Eins og fram hefur komið er fyrirkomulag þáttanna ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti.
„Þetta er bara gert vegna þess að fólk horfir ekki beint á sjónvarp lengur. Það eru ekkert endilega allir að setjast fyrir framan sjónvarpið klukkan átta á föstudegi til þess að horfa á eitthvað sérstakt. Þannig þá geturðu horft á þetta hvenær sem þú vilt og kosið þinn uppáhalds,“ útskýrði Birkir Blær í viðtali á Bylgjunni.
Flutningur Birkis á ABBA-laginu fræga er sá næst vinsælasti á heimasíðu sænska Idolsins og því óhætt að segja að hann njóti vinsælda í Svíþjóð.
Á föstudaginn kemur í ljós hvort flutningur Birkis á ABBA-laginu dugi til þess að hann haldi áfram í sjö manna úrslit keppninnar.
Hægt er að fylgjast með Birki á Instagram þar sem hann er duglegur að sýna frá ferlinu.
Hér að neðan má hlusta á flutning Birkis Blær á laginu Lay All Your Love On Me.