Aldrei fleiri börn með Covid-19: „Ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2021 19:00 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Aldrei hafa fleiri börn verið í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans en nú og enn annað met var slegið í gær þegar 178 greindust með veiruna innanlands. Sóttvarnalæknir segir að herða þurfi sóttvarnaaðgerðir til að fækka þeim sem greinast með kórónuveiruna. Þeim hefur fjölgað hratt síðustu dagana sem greinst hafa með veiruna. Nú eru 1.359 með kórónuveiruna og í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans. Þar af eru 324 börn en mörg þeirra eru ekki bólusett þar sem bóluefni stendur börnunum ellefu ára og yngri ekki til boða. Hertar reglur vegna faraldursins tóku gildi í dag. Nú mega aðeins fimm hundruð manns koma saman og afgreiðslutími vínveitingastaða hefur verið styttur. Þar að auki tók grímuskylda aftur gildi síðustu helgi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að herða þurfir reglurnar frekar til að ná að draga úr útbreiðslu veirunnar. „Ég held að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni og þessum veldisvexti sem er í greiningunum og þeirri stöðu sem við sjáum að við erum svona að missa tökin víða á faraldrinum eins og hann er og þá er í raun og veru ekki, að mínu mati, nema um eitt að ræða það er að reyna að herða tökin og reyna að beita þeim ráðum sem við höfum beitt áður til þess að ná smitunum niður í samfélaginu og það verður ekki gert nema með takmörkunum og vissulega geta einstaklingar hjálpað okkur með því að bæta sínar einstaklingsbundnu sóttvarnir en það virðist bara ekki hafa dugað til til þessa,“ segir Þórólfur. Fimmtán liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 þar af eru þrír á gjörgæslu. Þá eru þrír með sjúkdóminn á Sjúkrahúsinu á Akureyri en einn þeirra er í öndunarvél. Þórólfur undirbýr nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra. „Mér finnst þróunin vera slæm og ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. 10. nóvember 2021 11:29 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þeim hefur fjölgað hratt síðustu dagana sem greinst hafa með veiruna. Nú eru 1.359 með kórónuveiruna og í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans. Þar af eru 324 börn en mörg þeirra eru ekki bólusett þar sem bóluefni stendur börnunum ellefu ára og yngri ekki til boða. Hertar reglur vegna faraldursins tóku gildi í dag. Nú mega aðeins fimm hundruð manns koma saman og afgreiðslutími vínveitingastaða hefur verið styttur. Þar að auki tók grímuskylda aftur gildi síðustu helgi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að herða þurfir reglurnar frekar til að ná að draga úr útbreiðslu veirunnar. „Ég held að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni og þessum veldisvexti sem er í greiningunum og þeirri stöðu sem við sjáum að við erum svona að missa tökin víða á faraldrinum eins og hann er og þá er í raun og veru ekki, að mínu mati, nema um eitt að ræða það er að reyna að herða tökin og reyna að beita þeim ráðum sem við höfum beitt áður til þess að ná smitunum niður í samfélaginu og það verður ekki gert nema með takmörkunum og vissulega geta einstaklingar hjálpað okkur með því að bæta sínar einstaklingsbundnu sóttvarnir en það virðist bara ekki hafa dugað til til þessa,“ segir Þórólfur. Fimmtán liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 þar af eru þrír á gjörgæslu. Þá eru þrír með sjúkdóminn á Sjúkrahúsinu á Akureyri en einn þeirra er í öndunarvél. Þórólfur undirbýr nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra. „Mér finnst þróunin vera slæm og ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. 10. nóvember 2021 11:29 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. 10. nóvember 2021 11:29