Haukur Helgi: Hafði líka spilað með slitið liðband í ökkla síðan 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 12:31 Haukur Helgi Pálsson á enn eftir að spila sinn fyrsta leik með Njarðvík í vetur. Vísir/Bára Dröfn Haukur Helgi Pálsson stefnir að því að byrja að spila aftur um miðjan desember og óttast það að hann verði rekinn nái hann ekki leik Njarðvíkur og Keflavíkur milli jóla og nýárs. Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ekki enn spilað með Njarðvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta þrátt fyrir að hafa gengið til liðs við liðið í sumar. Ástæðan er að Haukur Helgi þurfti að fara í stóra ökklaaðgerð í sumar og þurfti síðan marga mánuði til að jafna sig á henni. Haukur Helgi Pálssoní leik með Club Basquet Andorra þar sem hann lék á síðasta timabili.Getty/Noelia Deniz Mikið hefur verið spáð og spekúlerað um hvenær Haukur kemur aftur og hvað sé í raun að angra hann. Haukur fór yfir þetta allt saman í hlaðvarpsþættinum „Undir körfunni“ þar sem hann ræddi við Atla Frey Arason. Atli spurði Hauk út í liðsbandsslitin sem hafa komið í veg fyrir það að hann hefur enn ekki klæðst Njarðvíkurbúningnum. Brjóskið fór líka í eitthvað rugl „Ég sný mig illa þegar ég lendi ofan á öðrum í leik. Ég slít allt og togna, þetta týpíska. Þetta gerðist í janúar eða febrúar. Ég kem til baka fimm vikum seinna og á annarri æfingunni gerist aftur það sama. Ég slít þá allt aftur. Þá fer brjóskið líka í eitthvað rugl. Þegar ég fer í myndatöku þá sést að brjóskið mitt sé að eyðileggjast,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. Haukur Helgi Pálsson á æfingu með landsliðinu.Vísir/Andri Marinó „Þá fer ég til sérfræðings og ég segi honum hvernig ökklinn minn er. Oft þegar ég hoppa þá er hægri ökklinn laus. Hann segir að það gefi til kynna að ég hafi verið með slitið liðband í einhver ár og það hafi aldrei gróið,“ sagði Haukur Helgi. „Mín meiðslasaga er ágætlega löng og við fórum yfir hana saman. Við höldum að þetta hafi gerst á Spáni 2014 þar sem að ég snéri mig harkalega og slít allt. Ég spila tveimur vikum seinna því úrslitakeppnin var að byrja. Það hefur því aldrei náð að jafna sig,“ sagði Haukur. „Síðan er ég alltaf að snúa mig aftur, aftur og aftur. Þá er þetta stundum að ég er bara að labba þegar ég sný á mér ökklann. Ég finn ekkert fyrir því en næ samt að snúa mig,“ sagði Haukur Helgi. Ekki búinn að sðila körfuboltaleik síðan í mars „Hann sagði bara: Þú þarft að fara í aðgerð. Við getum alveg haldið áfram að gera þetta eins og þú ert búinn að vera að gera þetta en þá ertu alltaf að fara að lenda í þessu. Þetta gerist í mars og ég er ekki búinn að spila körfuboltaleik síðan 10. mars,“ sagði Haukur Helgi. Haukur Helgi fer meiddur af velli í leik með Andorra.Getty „Manni fannst alltaf að maður væri hundrað prósent en maður var það ekki. Ég hef fundið það alltaf meira og meira með árunum. Þegar bakið mitt fór í Svíþjóð þá var ég minna að leita að kontakti hér og þar. Því þá átti ég til að stífna upp að verða alveg handónýtur. Ökklinn minn hefur ekki verið í lagi síðan 2014,“ sagði Haukur Helgi. „Ég meiddi mig ekki en ég var alltaf að snú mig. Það er erfitt að koma sér í rytma þegar maður er alltaf að snúa sig,“ sagði Haukur Helgi Fór í aðferð í Barcelona „Ég fer í aðgerð í Barcelona og þeir segja mér að í rauninni var liðbandið mitt bara pappír. Það var bara fljótandi um þarna og var bara tekið í burtu. Það var síðan fræst smá af innra ökkla beininu. Það var slípað til og innanverða liðbandið var fest aftur,“ sagði Haukur Helgi sem lýsti hvað var gert í aðgerðinni en hann fékk í raun tvö ný liðbönd auk þess var farið að myndast nýtt beint í ökklanum sem var fjarlægt. „Þetta var aðeins meira en þetta átti að verða en gekk allt vel. Eina ástæðan fyrir því að ég er ekki að spila er að ég þurfti að fara í gifs í sex vikur og mátti þá ekki hreyfa hann. Allur vöðvamassinn er farinn og hreyfigetan í ökklanum lítið sem ekki nein. Ég er búinn að vera vinna stöðugt í því að mýkja hann, liðka hann og fá styrk aftur,“ sagði Haukur. Byrjaður að æfa og stefnir á miðjan desember „Ég er byrjaður aðeins að æfa meira, skjóta, hoppa og gera eitthvað. Það er svo sem engin sprengja í karlinum en það kemur vonandi,“ sagði Haukur en hvenær kemur hann aftur? „Þetta er allt að koma og ég stefni á að vera kominn aftur einhvern tímann í desember. Ég er að vonast til að gera komið aftur um miðjan desember. Ég verð að vera kominn til baka fyrir Keflavíkurleikinn því annars held ég að ég verði bara rekinn,“ sagði Haukur. Það má hlusta á allt spjallið við hann með því að smella hér. Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ekki enn spilað með Njarðvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta þrátt fyrir að hafa gengið til liðs við liðið í sumar. Ástæðan er að Haukur Helgi þurfti að fara í stóra ökklaaðgerð í sumar og þurfti síðan marga mánuði til að jafna sig á henni. Haukur Helgi Pálssoní leik með Club Basquet Andorra þar sem hann lék á síðasta timabili.Getty/Noelia Deniz Mikið hefur verið spáð og spekúlerað um hvenær Haukur kemur aftur og hvað sé í raun að angra hann. Haukur fór yfir þetta allt saman í hlaðvarpsþættinum „Undir körfunni“ þar sem hann ræddi við Atla Frey Arason. Atli spurði Hauk út í liðsbandsslitin sem hafa komið í veg fyrir það að hann hefur enn ekki klæðst Njarðvíkurbúningnum. Brjóskið fór líka í eitthvað rugl „Ég sný mig illa þegar ég lendi ofan á öðrum í leik. Ég slít allt og togna, þetta týpíska. Þetta gerðist í janúar eða febrúar. Ég kem til baka fimm vikum seinna og á annarri æfingunni gerist aftur það sama. Ég slít þá allt aftur. Þá fer brjóskið líka í eitthvað rugl. Þegar ég fer í myndatöku þá sést að brjóskið mitt sé að eyðileggjast,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. Haukur Helgi Pálsson á æfingu með landsliðinu.Vísir/Andri Marinó „Þá fer ég til sérfræðings og ég segi honum hvernig ökklinn minn er. Oft þegar ég hoppa þá er hægri ökklinn laus. Hann segir að það gefi til kynna að ég hafi verið með slitið liðband í einhver ár og það hafi aldrei gróið,“ sagði Haukur Helgi. „Mín meiðslasaga er ágætlega löng og við fórum yfir hana saman. Við höldum að þetta hafi gerst á Spáni 2014 þar sem að ég snéri mig harkalega og slít allt. Ég spila tveimur vikum seinna því úrslitakeppnin var að byrja. Það hefur því aldrei náð að jafna sig,“ sagði Haukur. „Síðan er ég alltaf að snúa mig aftur, aftur og aftur. Þá er þetta stundum að ég er bara að labba þegar ég sný á mér ökklann. Ég finn ekkert fyrir því en næ samt að snúa mig,“ sagði Haukur Helgi. Ekki búinn að sðila körfuboltaleik síðan í mars „Hann sagði bara: Þú þarft að fara í aðgerð. Við getum alveg haldið áfram að gera þetta eins og þú ert búinn að vera að gera þetta en þá ertu alltaf að fara að lenda í þessu. Þetta gerist í mars og ég er ekki búinn að spila körfuboltaleik síðan 10. mars,“ sagði Haukur Helgi. Haukur Helgi fer meiddur af velli í leik með Andorra.Getty „Manni fannst alltaf að maður væri hundrað prósent en maður var það ekki. Ég hef fundið það alltaf meira og meira með árunum. Þegar bakið mitt fór í Svíþjóð þá var ég minna að leita að kontakti hér og þar. Því þá átti ég til að stífna upp að verða alveg handónýtur. Ökklinn minn hefur ekki verið í lagi síðan 2014,“ sagði Haukur Helgi. „Ég meiddi mig ekki en ég var alltaf að snú mig. Það er erfitt að koma sér í rytma þegar maður er alltaf að snúa sig,“ sagði Haukur Helgi Fór í aðferð í Barcelona „Ég fer í aðgerð í Barcelona og þeir segja mér að í rauninni var liðbandið mitt bara pappír. Það var bara fljótandi um þarna og var bara tekið í burtu. Það var síðan fræst smá af innra ökkla beininu. Það var slípað til og innanverða liðbandið var fest aftur,“ sagði Haukur Helgi sem lýsti hvað var gert í aðgerðinni en hann fékk í raun tvö ný liðbönd auk þess var farið að myndast nýtt beint í ökklanum sem var fjarlægt. „Þetta var aðeins meira en þetta átti að verða en gekk allt vel. Eina ástæðan fyrir því að ég er ekki að spila er að ég þurfti að fara í gifs í sex vikur og mátti þá ekki hreyfa hann. Allur vöðvamassinn er farinn og hreyfigetan í ökklanum lítið sem ekki nein. Ég er búinn að vera vinna stöðugt í því að mýkja hann, liðka hann og fá styrk aftur,“ sagði Haukur. Byrjaður að æfa og stefnir á miðjan desember „Ég er byrjaður aðeins að æfa meira, skjóta, hoppa og gera eitthvað. Það er svo sem engin sprengja í karlinum en það kemur vonandi,“ sagði Haukur en hvenær kemur hann aftur? „Þetta er allt að koma og ég stefni á að vera kominn aftur einhvern tímann í desember. Ég er að vonast til að gera komið aftur um miðjan desember. Ég verð að vera kominn til baka fyrir Keflavíkurleikinn því annars held ég að ég verði bara rekinn,“ sagði Haukur. Það má hlusta á allt spjallið við hann með því að smella hér.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira