Íslenskt hetjurokk á mála hjá nýjum þungarokksútgáfurisa Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. nóvember 2021 11:06 Hvort sem það eru drekar eða dýflissur, þá eru Power Paladin svaiðlföruneytið til að fá með sér í lið. Eva Alexandra Hetjurokksveitin Power Paladin gefur út sína fyrstu plötu, With the Magic of Windfyre Steel, hjá útgáfufyrirtækinu Atomic Fire Records, þann 7. janúar 2022. Útgáfufyrirtækið er nýtt af nálinni en er þó þegar með þekktar sveitir á borð við Agnostic Front, Amorphis, Helloween, Meshuggah og Opeth á sínum snærum. Plata Power Paladin verður fyrsta áþreifanlega útgáfa plötufyrirtæksins. Fyrsta smáskífa plötunnar, Righteous Fury, er jafnframt afhjúpuð í dag ásamt myndbandi. Sveitina mynda sexmenningarnir Atli Guðlaugsson söngvari, Bjarni Egill Ögmundsson hljómborðsleikari, Bjarni Þór Jóhannsson gítarleikari, Einar Karl Júlíusson trommari, Ingi Þórisson gítarleikari og Kristleifur Þorsteinsson bassaleikari. Í tilkynningu frá útgáfunni er réttilega minnst á að eyðilegt landslag, kaldir vindar og myrkir vetur Íslands hafi eðlilega mestmegnis leitt af sér grimmt og drungalegt þungarokk. Slíkt sé ekki beint uppi á teningnum hjá Power Paladin sem syngja óskammfeilnir um hugaða stríðsmenn og kynjaverur, og undirspilið er eftir því. „Við kláruðum að taka upp plötuna árið 2020 og fengum loksins loka mix og master í byrjun árs 2021, svo þetta er orðin frekar löng vegferð en alfarið þess virði,“ segir Ingi Þórisson gítarleikari sveitarinnar aðspurður um samstarfið. „Bjuggumst seint við að fá athygli frá svona stóru útgáfufyrirtæki, enda var þessi plata bara eitthvað ástríðuverkefni hjá vinahóp. Frekar fríkað að einhverjir aðilar sem hafa unnið með mörgum af þeim hljómsveitum sem við höfum litið upp til yfir árin sýni þessu svona áhuga!“ Lag sveitarinnar, Kraven the Hunter, hefur fengið mikla spilun á X977 og steig sveitin á stokk og flutti það á Hlustendaverðlaununum 2021 í vor. Tengdar fréttir Bríet hlaut fern verðlaun Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun. 9. apríl 2021 17:00 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Útgáfufyrirtækið er nýtt af nálinni en er þó þegar með þekktar sveitir á borð við Agnostic Front, Amorphis, Helloween, Meshuggah og Opeth á sínum snærum. Plata Power Paladin verður fyrsta áþreifanlega útgáfa plötufyrirtæksins. Fyrsta smáskífa plötunnar, Righteous Fury, er jafnframt afhjúpuð í dag ásamt myndbandi. Sveitina mynda sexmenningarnir Atli Guðlaugsson söngvari, Bjarni Egill Ögmundsson hljómborðsleikari, Bjarni Þór Jóhannsson gítarleikari, Einar Karl Júlíusson trommari, Ingi Þórisson gítarleikari og Kristleifur Þorsteinsson bassaleikari. Í tilkynningu frá útgáfunni er réttilega minnst á að eyðilegt landslag, kaldir vindar og myrkir vetur Íslands hafi eðlilega mestmegnis leitt af sér grimmt og drungalegt þungarokk. Slíkt sé ekki beint uppi á teningnum hjá Power Paladin sem syngja óskammfeilnir um hugaða stríðsmenn og kynjaverur, og undirspilið er eftir því. „Við kláruðum að taka upp plötuna árið 2020 og fengum loksins loka mix og master í byrjun árs 2021, svo þetta er orðin frekar löng vegferð en alfarið þess virði,“ segir Ingi Þórisson gítarleikari sveitarinnar aðspurður um samstarfið. „Bjuggumst seint við að fá athygli frá svona stóru útgáfufyrirtæki, enda var þessi plata bara eitthvað ástríðuverkefni hjá vinahóp. Frekar fríkað að einhverjir aðilar sem hafa unnið með mörgum af þeim hljómsveitum sem við höfum litið upp til yfir árin sýni þessu svona áhuga!“ Lag sveitarinnar, Kraven the Hunter, hefur fengið mikla spilun á X977 og steig sveitin á stokk og flutti það á Hlustendaverðlaununum 2021 í vor.
Tengdar fréttir Bríet hlaut fern verðlaun Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun. 9. apríl 2021 17:00 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Bríet hlaut fern verðlaun Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun. 9. apríl 2021 17:00