Með ólæknandi krabbamein en einstakt viðhorf Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2021 11:31 Hjörleifur og Anna eru með eindæmum jákvæð í gegnum erfiðasta verkefni lífsins. Það er mikil jákvæðni og gleði sem umkringir Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur og fjölskyldu hennar, þrátt fyrir að þau standi frammi fyrir einni stærstu áskorun sem fyrir finnst. Anna Dröfn er með ólæknandi krabbamein, en er með einstakt viðhorf og tekst á við verkefnið með eiginmanni sínum og börnum, sem hafa fylgt henni hvert fótmál og tekið þátt í baráttunni með ýmsum hætti. Anna Dröfn hefur talað opinskátt um baráttu sína við meinið á Instagram síðu sinni undir myllumerkinu #látumdælunaganga og í Facebook-hópnum Föruneyti hringsins. Rætt var við Önnu Dröfn, eiginmann hennar og börn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég finn hnútinn hjá mér 2015 í desember á afmælisdegi dóttur minnar og leita inn á Krabbameinsfélag og fæ greininguna í janúar um að þetta væri orðið þriðju gráðu illkynja krabbamein komið inn í holhöndina líka, brjóstakrabbamein. Við erum svo í átján mánuði í meðferð. Þá var ég búin að fara í 22 lyfjameðferðir og 33 geislameðferðir og eina aðgerð,“ segir Anna. Anna Dröfn ákvað strax að vera ekki feimin við að tala um meinið og stofnaði Facebook hópinn þar sem hún deildi öllum fréttum af meðferðinni og því sem var að gerast hverju sinni. „Á mjög stuttum tíma voru komnir þarna um fjögur hundruð af mínum nánustu vinum komnir í hópinn,“ segir Anna og þau hjónin hlægja. Ekkert kjaftæði „Þarna talaði ég ekki öðruvísi en ég talaði við krakkana mína eða tengdaforeldra. Þarna komu bara fram almennar upplýsingar,“ segir Anna og bætir eiginmaður hennar Hjörleifur Stefánsson við; „Þarna varð til no bullshit stefnan okkar.“ En er ekki erfitt að halda í húmorinn á erfiðum dögum? „Þetta eru svo súrrealískar aðstæður að þú getur ekki annað en séð það fyndna. Einhver tímann fór ég í skoðun og það var of mikið af blóði. Ég spyr hvort ég eigi þá að fara á fjöll og fékk þá svarið, nei en farðu í kafbát ef þú getur. Hvernig getur maður annað en viðhaldið húmor í svona aðstæðum.“ Það sem Önnu og Hjörleifi fannst frá upphafi skipta miklu máli var að halda börnunum sínum upplýstum um stöðu mála. „Ég sagði bara við strákana, heyrðu ég er hérna með hnút. Viljið þið finna? Þetta er eitthvað skrýtið, ég held ég panti mér bara tíma hjá lækni. Þeir voru með alveg frá fyrstu. Þau eru besta teymið. Ef þú ætlar að hafa einhvern með þér í þessu, þá eru það þínir nánustu, þínir allra nánustu,“ segir Anna. „Þau eru bara svo mögnuð. Þau eru bara svo miklu klárari heldur en almennt samfélag og börn skilja og geta meira heldur en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Hjörleifur. Börnin hafa tekið þátt á ýmsan hátt, þar á meðal með því að bæta inn lögum á lagalista mömmu sinnar Ég dey ekki í dag sem hún hlustar á á leið í lyfjameðferðir og það er augljóst að þau deila húmor foreldra sinna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Anna Dröfn er með ólæknandi krabbamein, en er með einstakt viðhorf og tekst á við verkefnið með eiginmanni sínum og börnum, sem hafa fylgt henni hvert fótmál og tekið þátt í baráttunni með ýmsum hætti. Anna Dröfn hefur talað opinskátt um baráttu sína við meinið á Instagram síðu sinni undir myllumerkinu #látumdælunaganga og í Facebook-hópnum Föruneyti hringsins. Rætt var við Önnu Dröfn, eiginmann hennar og börn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég finn hnútinn hjá mér 2015 í desember á afmælisdegi dóttur minnar og leita inn á Krabbameinsfélag og fæ greininguna í janúar um að þetta væri orðið þriðju gráðu illkynja krabbamein komið inn í holhöndina líka, brjóstakrabbamein. Við erum svo í átján mánuði í meðferð. Þá var ég búin að fara í 22 lyfjameðferðir og 33 geislameðferðir og eina aðgerð,“ segir Anna. Anna Dröfn ákvað strax að vera ekki feimin við að tala um meinið og stofnaði Facebook hópinn þar sem hún deildi öllum fréttum af meðferðinni og því sem var að gerast hverju sinni. „Á mjög stuttum tíma voru komnir þarna um fjögur hundruð af mínum nánustu vinum komnir í hópinn,“ segir Anna og þau hjónin hlægja. Ekkert kjaftæði „Þarna talaði ég ekki öðruvísi en ég talaði við krakkana mína eða tengdaforeldra. Þarna komu bara fram almennar upplýsingar,“ segir Anna og bætir eiginmaður hennar Hjörleifur Stefánsson við; „Þarna varð til no bullshit stefnan okkar.“ En er ekki erfitt að halda í húmorinn á erfiðum dögum? „Þetta eru svo súrrealískar aðstæður að þú getur ekki annað en séð það fyndna. Einhver tímann fór ég í skoðun og það var of mikið af blóði. Ég spyr hvort ég eigi þá að fara á fjöll og fékk þá svarið, nei en farðu í kafbát ef þú getur. Hvernig getur maður annað en viðhaldið húmor í svona aðstæðum.“ Það sem Önnu og Hjörleifi fannst frá upphafi skipta miklu máli var að halda börnunum sínum upplýstum um stöðu mála. „Ég sagði bara við strákana, heyrðu ég er hérna með hnút. Viljið þið finna? Þetta er eitthvað skrýtið, ég held ég panti mér bara tíma hjá lækni. Þeir voru með alveg frá fyrstu. Þau eru besta teymið. Ef þú ætlar að hafa einhvern með þér í þessu, þá eru það þínir nánustu, þínir allra nánustu,“ segir Anna. „Þau eru bara svo mögnuð. Þau eru bara svo miklu klárari heldur en almennt samfélag og börn skilja og geta meira heldur en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Hjörleifur. Börnin hafa tekið þátt á ýmsan hátt, þar á meðal með því að bæta inn lögum á lagalista mömmu sinnar Ég dey ekki í dag sem hún hlustar á á leið í lyfjameðferðir og það er augljóst að þau deila húmor foreldra sinna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira