Sjaldan jafn slæm staða og nú í farsóttarhúsunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2021 18:26 Gylfi Þór Þórsteinsson segir Rauða krossinn nú starfrækja þrjú farsóttarhús og að þau séu að fyllast. Álagið á kerfið sé gríðarlegt og úrræðin á þrotum. Vísir/Vilhelm Staðan hefur sjaldan verið eins slæm og hún er núna í farsóttarhúsunum en forstöðumaður þeirra segir að svo virðist sem staðan eigi enn eftir að versna. Hundrað og þrjátíu manns dvelja nú í þremur farsóttarhúsum. Þrjú farsóttarhús eru nú í notkun það eru tvö í Reykjavík og eitt á Akureyri en þau eru öll nánast full. „Staðan hefur sjaldan verið eins slæm og hún er núna og því miður virðist hún bara ætla að versna,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins. „Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa farið þess á leit við okkur að opna fleiri hótel. Við erum að fjölga rýmum vonandi á Akureyri og munum fjölga vonandi rýmum hér í Reykjavík líka annað hvort á morgun eða á föstudag.“ Vegna þessa mikla álags er ekki hægt að taka á móti fólki í sóttkví í farsóttarhúsunum. „Nú tökum við eingöngu fólk í einangrun og við þurftum því miður að snúa við hér hælisleitendum sem hingað hafa getað komið í sóttkví, í sína fimm daga skimunarsóttkví. Nú þarf Útlendingastofnun að sjá fyrir því fólki því að eins og ég segi hér er bara allt orðið fullt.“ Fleiri börn hafa greinst með veiruna í þessari bylgju faraldursins en í fyrri bylgjum. Sum þeirra hafa dvalið í farsóttarhúsunum og segir Gylfi dvölina oft taka á. „Fyrir ung börn að veikjast mjög illa, þá erum við kannski að tala um börn þriggja ára og upp úr, þá er þetta mjög erfitt. Þau þurfa að koma hingað til okkar í stórum stíl með þá foreldrum sínum og vera lokuð inni. Það er ekkert auðvelt og þessi börn eiga bara mjög bágt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þrjú farsóttarhús eru nú í notkun það eru tvö í Reykjavík og eitt á Akureyri en þau eru öll nánast full. „Staðan hefur sjaldan verið eins slæm og hún er núna og því miður virðist hún bara ætla að versna,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins. „Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa farið þess á leit við okkur að opna fleiri hótel. Við erum að fjölga rýmum vonandi á Akureyri og munum fjölga vonandi rýmum hér í Reykjavík líka annað hvort á morgun eða á föstudag.“ Vegna þessa mikla álags er ekki hægt að taka á móti fólki í sóttkví í farsóttarhúsunum. „Nú tökum við eingöngu fólk í einangrun og við þurftum því miður að snúa við hér hælisleitendum sem hingað hafa getað komið í sóttkví, í sína fimm daga skimunarsóttkví. Nú þarf Útlendingastofnun að sjá fyrir því fólki því að eins og ég segi hér er bara allt orðið fullt.“ Fleiri börn hafa greinst með veiruna í þessari bylgju faraldursins en í fyrri bylgjum. Sum þeirra hafa dvalið í farsóttarhúsunum og segir Gylfi dvölina oft taka á. „Fyrir ung börn að veikjast mjög illa, þá erum við kannski að tala um börn þriggja ára og upp úr, þá er þetta mjög erfitt. Þau þurfa að koma hingað til okkar í stórum stíl með þá foreldrum sínum og vera lokuð inni. Það er ekkert auðvelt og þessi börn eiga bara mjög bágt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira