Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir.
Í síðasta þætti var Auddi með leikaranum Birni Hlyni í liði og Steindi var með Jóni Gnarr.
Eitt verkefnið var spunaverkefni og áttu þeir Björn og Auðunn að leika yfirheyrslu. Eðlilega var Björn Hlynur í hlutverki lögreglumannsins og úr varð heldur betur skrautleg yfirheyrsla.