Yfirlýsing frá Guðmundi: Sakar Sólveigu Önnu um leynimakk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2021 13:48 Guðmundur Baldursson, þriðji frá hægri, sakar Sólveigu Önnu formann um leynimakk. Hér er hópurinn sem bauð fram hjá Eflingu undir merkjum B-listans árið 2018. B-listinn Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur hafa haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Þetta kemur fram í skriflegri yfirlýsingu Guðmundar sem hann sendi til fjölmiðla. Sólveig Anna sagði sem kunnugt er af sér sem formaður Eflingar í gærkvöldi. Þá er Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri hættur störfum. Guðmundur segist í yfirlýsingunni vilja koma þessu á framfæri í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu og uppsagnar Viðars. Buðu fram saman árið 2018 „Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við,“ segir Guðmundur sem var hluti af B-listanum sem bauð fram krafta sína árið 2018 þegar Sólveig Anna var kjörinn formaður. „Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu.“ Guðmundur segist hafa lagt fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi væri fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna. Því hafi alfarið verið hafnað. Þess í stað hafi verið boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Botninum náð „Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar.“ Sólveig Anna hafi hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hafi hún skellt skuldinni á Guðmund og starfsmenn sína. „Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi.“ Fréttin er í vinnslu. Yfirlýsing Guðmundar Baldurssonar Lykilupplýsingum haldið frá stjórn Í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og uppsagnar Viðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, vil ég koma því á framfæri að Sólveig Anna hefur haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við. Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu. Ég lagði fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi færi fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna og var því alfarið hafnað. Þess í stað var boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Sólaveig Anna hefur hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hefur hún skellt skuldinni á mig og starfsmenn sína. Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi. Kv. Guðmundur Baldursson Ólga innan Eflingar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegri yfirlýsingu Guðmundar sem hann sendi til fjölmiðla. Sólveig Anna sagði sem kunnugt er af sér sem formaður Eflingar í gærkvöldi. Þá er Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri hættur störfum. Guðmundur segist í yfirlýsingunni vilja koma þessu á framfæri í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu og uppsagnar Viðars. Buðu fram saman árið 2018 „Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við,“ segir Guðmundur sem var hluti af B-listanum sem bauð fram krafta sína árið 2018 þegar Sólveig Anna var kjörinn formaður. „Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu.“ Guðmundur segist hafa lagt fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi væri fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna. Því hafi alfarið verið hafnað. Þess í stað hafi verið boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Botninum náð „Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar.“ Sólveig Anna hafi hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hafi hún skellt skuldinni á Guðmund og starfsmenn sína. „Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi.“ Fréttin er í vinnslu. Yfirlýsing Guðmundar Baldurssonar Lykilupplýsingum haldið frá stjórn Í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og uppsagnar Viðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, vil ég koma því á framfæri að Sólveig Anna hefur haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við. Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu. Ég lagði fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi færi fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna og var því alfarið hafnað. Þess í stað var boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Sólaveig Anna hefur hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hefur hún skellt skuldinni á mig og starfsmenn sína. Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi. Kv. Guðmundur Baldursson
Yfirlýsing Guðmundar Baldurssonar Lykilupplýsingum haldið frá stjórn Í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og uppsagnar Viðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, vil ég koma því á framfæri að Sólveig Anna hefur haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við. Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu. Ég lagði fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi færi fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna og var því alfarið hafnað. Þess í stað var boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Sólaveig Anna hefur hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hefur hún skellt skuldinni á mig og starfsmenn sína. Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi. Kv. Guðmundur Baldursson
Ólga innan Eflingar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira