Jóhanna Sigurðardóttir hlaut brautryðjendaverðlaunin Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2021 16:00 Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi Women Political Leaders, Jóhanna Sigurðardóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður samtakanna. WPL Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hlaut í dag brautryðjendaverðlaunin á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu. Verðlaunin, sem eru nefnd Trailblazer Award, voru afhent við hátíðlega athöfn en þau eru veitt kvenþjóðarleiðtogum sem eru taldir hafa skarað fram úr og rutt brautina fyrir komandi kynslóðir í jafnréttismálum. Greint er frá þessu í tilkynningu en Jóhanna er fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands og fyrsta opinberlega samkynhneigða konan sem gegnir embættinu á heimsvísu. Jóhanna var forsætisráðherra Íslands á árunum 2009 til 2013 og formaður Samfylkingarinnar frá 2009 til 2012. Hún sat á Alþingi í 35 ár frá árinu 1978 til 2013 og var félagsmálaráðherra árin 1987 til 1994 og 2007 til 2009. Árið 2009 valdi Forbes hana á lista yfir 100 valdamestu konur heims. Jóhanna tekur við verðlaununum í Hörpu.WPL Leitt til viðhorfsbreytingar Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi Women Political Leaders (WPL), segir að Ísland sé fyrirmynd annarra þjóða þegar komi að þjóðarleiðtogum. „Í mörg ár hefur Ísland verið leiðandi á heimsvísu í Global Gender Gap Report, skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, og er það að hluta til að þakka brautryðjendum eins og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.“ Koch-Mehrin bætir við að Jóhanna hafi, líkt og allir viðtakendur brautryðjendaverðlaunanna, haft áhrif á viðhorf fólks til kvenleiðtoga og opnað dyr fyrir þær sem á eftir koma. Jóhanna bætist í hóp á annan tug kvenleiðtoga sem hafa hlotið viðurkenningu frá upphafi WPL Trailblazer verðlaunanna árið 2017. Verðlaunin hafa meðal annars fallið í skaut Mary Robinsson, fyrrverandi forseta Írlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Laura Chinchilla Miranda, fyrrverandi forseta Kosta Ríka, Julia Gillard, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, Saara Kuugongelwa-Amadhila, forsætisráðherra Namibíu, og Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands og verndara Heimsþings kvenleiðtoga. Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Greint er frá þessu í tilkynningu en Jóhanna er fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands og fyrsta opinberlega samkynhneigða konan sem gegnir embættinu á heimsvísu. Jóhanna var forsætisráðherra Íslands á árunum 2009 til 2013 og formaður Samfylkingarinnar frá 2009 til 2012. Hún sat á Alþingi í 35 ár frá árinu 1978 til 2013 og var félagsmálaráðherra árin 1987 til 1994 og 2007 til 2009. Árið 2009 valdi Forbes hana á lista yfir 100 valdamestu konur heims. Jóhanna tekur við verðlaununum í Hörpu.WPL Leitt til viðhorfsbreytingar Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi Women Political Leaders (WPL), segir að Ísland sé fyrirmynd annarra þjóða þegar komi að þjóðarleiðtogum. „Í mörg ár hefur Ísland verið leiðandi á heimsvísu í Global Gender Gap Report, skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, og er það að hluta til að þakka brautryðjendum eins og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.“ Koch-Mehrin bætir við að Jóhanna hafi, líkt og allir viðtakendur brautryðjendaverðlaunanna, haft áhrif á viðhorf fólks til kvenleiðtoga og opnað dyr fyrir þær sem á eftir koma. Jóhanna bætist í hóp á annan tug kvenleiðtoga sem hafa hlotið viðurkenningu frá upphafi WPL Trailblazer verðlaunanna árið 2017. Verðlaunin hafa meðal annars fallið í skaut Mary Robinsson, fyrrverandi forseta Írlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Laura Chinchilla Miranda, fyrrverandi forseta Kosta Ríka, Julia Gillard, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, Saara Kuugongelwa-Amadhila, forsætisráðherra Namibíu, og Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands og verndara Heimsþings kvenleiðtoga.
Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira