Skemmtilegast að fara á bak – leiðinlegast að moka undan hestunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2021 20:16 Birnu Marínu Halldórsdóttur, 11 ára finnst miklu skemmtilegra að fara á hestbak en að þurfa að moka skítinn undan hestunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá krökkum á Selfossi að geta nú fengið að komast inn í félagshesthús Hestamannafélagsins Sleipnis þar sem krakkarnir fá hest og reiðtygi til afnota, auk þess að fá reiðkennslu. Þá þurfa krakkarnir að moka undan hestunum, kemba þeim og hugsa um þá í félagshesthúsinu. Félagshesthús Sleipnis er hugsað fyrir krakka á aldrinum 12 til 16 ára, sem eiga ekki foreldra eða forráðamenn, sem eru í hestum. Það er dýrt að kaupa og halda hest og því var ákveðið að bjóða upp á þennan valkost, sem hefur heldur betur slegið í gegn því nú eru tólf krakkar í þessu verkefni hjá Sleipni. Fyrirmyndin er m.a. sótt til Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. „Það er náttúrulega mikið um hestamennsku hér og við lítum svo á að með þessu verkefni séum við svolítið að hjálpa börnum að komast í hestaíþróttir því það hefur verið frekar erfitt þegar það eru ekki til hestur og engin í fjölskyldunni í hestamennsku. Þetta er svona brúin þar fyrir þau að komast inn í það,“ segir Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis. Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis, sem er alsæl með félagshesthús félagsins og starfsemina þar sem hefur slegið í gegn hjá börnum og unglingum. Mánaðargjald er 32.500 krónur og innifalið er öll reiðtygi, hestur, reiðkennsla og aðgangur að frábæru æskulýðsstarfi Sleipnis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æskulýðsnefnd Sleipnis hefur verið að sópa að sér bikurum og öðrum verðlaunum undanfarið fyrir frábært starf. Nefndin fékk til dæmis nýlega hinn eftirsótta Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna. „Já, við höfum fengið mikið að verðlaunum í ár og það er bara frábært að fá þann heiður og metnað fyrir starfinu, að fá það viðurkennt. Börnin eru framtíðin í hestamannafélaginu, unga kynslóðin, þannig að við eigum að styðja við hana,“ segir Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis. Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis er stolt af starfsemi nefndarinnar og hvað vel gengur að ná til barna og unglinga í hestamennskunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í reiðhöll Sleipnis fá krakkarnir kennslu í undirstöðuatriðum í reiðmennsku undir stjórn menntaðra reiðkennara. Krakkarnir í félagshesthúsinu er alsæl með framtak Sleipnis og að fá að vera með lánshesta og sjá um umhirðu þeirra. „Þetta er mjög gaman því við erum að læra allt það helsta um hesta og umhirðu þeirra,“ segir Eva Sóley Guðmundsdóttir 11 ára. En hvað er skemmtilegast við hestana og hvað er það leiðinlegasta? „Að fara á hestbak en leiðinlegast er að moka skítinn undan þeim“, segir Birna Marín Halldórsdóttir 11 ára. Eva Sóley Guðmundsdóttir, 11 ára finnst frábært að fara á hestbak og sjá um hestinn, sem hún er með í félagshesthúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Félagshesthús Sleipnis er hugsað fyrir krakka á aldrinum 12 til 16 ára, sem eiga ekki foreldra eða forráðamenn, sem eru í hestum. Það er dýrt að kaupa og halda hest og því var ákveðið að bjóða upp á þennan valkost, sem hefur heldur betur slegið í gegn því nú eru tólf krakkar í þessu verkefni hjá Sleipni. Fyrirmyndin er m.a. sótt til Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. „Það er náttúrulega mikið um hestamennsku hér og við lítum svo á að með þessu verkefni séum við svolítið að hjálpa börnum að komast í hestaíþróttir því það hefur verið frekar erfitt þegar það eru ekki til hestur og engin í fjölskyldunni í hestamennsku. Þetta er svona brúin þar fyrir þau að komast inn í það,“ segir Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis. Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis, sem er alsæl með félagshesthús félagsins og starfsemina þar sem hefur slegið í gegn hjá börnum og unglingum. Mánaðargjald er 32.500 krónur og innifalið er öll reiðtygi, hestur, reiðkennsla og aðgangur að frábæru æskulýðsstarfi Sleipnis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æskulýðsnefnd Sleipnis hefur verið að sópa að sér bikurum og öðrum verðlaunum undanfarið fyrir frábært starf. Nefndin fékk til dæmis nýlega hinn eftirsótta Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna. „Já, við höfum fengið mikið að verðlaunum í ár og það er bara frábært að fá þann heiður og metnað fyrir starfinu, að fá það viðurkennt. Börnin eru framtíðin í hestamannafélaginu, unga kynslóðin, þannig að við eigum að styðja við hana,“ segir Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis. Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis er stolt af starfsemi nefndarinnar og hvað vel gengur að ná til barna og unglinga í hestamennskunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í reiðhöll Sleipnis fá krakkarnir kennslu í undirstöðuatriðum í reiðmennsku undir stjórn menntaðra reiðkennara. Krakkarnir í félagshesthúsinu er alsæl með framtak Sleipnis og að fá að vera með lánshesta og sjá um umhirðu þeirra. „Þetta er mjög gaman því við erum að læra allt það helsta um hesta og umhirðu þeirra,“ segir Eva Sóley Guðmundsdóttir 11 ára. En hvað er skemmtilegast við hestana og hvað er það leiðinlegasta? „Að fara á hestbak en leiðinlegast er að moka skítinn undan þeim“, segir Birna Marín Halldórsdóttir 11 ára. Eva Sóley Guðmundsdóttir, 11 ára finnst frábært að fara á hestbak og sjá um hestinn, sem hún er með í félagshesthúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira