Tunglmyrkvi sjáanlegur á föstudag ef veður leyfir Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 11:51 Tunglmyrkvi sem sást yfir Reykjavík árið 2010. Vísir/Egill Íslendingar geta barið deildarmyrkva á tungli augum á föstudagsmorgun ef veðurguðirnir verða samvinnuþýðir. Eins og sakir standa benda verðurspár til þess að þeir verði með mótþróa. Deildarmyrkvinn hefst klukkan 7:19 og verður í hámarki klukkan 9:03, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Tunglið sest klukkan 10:20 áður en myrkvanum lýkur. Þegar myrkvinn stendur sem hæst verða 97% skífu tunglsins í skugga. Ólíkt sólmyrkva þarf engin hjálpartæki til að fylgjast með tunglmyrkvanum en ekki er verra að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til þess að bæta upplifunina enn frekar. Útlit er þó fyrir að veðrið setji strik í reikninginn. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gert sé ráð fyrir slyddu eða rigningu með köflum á suðurhelmingi landsins en snjókomu norðanlands. Ekki væri þó fordæmalaust á Íslandi að veðurhorfur tækju breytingum eftir því sem nær dregur. Þegar myrkvinn verður í hámarki fær tunglið á sig rauðleitan blæ en litinn má rekja til sólarljóss sem berst í gegnum andrúmsloft jarðar. Á föstudagsmorgun verður tunglið lágt á lofti í vestri en nærri sjóndeildarhringnum í vestnorðvestri þegar hann er í hámarki. Þá verður byrjað að birta af degi. Myrkvinn er sagður óvenjulangur vegna þess að tunglið er nú nálægt því að vera eins langt frá jörðinni og það verður, í tæplega 405.000 kílómetra fjarlægð. Myrkvinn er raunar sá lengsti frá því á 15. öld og stendur hann yfir í rúmar sex klukkustundir. Síðast varð svo langur tunglmyrkvi í febrúar árið 1440. Næsti sambærilegi myrkvi verður 8. febrúar árið 2669. Tunglmyrkvar verða þegar tunglið gengur í gegnum skuggann sem jörðin varpar út í geim. Þeir sjást því aðeins á fullu tungli og frá allri næturhlið jarðar á sama tíma. Geimurinn Tunglið Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Deildarmyrkvinn hefst klukkan 7:19 og verður í hámarki klukkan 9:03, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Tunglið sest klukkan 10:20 áður en myrkvanum lýkur. Þegar myrkvinn stendur sem hæst verða 97% skífu tunglsins í skugga. Ólíkt sólmyrkva þarf engin hjálpartæki til að fylgjast með tunglmyrkvanum en ekki er verra að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til þess að bæta upplifunina enn frekar. Útlit er þó fyrir að veðrið setji strik í reikninginn. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gert sé ráð fyrir slyddu eða rigningu með köflum á suðurhelmingi landsins en snjókomu norðanlands. Ekki væri þó fordæmalaust á Íslandi að veðurhorfur tækju breytingum eftir því sem nær dregur. Þegar myrkvinn verður í hámarki fær tunglið á sig rauðleitan blæ en litinn má rekja til sólarljóss sem berst í gegnum andrúmsloft jarðar. Á föstudagsmorgun verður tunglið lágt á lofti í vestri en nærri sjóndeildarhringnum í vestnorðvestri þegar hann er í hámarki. Þá verður byrjað að birta af degi. Myrkvinn er sagður óvenjulangur vegna þess að tunglið er nú nálægt því að vera eins langt frá jörðinni og það verður, í tæplega 405.000 kílómetra fjarlægð. Myrkvinn er raunar sá lengsti frá því á 15. öld og stendur hann yfir í rúmar sex klukkustundir. Síðast varð svo langur tunglmyrkvi í febrúar árið 1440. Næsti sambærilegi myrkvi verður 8. febrúar árið 2669. Tunglmyrkvar verða þegar tunglið gengur í gegnum skuggann sem jörðin varpar út í geim. Þeir sjást því aðeins á fullu tungli og frá allri næturhlið jarðar á sama tíma.
Geimurinn Tunglið Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira