„Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2021 20:05 Dr. Páll Einarsson, jarðvísindamaður. Vísir/Vilhelm Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að það fari ekki á milli mála að jarðskjálftinn sem reið yfir Suðurlandið í dag hafi verið Suðurlandsskjálfti, en ekki tengdur Heklu. Þetta sagði Páll í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir stöðuna varðandi skjálftann sem reið yfir Suðurlandi í dag. Hann var 5,2 að stærð og voru upptök hans ekki langt frá Heklu. Því beindust margra augu að því hvort að Hekla væri farin að láta á sér kræla. „Þetta er svolítið vandræðalegur staður, það er víst alveg rétt. Þarna mætast tvö virk belti. Annars vegar er eldgosabelti fyrir austan. Hins vegar er það skjálftabeltið úr vestri. Þau stingast þarna saman þannig að þegar kemur skjálfti á þessu svæði þá er maður ekki alveg viss til að byrja með. Er þetta Suðurlandsskjálftabeltið sem er að láta til sín taka eða er þetta eldstöðin fyrir austan að láta til sín heyra?“ sagði Páll. Sagði hann að í þetta sinn færi það ekkert á milli mála. „Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki. Þetta er beint suður af Heklu þannig að mönnum dettur óneitanlega Hekla í hug, það er óhjákvæmilegt þegar maður er nálægt Heklu. En það er margt sem bendir til þess að það séu ekki tengsl þar á milli,“ sagði Páll. Sagði hann að ef Hekla væri að fara gjósa væri óvenjulegt ef svo stjór skjálfti væri undanfari þess. „Byrjanir á Heklugosum eru yfirleitt mjög lítið áberandi á skjáltamælum. Skjálftarnir eru yfirleitt frekar litlir, þeir byrja þétt. Það sem er hins vegar erfitt er það að aðdragandinn að Heklugosum er mjög stuttur. Um leið og það byrja að koma skjálftar í Heklu sjálfri þurfa menn að athuga sinn gang því að það líður kannski ekki nema korter eða hálftími þangað til að gos kemur upp úr Heklu,“ sagði Páll. Enginn gosórói hafi mælst. „Það er ekkert slíkt, enda er þessi skjálfti átta kílómetrum fyrir sunnan Heklu þannig að hann er ekkert í Heklu sjálfri.“ Eldgos og jarðhræringar Vísindi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02 Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20 Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira
Þetta sagði Páll í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir stöðuna varðandi skjálftann sem reið yfir Suðurlandi í dag. Hann var 5,2 að stærð og voru upptök hans ekki langt frá Heklu. Því beindust margra augu að því hvort að Hekla væri farin að láta á sér kræla. „Þetta er svolítið vandræðalegur staður, það er víst alveg rétt. Þarna mætast tvö virk belti. Annars vegar er eldgosabelti fyrir austan. Hins vegar er það skjálftabeltið úr vestri. Þau stingast þarna saman þannig að þegar kemur skjálfti á þessu svæði þá er maður ekki alveg viss til að byrja með. Er þetta Suðurlandsskjálftabeltið sem er að láta til sín taka eða er þetta eldstöðin fyrir austan að láta til sín heyra?“ sagði Páll. Sagði hann að í þetta sinn færi það ekkert á milli mála. „Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki. Þetta er beint suður af Heklu þannig að mönnum dettur óneitanlega Hekla í hug, það er óhjákvæmilegt þegar maður er nálægt Heklu. En það er margt sem bendir til þess að það séu ekki tengsl þar á milli,“ sagði Páll. Sagði hann að ef Hekla væri að fara gjósa væri óvenjulegt ef svo stjór skjálfti væri undanfari þess. „Byrjanir á Heklugosum eru yfirleitt mjög lítið áberandi á skjáltamælum. Skjálftarnir eru yfirleitt frekar litlir, þeir byrja þétt. Það sem er hins vegar erfitt er það að aðdragandinn að Heklugosum er mjög stuttur. Um leið og það byrja að koma skjálftar í Heklu sjálfri þurfa menn að athuga sinn gang því að það líður kannski ekki nema korter eða hálftími þangað til að gos kemur upp úr Heklu,“ sagði Páll. Enginn gosórói hafi mælst. „Það er ekkert slíkt, enda er þessi skjálfti átta kílómetrum fyrir sunnan Heklu þannig að hann er ekkert í Heklu sjálfri.“
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02 Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20 Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira
Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02
Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20
Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29