Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2021 19:16 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir/vilhelm Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. Með þessu vonast Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, til þess að takmarka veiðina við 20 þúsund dýr í samræmi við ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar. Gert var ráð fyrir að um 30 þúsund dýr yrðu veidd á komandi veiðitímabili að óbreyttu. „Ég vona að þetta dugi til en get ekki sagt það með vissu,“ sagði Guðmundur í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og bætti við að ýmsar leiðir hafi verið skoðaðar til að bregðast við stöðunni. Þar á meðal að banna rjúpnaveiði alfarið í ár. „Þar sem veiðiþolið er talið vera 20 þúsund dýr þá fannst mér ég ekki geta farið þá leið því það væri þá eiginlega gegn vísindalegri ráðgjöf.“ Umhverfisráðherra átti fund með fulltrúum Skotveiðifélags Íslands í dag en skotveiðimenn óttuðust að stjórnvöld kæmu til með að kynna bann við veiðum í rjúpu í ár. Náttúrufræðistofnun metur rjúpustofninn óvenju lítinn nú um mundir. Varpstofninn er metinn 69 þúsund fuglar og framreiknuð stærð veiðistofns í ár 248 þúsund fuglar. Um er að ræða verulega fækkun frá því í fyrra þegar sú stærð var metin 280 þúsund fuglar. Ráðlögð veiði var þá 99 þúsund fuglar eða fimm á hvern veiðimann. Fréttin hefur verið uppfærð. Rjúpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotveiði Tengdar fréttir Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20 Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Með þessu vonast Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, til þess að takmarka veiðina við 20 þúsund dýr í samræmi við ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar. Gert var ráð fyrir að um 30 þúsund dýr yrðu veidd á komandi veiðitímabili að óbreyttu. „Ég vona að þetta dugi til en get ekki sagt það með vissu,“ sagði Guðmundur í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og bætti við að ýmsar leiðir hafi verið skoðaðar til að bregðast við stöðunni. Þar á meðal að banna rjúpnaveiði alfarið í ár. „Þar sem veiðiþolið er talið vera 20 þúsund dýr þá fannst mér ég ekki geta farið þá leið því það væri þá eiginlega gegn vísindalegri ráðgjöf.“ Umhverfisráðherra átti fund með fulltrúum Skotveiðifélags Íslands í dag en skotveiðimenn óttuðust að stjórnvöld kæmu til með að kynna bann við veiðum í rjúpu í ár. Náttúrufræðistofnun metur rjúpustofninn óvenju lítinn nú um mundir. Varpstofninn er metinn 69 þúsund fuglar og framreiknuð stærð veiðistofns í ár 248 þúsund fuglar. Um er að ræða verulega fækkun frá því í fyrra þegar sú stærð var metin 280 þúsund fuglar. Ráðlögð veiði var þá 99 þúsund fuglar eða fimm á hvern veiðimann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rjúpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotveiði Tengdar fréttir Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20 Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20
Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47