Íslenski boltinn

Blikar fá liðsstyrk úr Eyjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Clara Sigurðardóttir er komin í grænt.
Clara Sigurðardóttir er komin í grænt. breiðablik

Fótboltakonan Clara Sigurðardóttir er gengin í raðir bikarmeistara Breiðabliks frá ÍBV. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Breiðablik.

Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára hefur Clara spilað fimm tímabil sem fastamaður í liði í efstu deild. Hún er uppalin hjá ÍBV og hefur leikið með liðinu alla sína tíð ef frá er talið tímabilið 2020 þegar hún lék með Selfossi. Clara varð bikarmeistari með ÍBV 2017.

Clara, sem spilar á miðjunni, hefur leikið 83 leiki í efstu deild og skorað níu mörk. Hún á að baki 35 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Clara er fjórði leikmaðurinn sem Breiðablik fær til sín eftir að síðasta tímabili lauk. Áður voru Natasha Moraa Anasi, Alexandra Soree og Karen María Sigurgeirsdóttir komnar í Kópavoginn. Clara og Natasha mega þó ekki spila með Breiðabliki í Meistaradeild Evrópu.

Blikar gerðu markalaust jafntefli við Kharkiv á þriðjudaginn og mæta sama liði á Kópavogsvelli næsta fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×