Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. nóvember 2021 19:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir það hafa lengi staðið til að einfalda gjaldskránna. Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. Breytingarnar taka gildi þann 16. nóvember næstkomandi en við breytinguna hækka árskort ungmenna og eldri borgara til að mynda töluvert í verði. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ekki aðeins um hækkanir að ræða heldur einnig lækkanir. Stakt fargjald og árskort hjá öryrkjum lækkar til að mynda nokkuð, auk þess sem þeir munu nú geta keypt mánaðarkort. Þá mun öldruðum og eldri borgurum einnig standa til boða að kaupa mánaðarkort, sem áður hefur ekki verið í boði. Mánaðarkort fyrir fullorðna lækka einnig í verði. Við ákvörðun á breytingunum var litið til annara landa í kringum Íslands og hefur vinna við það staðið yfir undanfarið tvö og hálft ár. „Niðurstaðan var sú að einfalda og það var gert með því að fækka afsláttarflokkum og fækka þá þeim sem hafa mikinn afslátt,“ segir Jóhannes. Nú er aðeins um að ræða þrjá afsláttarflokka. Einn sem kveður ekki á um neinn afslátt, annan sem kveður á um 50 prósent afslátt fyrir aldraða og ungmenni, og þriðja sem kveður á um 70 prósent afslátt fyrir öryrkja. „Það var orðið mjög mikið misræmi í gjaldskránni, það var verið að hækka einn flokkinn en ekki hinn, almenna fargjaldið og ekki einhver mánaðarkort, þannig þetta var orðið svolítið svona flókið að okkar mati og við vildum bara einfalda þetta þannig það væri skýrt fyrir alla hvað þeir væru að borga,“ segir Jóhannes. Nokkuð hefur borið á gagnrýni um breytinguna þar sem fólk er ósátt við að árskort aldraðra og ungmenna hækki. „Þetta er vissulega mikið í prósentum og skiptir auðvitað fólk einhverju máli en við reyndum svona við þessa breytingu að horfa til þess að það væri einhvers staðar hægt að lækka þannig að tekjuminni fjölskylda sæti svona á sama stað,“ segir Jóhannes. Jóhannes segist gera sér grein fyrir að eflaust séu ekki allir sáttir við breytinguna en hún hafi verið gerð með það að markmiði að auka sveigjanleika. „Þetta teljum við að sé bara hið besta mál og þægilegt að koma þessu á framfæri við notendur. En það er alveg rétt að það eru líka neikvæðir hlutir í þessu, við ætlum ekkert að neita því, en stundum þarf bara að taka erfiðar ákvarðanir.“ Strætó Samgöngur Neytendur Eldri borgarar Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58 36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40 Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. 2. september 2021 09:57 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Breytingarnar taka gildi þann 16. nóvember næstkomandi en við breytinguna hækka árskort ungmenna og eldri borgara til að mynda töluvert í verði. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ekki aðeins um hækkanir að ræða heldur einnig lækkanir. Stakt fargjald og árskort hjá öryrkjum lækkar til að mynda nokkuð, auk þess sem þeir munu nú geta keypt mánaðarkort. Þá mun öldruðum og eldri borgurum einnig standa til boða að kaupa mánaðarkort, sem áður hefur ekki verið í boði. Mánaðarkort fyrir fullorðna lækka einnig í verði. Við ákvörðun á breytingunum var litið til annara landa í kringum Íslands og hefur vinna við það staðið yfir undanfarið tvö og hálft ár. „Niðurstaðan var sú að einfalda og það var gert með því að fækka afsláttarflokkum og fækka þá þeim sem hafa mikinn afslátt,“ segir Jóhannes. Nú er aðeins um að ræða þrjá afsláttarflokka. Einn sem kveður ekki á um neinn afslátt, annan sem kveður á um 50 prósent afslátt fyrir aldraða og ungmenni, og þriðja sem kveður á um 70 prósent afslátt fyrir öryrkja. „Það var orðið mjög mikið misræmi í gjaldskránni, það var verið að hækka einn flokkinn en ekki hinn, almenna fargjaldið og ekki einhver mánaðarkort, þannig þetta var orðið svolítið svona flókið að okkar mati og við vildum bara einfalda þetta þannig það væri skýrt fyrir alla hvað þeir væru að borga,“ segir Jóhannes. Nokkuð hefur borið á gagnrýni um breytinguna þar sem fólk er ósátt við að árskort aldraðra og ungmenna hækki. „Þetta er vissulega mikið í prósentum og skiptir auðvitað fólk einhverju máli en við reyndum svona við þessa breytingu að horfa til þess að það væri einhvers staðar hægt að lækka þannig að tekjuminni fjölskylda sæti svona á sama stað,“ segir Jóhannes. Jóhannes segist gera sér grein fyrir að eflaust séu ekki allir sáttir við breytinguna en hún hafi verið gerð með það að markmiði að auka sveigjanleika. „Þetta teljum við að sé bara hið besta mál og þægilegt að koma þessu á framfæri við notendur. En það er alveg rétt að það eru líka neikvæðir hlutir í þessu, við ætlum ekkert að neita því, en stundum þarf bara að taka erfiðar ákvarðanir.“
Strætó Samgöngur Neytendur Eldri borgarar Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58 36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40 Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. 2. september 2021 09:57 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58
36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40
Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. 2. september 2021 09:57
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent