Mætti á æfingu daginn eftir alvarlegt bílslys í Eyjafirði: „Ótrúlegt að hann skyldi sleppa lifandi“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2021 12:00 Eric Fongue slapp vel á mánudaginn og getur spilað með Þór í kvöld. Hér er hann á liðsmynd í treyju sinni númer 12. Mynd/Palli Jóh Leikmaður körfuknattleiksliðs Þórs á Akureyri getur prísað sig sælan að hafa sloppið óskaddaður eftir alvarlegt bílslys á mánudaginn. Svisslendingurinn Eric Fongue verður með Þór í kvöld þegar liðið mætir Keflavík í Subway-deildinni, þrátt fyrir að hafa endað á spítala eftir alvarlegt bílslys. Fongue var að nálgast Akureyri, nánar tiltekið á Moldhaugnahálsi, þegar bifreið hans rann yfir á öfugan vegarhelming og framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra slösuðust ökumaður og farþegi hinnar bifreiðarinnar töluvert en nánari upplýsingar fengust ekki. Þeir voru líkt og Fongue fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri og loka þurfti fyrir umferð á hringveginum í um tvær klukkustundir. Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, segir mikla mildi að Fongue skyldi ekki slasast lífshættulega. „Bíllinn er í tætlum. Það er ótrúlegt að hann skyldi sleppa lifandi,“ sagði Bjarki við Vísi og bætti við Fongue hefði ótrúlegt en satt verið mættur á æfingu strax á þriðjudag. Annar Svisslendingur kominn en meiddist Erlendir leikmenn Þórs, og þar með félagið sjálft, hafa ekki haft heppnina með sér það sem af er leiktíð. Írinn Jordan Blount og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Lawton eru báðir farnir heim vegna meiðsla. Jeremy Landendbergue, landi Fongue frá Sviss, er nýkominn til landsins en meiddist á æfingu og er óvíst að hann geti spilað gegn Keflavík í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Reggie Keely á svo eftir að fá leikheimild en hann kemur til landsins á morgun. Þór er eina stigalausa liðið í Subway-deildinni, eftir fimm umferðir. Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Sjá meira
Svisslendingurinn Eric Fongue verður með Þór í kvöld þegar liðið mætir Keflavík í Subway-deildinni, þrátt fyrir að hafa endað á spítala eftir alvarlegt bílslys. Fongue var að nálgast Akureyri, nánar tiltekið á Moldhaugnahálsi, þegar bifreið hans rann yfir á öfugan vegarhelming og framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra slösuðust ökumaður og farþegi hinnar bifreiðarinnar töluvert en nánari upplýsingar fengust ekki. Þeir voru líkt og Fongue fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri og loka þurfti fyrir umferð á hringveginum í um tvær klukkustundir. Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, segir mikla mildi að Fongue skyldi ekki slasast lífshættulega. „Bíllinn er í tætlum. Það er ótrúlegt að hann skyldi sleppa lifandi,“ sagði Bjarki við Vísi og bætti við Fongue hefði ótrúlegt en satt verið mættur á æfingu strax á þriðjudag. Annar Svisslendingur kominn en meiddist Erlendir leikmenn Þórs, og þar með félagið sjálft, hafa ekki haft heppnina með sér það sem af er leiktíð. Írinn Jordan Blount og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Lawton eru báðir farnir heim vegna meiðsla. Jeremy Landendbergue, landi Fongue frá Sviss, er nýkominn til landsins en meiddist á æfingu og er óvíst að hann geti spilað gegn Keflavík í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Reggie Keely á svo eftir að fá leikheimild en hann kemur til landsins á morgun. Þór er eina stigalausa liðið í Subway-deildinni, eftir fimm umferðir.
Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga