Bára Heimisdóttir, formaður dýralæknafélagsins, sagði í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag að ákvörðunin hafi verið afar illa undirbúin og ekki hægt að sjá að það hafi verið leitað til fagaðila.
Bára segir skiljanlegt að það séu skiptar skoðanir um lausagöngu katta en það hefði ýmislegt verið hægt að gera í staðinn fyrir að banna lausagöngu alfarið, til að mynda með því að loka þá inni á nóttinni.
Þá segir hún að eðlilegast hefði verið að leyfa þeim köttum sem nú eru úti að vera það áfram út sitt lífsskeið. Það er þó ekki þannig sem samþykkt bæjarins hljómar heldur er miðað við að bannið taki gildi fyrir alla árið 2025.