er af Eydísi og framleiddur af Tinsmiðjunni í Borgarfirði. Einnig hannaði Eydís Einiberjasúkkulaðikrans sem Fríða hjá Frida Súkkulaðikaffihúsi á Siglufirði framleiðir. Í fyrra kom á markað jólatré sem hannað var af Vorhús og framleitt í Eyjafirði og pappírs kramarhús sem jafnframt voru framleidd í Eyjafirði. Þar að auki selur verslun Vorhúsa vörur frá íslensku fyrirtækjunum ChitoCare og Nóna. Íslenskt hönnunarhús sem byggir á sterkum grunni Vorhús var upphaflega stofnað af Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur fyrir þrettán árum undir nafninu Sveinbjörg en skipti um nafn fyrir u.þ.b. 5 árum því fleiri hönnuðir komu að rekstri og hönnun. Vorhús hefur framleitt og selt yfir 500 vörutegundir á ferlinum og hefur alla tíð státað af vandaðri og fjölbreyttri hönnun og úrvali fyrir fagurkera og falleg heimili. Vorhús starfar með fjölbreyttum hópi innlendra og erlendra framleiðenda, sem allir eru með vottanir fyrir umhverfisvæna framleiðslu. „Við bjóðum því upp á margskonar vandaðar vörur í fyrirtækjagjafir. Þá má til dæmis velja saman handklæði frá Vorhús ásamt einiberjasúkkulaðikransi eða tinkransi en einnig er í boði konfektskál ásamt servíettum og viskustykki. Við veljum sérstaklega í pakka fyrir hvert fyrirtæki eins og óskað er eftir hverju sinni.“ Segir Eydís. Vörur Vorhúss fást um land allt og í vefverslun Vorhús á vorhus.is Fjölmargar verslanir selja vörur Vorhúsa um land allt og má þar nefna verslanir Dúku, Garðheima, Epal, 18 Rauðar rósir, Árbæjarblóm, Motivo á Selfossi, Bústoð í Keflavík, Fok í Borgarnesi, Útgerðin Ólafsvík, Garðarshólmi á Húsavík, Blómakot í Grindavík, At Home á Akranesi, Húsgagnaval á Höfn, Póley í Vestmannaeyjum, Blóma-og gjafabúðin á Sauðárkróki, Blómaborg í Hveragerði og Klassík og Hús handanna á Egilsstöðum. Jafnframt er hægt að panta allar vörur í vefverslun Vorhús á vorhus.is en Vorhús býður viðskiptavinum í vefverslun að pakka inn gjöfum, skrifa sérstaka kveðju á kortið og senda beint til viðtakanda. Þessi nýjung mæltist einmitt mjög vel fyrir um síðustu jól og sparaði mörgum sporin á annasömum tímum.
Verslun Tíska og hönnun Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira