Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. nóvember 2021 11:29 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er þungur á brún þessa dagana vegna mikillar fjölgunar smitaðra. Vísir/Vilhelm Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. Hundrað sjötíu og átta manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi frá upphafi faraldursins. Þetta er í þriðja skiptið á hálfri viku sem slíkt met er slegið. Þórólfur segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af því hvort að takmarkanir sem tóku gildi í dag dugi til þess að keyra smitin nægilega niður til þess að heilbrigðiskerfið ráði við þau. Fimm hundruð manna samkomubann tók gildi á miðnætti og á laugardag. Fjórtán hundruð manns séu nú í einangrun með Covid-19 smit sem Þórólfur segir of mikið fyrir Covid-göngudeild Landspítalans að sinna. Þá sé daglegur fjöldi smitaðra erfiður fyrir rakningarteymi að halda í við. Erfitt sé að spá fyrir um framhaldið missi menn tökin á göngugeildinni eða smitrakningu. Fólk þurfi að vera undir það búið að smituðum haldi áfram að fjölga næstu daga. Ekki er um nema eitt að ræða ef menn missa tökin á faraldrinum, að mati Þórólfs: að herða tökin. Það verði ekki gert nema með frekari takmörkunum. „Að mínu mati fer að koma að því að það þurfi að leggja eitthvað til,“ segir Þórólfur spurður að því hvort hann sé með nýtt minnisblað til heilbirgðisráðherra í smíðum. Hann vill ekki segja hvenær hann gæti lagt fram slíkt minnisblað eða hvers konar aðgerðir. Þeir sem þurfa ekki á sjúkrahús geta samt glímt við langvarandi og alvarlegar afleiðingar Þrátt fyrir að stór hluti samfélagsins sé bólusettur og að bóluefni hjálpi til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi segir Þórólfur að enn komi upp veikindi sem kerfið ráði ekki við. Um helmingur þeirra sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sé bólusettur en það sé aðallega eldra fólk. Þó að bólusett fólk sé útskrifað fljótt af sjúkrahúsi þurfi það áfram að vera undir eftirliti. Þrátt fyrir að fólk þurfi ekki að leggjast inn sjúkrahús geti Covid-19 veikindi haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Bendir Þórólfur á að yfirvöld hafi haft miklar áhyggjur af faraldrinum þegar á bilinu tíu til tuttugu manns greindust smitaðir á dag í fyrra. Þrátt fyrir útbreidda bólusetningu nú sé smitaðir tífalt fleiri en fyrir ári. Harðar aðgerðir hafi virkað vel þá en erfiðara verði að ná fjöldanum niður nú vegna þess hversu veiran er útbreidd. Það ætti þó að takast með sambærilegum aðgerðum við þær sem gripið var til í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Hundrað sjötíu og átta manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi frá upphafi faraldursins. Þetta er í þriðja skiptið á hálfri viku sem slíkt met er slegið. Þórólfur segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af því hvort að takmarkanir sem tóku gildi í dag dugi til þess að keyra smitin nægilega niður til þess að heilbrigðiskerfið ráði við þau. Fimm hundruð manna samkomubann tók gildi á miðnætti og á laugardag. Fjórtán hundruð manns séu nú í einangrun með Covid-19 smit sem Þórólfur segir of mikið fyrir Covid-göngudeild Landspítalans að sinna. Þá sé daglegur fjöldi smitaðra erfiður fyrir rakningarteymi að halda í við. Erfitt sé að spá fyrir um framhaldið missi menn tökin á göngugeildinni eða smitrakningu. Fólk þurfi að vera undir það búið að smituðum haldi áfram að fjölga næstu daga. Ekki er um nema eitt að ræða ef menn missa tökin á faraldrinum, að mati Þórólfs: að herða tökin. Það verði ekki gert nema með frekari takmörkunum. „Að mínu mati fer að koma að því að það þurfi að leggja eitthvað til,“ segir Þórólfur spurður að því hvort hann sé með nýtt minnisblað til heilbirgðisráðherra í smíðum. Hann vill ekki segja hvenær hann gæti lagt fram slíkt minnisblað eða hvers konar aðgerðir. Þeir sem þurfa ekki á sjúkrahús geta samt glímt við langvarandi og alvarlegar afleiðingar Þrátt fyrir að stór hluti samfélagsins sé bólusettur og að bóluefni hjálpi til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi segir Þórólfur að enn komi upp veikindi sem kerfið ráði ekki við. Um helmingur þeirra sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sé bólusettur en það sé aðallega eldra fólk. Þó að bólusett fólk sé útskrifað fljótt af sjúkrahúsi þurfi það áfram að vera undir eftirliti. Þrátt fyrir að fólk þurfi ekki að leggjast inn sjúkrahús geti Covid-19 veikindi haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Bendir Þórólfur á að yfirvöld hafi haft miklar áhyggjur af faraldrinum þegar á bilinu tíu til tuttugu manns greindust smitaðir á dag í fyrra. Þrátt fyrir útbreidda bólusetningu nú sé smitaðir tífalt fleiri en fyrir ári. Harðar aðgerðir hafi virkað vel þá en erfiðara verði að ná fjöldanum niður nú vegna þess hversu veiran er útbreidd. Það ætti þó að takast með sambærilegum aðgerðum við þær sem gripið var til í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira