Solterra frumraun Subaru í rafbílaframleiðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. nóvember 2021 07:01 Subaru Solterra, frumraun Subaru í rafbílaframleiðslu. Subaru kynnti í vikunni rafjepplinginn Solterra, bíllinn er ávöxtur samstarfs Subaru og Toyota. Rétt eins og þegar Subaru og og Toyota framleiddu eins bíla í BRZ og GT86 þá eru þessir bílar, Solterra og Toyota bZ4X nánast alveg eins. Solterra verður til í framhjóla- og fjórhjóladrifs útgáfum, hann verður 210 hestöfl í framhjóladrifsútgáfu og 214 hestöfl með fjórhjóladrifi. Útgáfurnar eru sitthvoru megin við 2 tonn, augljóslega er framhjóladrifs bíllinn talsvert léttari, eða 90 kg. léttari. Innra rými í Subaru Solterra. Drægni og rafhlaða Framhjóladrifsbíllinn mun komast um 530 km á fullri hleðslu en fjórhjóladrifsbíllinn mun komast um 460 km. Báðar útfærslur munu nota sömu 71,4 kWh rafhlöðurnar. Bæði Toyota og Subaru eru frekar sein í rafjepplinga-leikinn. Sameinaðir kraftar þeirra eru þó frekar áhugaverð blanda. Fáir ef einhverjir framleiðendur vita meira um fjórhjóladrif en Subaru. Á meðan Toyota hefur varið síðustu þremur áratugum í að fullkomna rafhlöðutækni, sem hefur hingað til nýst tvinnbílum þeirra. Solterra séður frá hlið. Sagt hefur verið um þessa rafhlöður að þær muni einungis missa 10% af getu sinni á tíu árum eða 240.000 km. Það er eitthvað sem er nánast óþekkt í þessum bransa. Þá getur Solterra (og bZ4X) tekið inn 150 kW hleðslu og þar með hlaðið upp í um 80% drægni á hálftíma. Vistvænir bílar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Solterra verður til í framhjóla- og fjórhjóladrifs útgáfum, hann verður 210 hestöfl í framhjóladrifsútgáfu og 214 hestöfl með fjórhjóladrifi. Útgáfurnar eru sitthvoru megin við 2 tonn, augljóslega er framhjóladrifs bíllinn talsvert léttari, eða 90 kg. léttari. Innra rými í Subaru Solterra. Drægni og rafhlaða Framhjóladrifsbíllinn mun komast um 530 km á fullri hleðslu en fjórhjóladrifsbíllinn mun komast um 460 km. Báðar útfærslur munu nota sömu 71,4 kWh rafhlöðurnar. Bæði Toyota og Subaru eru frekar sein í rafjepplinga-leikinn. Sameinaðir kraftar þeirra eru þó frekar áhugaverð blanda. Fáir ef einhverjir framleiðendur vita meira um fjórhjóladrif en Subaru. Á meðan Toyota hefur varið síðustu þremur áratugum í að fullkomna rafhlöðutækni, sem hefur hingað til nýst tvinnbílum þeirra. Solterra séður frá hlið. Sagt hefur verið um þessa rafhlöður að þær muni einungis missa 10% af getu sinni á tíu árum eða 240.000 km. Það er eitthvað sem er nánast óþekkt í þessum bransa. Þá getur Solterra (og bZ4X) tekið inn 150 kW hleðslu og þar með hlaðið upp í um 80% drægni á hálftíma.
Vistvænir bílar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent