„Mátti segja hvað sem er um mig“ Þorgils Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 14:37 Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir að árásir á hana hafi grafið undan henni á skrifstofu félagins. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir fáar manneskjur hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur að persónu sinni og hún. Hún hafi ekki átt neina aðra úrkosti nema að segja af sér eftir að trúverðugleiki hennar skaðaðist. Þetta sagði hún í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu á RÚV í dag. „Ég hef verið kölluð þjófur. Að ég hafi verið að ásælast sjóði félagsins til að nota í öðrum tilgangi. Það er bara helber lygi. Hef verið kölluð peð, strengjabrúða og svo framvegis og svo framvegis.“ Hún segir þessar árásir hafi byggt undir ákveðna stemmningu innan skrifstofu Eflingar. „Í vissum hópi starfsfólks ríkti þessi stemmning, að það mætti segja hvað sem er um mig og beita sér gegn mér með grófum hætti. Ég sé eftir því að hafa umborið og látið mig hafa ýmislegt inni á skrifstofunum strax frá fyrsta degi. Vanvirðandi framkomu, ég hef verið hundsuð, persónulegt rými mitt hefur ekki verið virt og svo mætti lengi telja.“ Hún fullyrðir að þarna hafi verið fámennur hópur sem hafi farið svona fram „með ofsakenndum og öfgakenndum hætti“ gegn henni og Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra. Ásakanirnar sem bornar hafi verið fram í margræddri ályktun frá trúnaðarmönnum starfsfólks hafi skaðað trúverðugleika hennar og án hans gæti hún ekki staðið í þessari baráttu. „Hvernig ætti ég að geta, eins og ég hef gert non-stop mjög lengi farið og staðið við hlið ómissandi láglaunakvenna í umönnunarstörfum í þeirra baráttu, ef það væri alltaf hægt að segja við mig og þessar manneskjur: „Þarna kemur þessi með aftökulistann og ógnarstjórnina. Þessi klikkaða, þessi vonda.“ Það gefur auga leið að þetta myndi ekki ganga upp.“ Atburðarás síðustu viku sýni að hún hafi haft rétt fyrir sér. Aðspurð um framhaldið hjá henni, hvort hún hyggist bjóða sig aftur fram í kosningum í félaginu í mars næstkomandi, gaf hún ekkert út um það. Hún hafi sigrað með yfirburðum síðast og náð góðum árangri fyrir sitt félagsfólk. Hún gæti þó ekkert rætt um framhaldið á þessum tímapunkti. „Ég ætla að fá að vinna mig í gegnum þetta, gefa mér þann tíma sem ég þarf í það og halda áfram að gera það sem ég er að gera, að svara þessum fjölda skilaboða sem ég er að fá frá félagsfólki Eflingar, frá þeim stóra hópi kvenna sem ég hef starfað með.“ Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Þetta sagði hún í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu á RÚV í dag. „Ég hef verið kölluð þjófur. Að ég hafi verið að ásælast sjóði félagsins til að nota í öðrum tilgangi. Það er bara helber lygi. Hef verið kölluð peð, strengjabrúða og svo framvegis og svo framvegis.“ Hún segir þessar árásir hafi byggt undir ákveðna stemmningu innan skrifstofu Eflingar. „Í vissum hópi starfsfólks ríkti þessi stemmning, að það mætti segja hvað sem er um mig og beita sér gegn mér með grófum hætti. Ég sé eftir því að hafa umborið og látið mig hafa ýmislegt inni á skrifstofunum strax frá fyrsta degi. Vanvirðandi framkomu, ég hef verið hundsuð, persónulegt rými mitt hefur ekki verið virt og svo mætti lengi telja.“ Hún fullyrðir að þarna hafi verið fámennur hópur sem hafi farið svona fram „með ofsakenndum og öfgakenndum hætti“ gegn henni og Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra. Ásakanirnar sem bornar hafi verið fram í margræddri ályktun frá trúnaðarmönnum starfsfólks hafi skaðað trúverðugleika hennar og án hans gæti hún ekki staðið í þessari baráttu. „Hvernig ætti ég að geta, eins og ég hef gert non-stop mjög lengi farið og staðið við hlið ómissandi láglaunakvenna í umönnunarstörfum í þeirra baráttu, ef það væri alltaf hægt að segja við mig og þessar manneskjur: „Þarna kemur þessi með aftökulistann og ógnarstjórnina. Þessi klikkaða, þessi vonda.“ Það gefur auga leið að þetta myndi ekki ganga upp.“ Atburðarás síðustu viku sýni að hún hafi haft rétt fyrir sér. Aðspurð um framhaldið hjá henni, hvort hún hyggist bjóða sig aftur fram í kosningum í félaginu í mars næstkomandi, gaf hún ekkert út um það. Hún hafi sigrað með yfirburðum síðast og náð góðum árangri fyrir sitt félagsfólk. Hún gæti þó ekkert rætt um framhaldið á þessum tímapunkti. „Ég ætla að fá að vinna mig í gegnum þetta, gefa mér þann tíma sem ég þarf í það og halda áfram að gera það sem ég er að gera, að svara þessum fjölda skilaboða sem ég er að fá frá félagsfólki Eflingar, frá þeim stóra hópi kvenna sem ég hef starfað með.“
Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira