Blendin viðbrögð við aðgerðum: Farsóttanefnd ánægð en veitingamenn á öðru máli Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Árni Sæberg skrifa 12. nóvember 2021 21:55 Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans en Hrefna Sverrisdóttir er formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Þær eru ekki sammála um ágæti aðgerða. Stöð 2 Farsóttanefnd Landspítalans lýsir yfir ánægju með aðgerðir dagsins. Það sé mjög líklegt að þær leiði til þess að hægt verði að ná tökum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Viðburðahaldarar segjast verða fyrir tjóni en geta þó haldið jólatónleika. Fjórða daginn í röð greindist mikill fjöldi með Covid-19 í gær eða 176, ríflega helmingur var utan sóttkvíar. Nú eru 23 á sjúkrahúsi 4 á gjörgæslu og einn í öndunarvél. „Geðþjónustudeild og heila-tauga-og bæklunarskurðdeild spítalans eru lokaðar vegna smits hjá sjúklingum. Þá kom upp smit í skrifstofuhúsnæði Landspítalans í Skaftahlíð í gær þar sem yfirstjórnin starfar. Smitrakning stendur yfir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans, en hún er ánægð með þær sóttvarnaraðgerðir sem kynntar voru í dag. „Okkur líst mjög vel á þessar aðgerðir og teljum mjög líklegt að með þeim náum við tökum á bylgjunni sem er það sem er bráðnauðsynlegt að gera,“ segi hún. Hún segir álag á spítalanum ekki eingöngu vegna fjölgunar sjúklinga með Covid. „Göngudeildin fjöldinn þar og vinnan í kringum þann hóp. Smitrakningin innanhúss og fjöldi starfsmanna í einangrun og sóttkví er það sem veldur okkur hvað mestum búsifjum þessa dagana,“ segir Hildur. Aðgerðirnar hlutu mun blendnari viðtökur hjá viðburðahöldurum „Þetta er enn einn hræðilegur dagurinn. Þar sem við erum að reyna að skilja reglurnar,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðasviðs Senu. Hann er þó ánægður með að ekki hafi verið gengið enn lengra í sóttvarnaraðgerðum. „Það er alveg greinilegt að það er búið að hlusta á okkur. Þau hafa okkur í huga, það er hent til okkar líflínu. Það að fá líflínu þar sem það má vera með 500 manna afmörkuð svæði gegn því að allir fari í hraðpróf. Þetta þýðir að við getum haldið jólatónleika,“ segir Ísleifur. Hins vegar er líklegt að stórtónleikum þekktasta tenórs heimsins, Andrea Bocelli, verði frestað. „Þetta er alvöru tjón því við erum búinn að fara út í svo mikinn kostnað,“ segir Ísleifur. Þungt hljóð í veitingamönnum Hrefna Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir veitingamenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með tíðindi dagsins. „Sérstaklega á þessum tímapunkti þar sem við erum öll að detta inn í jólavertíðina sem er stærsti mánuður ársins hjá veitingamönnum,“ segir hún. Þá telur hún að með aðgerðunum sé verið að aðlaga samfélagið að bágri stöðu Landspítalans. „Að stjórnvöld séu ekki í stakk búin að binda þannig um hnútana að við getum tekið á við þessa veiru með öðrum hætti en að setja kvaðir á atvinnulífið,“ Fyrirtæki í veitingageiranum séu rúmlega eitt þúsund og starfsmenn um tíu þúsund. Því hafi aðgerðirnar áhrif á stóran hóp fólks. Hún segir fólk í geiranum vera kvíðið og að það standi frammi fyrir mjög miklum rekstrarlegum áskorunum. „Endurskipulagning, hólfaskipting, taka niður símanúmer og annað eins. Þannig þetta hefur gríðarleg áhrif á allt, bæði reksturinn og starfsemina sjálfa en ekki síður starfsfólkið,“ segir Hrefna. Að lokum segir Hrefna að haldist sóttvarnaraðgerðir í núverandi mynd munu allir þurfa að breyta áætlunum sínum á aðventunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Veitingastaðir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Fjórða daginn í röð greindist mikill fjöldi með Covid-19 í gær eða 176, ríflega helmingur var utan sóttkvíar. Nú eru 23 á sjúkrahúsi 4 á gjörgæslu og einn í öndunarvél. „Geðþjónustudeild og heila-tauga-og bæklunarskurðdeild spítalans eru lokaðar vegna smits hjá sjúklingum. Þá kom upp smit í skrifstofuhúsnæði Landspítalans í Skaftahlíð í gær þar sem yfirstjórnin starfar. Smitrakning stendur yfir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans, en hún er ánægð með þær sóttvarnaraðgerðir sem kynntar voru í dag. „Okkur líst mjög vel á þessar aðgerðir og teljum mjög líklegt að með þeim náum við tökum á bylgjunni sem er það sem er bráðnauðsynlegt að gera,“ segi hún. Hún segir álag á spítalanum ekki eingöngu vegna fjölgunar sjúklinga með Covid. „Göngudeildin fjöldinn þar og vinnan í kringum þann hóp. Smitrakningin innanhúss og fjöldi starfsmanna í einangrun og sóttkví er það sem veldur okkur hvað mestum búsifjum þessa dagana,“ segir Hildur. Aðgerðirnar hlutu mun blendnari viðtökur hjá viðburðahöldurum „Þetta er enn einn hræðilegur dagurinn. Þar sem við erum að reyna að skilja reglurnar,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðasviðs Senu. Hann er þó ánægður með að ekki hafi verið gengið enn lengra í sóttvarnaraðgerðum. „Það er alveg greinilegt að það er búið að hlusta á okkur. Þau hafa okkur í huga, það er hent til okkar líflínu. Það að fá líflínu þar sem það má vera með 500 manna afmörkuð svæði gegn því að allir fari í hraðpróf. Þetta þýðir að við getum haldið jólatónleika,“ segir Ísleifur. Hins vegar er líklegt að stórtónleikum þekktasta tenórs heimsins, Andrea Bocelli, verði frestað. „Þetta er alvöru tjón því við erum búinn að fara út í svo mikinn kostnað,“ segir Ísleifur. Þungt hljóð í veitingamönnum Hrefna Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir veitingamenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með tíðindi dagsins. „Sérstaklega á þessum tímapunkti þar sem við erum öll að detta inn í jólavertíðina sem er stærsti mánuður ársins hjá veitingamönnum,“ segir hún. Þá telur hún að með aðgerðunum sé verið að aðlaga samfélagið að bágri stöðu Landspítalans. „Að stjórnvöld séu ekki í stakk búin að binda þannig um hnútana að við getum tekið á við þessa veiru með öðrum hætti en að setja kvaðir á atvinnulífið,“ Fyrirtæki í veitingageiranum séu rúmlega eitt þúsund og starfsmenn um tíu þúsund. Því hafi aðgerðirnar áhrif á stóran hóp fólks. Hún segir fólk í geiranum vera kvíðið og að það standi frammi fyrir mjög miklum rekstrarlegum áskorunum. „Endurskipulagning, hólfaskipting, taka niður símanúmer og annað eins. Þannig þetta hefur gríðarleg áhrif á allt, bæði reksturinn og starfsemina sjálfa en ekki síður starfsfólkið,“ segir Hrefna. Að lokum segir Hrefna að haldist sóttvarnaraðgerðir í núverandi mynd munu allir þurfa að breyta áætlunum sínum á aðventunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Veitingastaðir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira