Aðventusælgæti Omnom rýkur út Omnom 22. nóvember 2021 08:55 Súkkulaðigerðin Omnom kemur öllum í jólaskap með vetrarlínunni. Omnom er vefverslun vikunnar á Vísi „Fólk þarf að hafa hraðar hendur. Í fyrra seldist línan öll upp áður en desember gekk í garð. Árstíðabundnu vörurnar eru framleiddar í takmörkuðu upplagi,“ segir Kjartan Gíslason, annar eigenda súkkulaðigerðarinnar Omnom en vetrar- og aðventunammið ríkur nú úr hillunum, enda um einstakt gúmmelaði að ræða. „Okkur langar til að þróa okkur enn meira áfram með jólavörur. Súkkulaði býður upp á óþrjótandi valmöguleika til að vinna úr og innblásturinn kemur oft yfir okkur á aðventunni,“ segir Kjartan. „Þetta er annað árið sem við búum til Aðventuöskjuna en hún inniheldur fjórar tegundir sem hægt er að vinna sig í gegnum, eins og þegar við kveikjum á einu aðventukerti í einu,“ segir Kjartan. Aðventuaskjan inniheldur ristaðar möndlur sem hjúpaðar eru með madagaskar súkkulaði og þurrkuðum hindberjum, mokkasúkkulaðirúsínur sem legið hafa í rommi í fjóra mánuði, saltaðar möndlur sem hjúpaðar eru með hvítu saltkaramellusúkkulaði og reyktar heslihnetur með dökku Níkaragúasúkkulaði. Þá nýtur Vetrarlínan, fyrsta jólavara Omnom alltaf mikilla vinsælda. „Vetrarlínan er búin til úr okkar uppáhaldsbragði hér á Omnom,“ segir Kjartan. „Vetrarlínan inniheldur dökkt madagaskarsúkkulaði með hindberjum og nibbum, mjólkursúkkulaði með okkar eigin piparkökuuppskrift með Cayenne pipar og svo hvítt súkkulaði sem við kryddum með appelsínuberki og malthveiti. Við setjum vetrarlínuna alltaf í nýjan búning fyrir hver jól og í ár myndskreytti listakonan Jórinde línuna. Við erum einnig með útfærslu af uppáhalds jólasmáköku Íslendinga í ísbúðinni, þá bökum við sörur, með kaffisúkkulaði og vanillukremi og ofan á fer mulningur af heslihnetum. Þessi réttur er í sölu fram yfir jól.“ Omnom hefur skipað sér rækilegan sess í sælgætisflóru landsins en átta ár eru síðan fyrstu súkkulaðimolarnir komu á markað. Áhersla er lögð á gæði og hefur fyrirtækið blómstrað ár frá ári og haslað sér völl á erlendum markaði. „Við notum ekki hvaða kakóbaunir sem er og kaupum beint af bændum. Við stöndum fyrir það að búa til súkkulaði frá grunni og vildum breyta hugmyndum fólks um hvað súkkulaði er,“ segir Kjartan. „Við fengum mikla umfjöllun þegar leikarinn Zac Efron fjallaði um Omnom á síðast ári og í kjölfarið sprakk netverslunin í Bandaríkjunum út. Covid opnaði á stærri markað fyrir okkur, fólk var heima og pantaði á netinu. Þessi tími hefur einnig gefið okkur andrými til að marka okkur skýrari stefnu. Við erum bjartsýn á framhaldið,“ segir Kjartan. Vetrarlínuna og Aðventuöskuna er hægt að nálagst hér. Jól Matur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
„Fólk þarf að hafa hraðar hendur. Í fyrra seldist línan öll upp áður en desember gekk í garð. Árstíðabundnu vörurnar eru framleiddar í takmörkuðu upplagi,“ segir Kjartan Gíslason, annar eigenda súkkulaðigerðarinnar Omnom en vetrar- og aðventunammið ríkur nú úr hillunum, enda um einstakt gúmmelaði að ræða. „Okkur langar til að þróa okkur enn meira áfram með jólavörur. Súkkulaði býður upp á óþrjótandi valmöguleika til að vinna úr og innblásturinn kemur oft yfir okkur á aðventunni,“ segir Kjartan. „Þetta er annað árið sem við búum til Aðventuöskjuna en hún inniheldur fjórar tegundir sem hægt er að vinna sig í gegnum, eins og þegar við kveikjum á einu aðventukerti í einu,“ segir Kjartan. Aðventuaskjan inniheldur ristaðar möndlur sem hjúpaðar eru með madagaskar súkkulaði og þurrkuðum hindberjum, mokkasúkkulaðirúsínur sem legið hafa í rommi í fjóra mánuði, saltaðar möndlur sem hjúpaðar eru með hvítu saltkaramellusúkkulaði og reyktar heslihnetur með dökku Níkaragúasúkkulaði. Þá nýtur Vetrarlínan, fyrsta jólavara Omnom alltaf mikilla vinsælda. „Vetrarlínan er búin til úr okkar uppáhaldsbragði hér á Omnom,“ segir Kjartan. „Vetrarlínan inniheldur dökkt madagaskarsúkkulaði með hindberjum og nibbum, mjólkursúkkulaði með okkar eigin piparkökuuppskrift með Cayenne pipar og svo hvítt súkkulaði sem við kryddum með appelsínuberki og malthveiti. Við setjum vetrarlínuna alltaf í nýjan búning fyrir hver jól og í ár myndskreytti listakonan Jórinde línuna. Við erum einnig með útfærslu af uppáhalds jólasmáköku Íslendinga í ísbúðinni, þá bökum við sörur, með kaffisúkkulaði og vanillukremi og ofan á fer mulningur af heslihnetum. Þessi réttur er í sölu fram yfir jól.“ Omnom hefur skipað sér rækilegan sess í sælgætisflóru landsins en átta ár eru síðan fyrstu súkkulaðimolarnir komu á markað. Áhersla er lögð á gæði og hefur fyrirtækið blómstrað ár frá ári og haslað sér völl á erlendum markaði. „Við notum ekki hvaða kakóbaunir sem er og kaupum beint af bændum. Við stöndum fyrir það að búa til súkkulaði frá grunni og vildum breyta hugmyndum fólks um hvað súkkulaði er,“ segir Kjartan. „Við fengum mikla umfjöllun þegar leikarinn Zac Efron fjallaði um Omnom á síðast ári og í kjölfarið sprakk netverslunin í Bandaríkjunum út. Covid opnaði á stærri markað fyrir okkur, fólk var heima og pantaði á netinu. Þessi tími hefur einnig gefið okkur andrými til að marka okkur skýrari stefnu. Við erum bjartsýn á framhaldið,“ segir Kjartan. Vetrarlínuna og Aðventuöskuna er hægt að nálagst hér.
Jól Matur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira