Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2021 23:50 Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri er forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði. Arnar Halldórsson Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. Í frétt Stöðvar 2 var dæmið frá Eskifirði rifjað upp þegar tveir synir Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka, seldu hlut sinn í Eskju. Sölunni var í grein Reynis Traustasonar í tímaritinu Mannlífi árið 2007 lýst svo að kvóti Alla ríka hefði farið til London, synirnir sagðir lifa þar í vellystingum meðan Eskifjörður væri í uppnámi. Báðir mótmæltu þeir skrifunum á sínum tíma og sögðu þau gróusögur og uppspuna, útúrsnúninga, rangfærslur og sleggjudóma. Annar sonurinn, Kristinn, er aftur fluttur heim á Eskifjörð. Kristinn Aðalsteinsson, fjárfestir á Eskifirði.Arnar Halldórsson „Mér fannst aldrei sjálfum gagnrýnisvert þó að ég seldi fyrirtæki sem var í sjávarútvegi. Ekki frekar en að þetta hefði bara verið hlutur í Hagkaupum eða einhverju slíku,“ segir Kristinn Aðalsteinsson, sem núna starfar sem fjárfestir. -Þú varst ekki að taka út kvótagróðann? „Nei, nei. Enda.. sko, það hefði nú verið svolítið skrítið ef ég hefði gefið það. Það hefði nú verið sennilega talað verr um mig þá,“ svarar Kristinn. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, Eydís Ásbjörnsdóttir, leiddi lista félagshyggjufólk en hún kemur úr Samfylkingunni, sem vill hærri kvótagjöld. Samfylkingarkonan Eydís Ásbjörnsdóttir er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar en hún er oddviti L-lista félagshyggjufólks.Arnar Halldórsson „Þá erum við að tala um stærstu fyrirtækin, ca. 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin,“ segir Eydís. Þrjú fyrirtækjanna eru í Fjarðabyggð. Telur hún að hærri kvótaskattur kæmi niður á samfélögum eins og þar? „Nei, það held ég ekki. Það myndi nýtast, - koma þjóðinni til gagns,“ svarar Eydís. Við spyrjum Þorstein Kristjánsson, tengdason Alla ríka, sem í dag er aðaleigandi Eskju, hvort skapa megi meiri sátt um kvótakerfið. Guðrún Þorkelsdóttir SU, eitt af skipum Eskju, á loðnuveiðum.KMU „Ég hef nú oftar en ekki heyrt að þessi gjaldtaka sé of lág. Það má vel vera,“ segir Þorsteinn. -Þú værir alveg til í að borga meira fyrir kvótann? „Stundum er það, já. Stundum getum við borgað meira. Þetta fer svolítið eftir mörkuðunum sem við sjáum ekki fyrir. Við sjáum ekki þegar lagt er á okkur veiðileyfagjaldið hvað við losnum við fiskinn á,“ svarar Þorsteinn. Fjallað var um arfleifð Alla ríka í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Sjávarútvegur Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. 30. ágúst 2021 20:58 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 var dæmið frá Eskifirði rifjað upp þegar tveir synir Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka, seldu hlut sinn í Eskju. Sölunni var í grein Reynis Traustasonar í tímaritinu Mannlífi árið 2007 lýst svo að kvóti Alla ríka hefði farið til London, synirnir sagðir lifa þar í vellystingum meðan Eskifjörður væri í uppnámi. Báðir mótmæltu þeir skrifunum á sínum tíma og sögðu þau gróusögur og uppspuna, útúrsnúninga, rangfærslur og sleggjudóma. Annar sonurinn, Kristinn, er aftur fluttur heim á Eskifjörð. Kristinn Aðalsteinsson, fjárfestir á Eskifirði.Arnar Halldórsson „Mér fannst aldrei sjálfum gagnrýnisvert þó að ég seldi fyrirtæki sem var í sjávarútvegi. Ekki frekar en að þetta hefði bara verið hlutur í Hagkaupum eða einhverju slíku,“ segir Kristinn Aðalsteinsson, sem núna starfar sem fjárfestir. -Þú varst ekki að taka út kvótagróðann? „Nei, nei. Enda.. sko, það hefði nú verið svolítið skrítið ef ég hefði gefið það. Það hefði nú verið sennilega talað verr um mig þá,“ svarar Kristinn. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, Eydís Ásbjörnsdóttir, leiddi lista félagshyggjufólk en hún kemur úr Samfylkingunni, sem vill hærri kvótagjöld. Samfylkingarkonan Eydís Ásbjörnsdóttir er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar en hún er oddviti L-lista félagshyggjufólks.Arnar Halldórsson „Þá erum við að tala um stærstu fyrirtækin, ca. 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin,“ segir Eydís. Þrjú fyrirtækjanna eru í Fjarðabyggð. Telur hún að hærri kvótaskattur kæmi niður á samfélögum eins og þar? „Nei, það held ég ekki. Það myndi nýtast, - koma þjóðinni til gagns,“ svarar Eydís. Við spyrjum Þorstein Kristjánsson, tengdason Alla ríka, sem í dag er aðaleigandi Eskju, hvort skapa megi meiri sátt um kvótakerfið. Guðrún Þorkelsdóttir SU, eitt af skipum Eskju, á loðnuveiðum.KMU „Ég hef nú oftar en ekki heyrt að þessi gjaldtaka sé of lág. Það má vel vera,“ segir Þorsteinn. -Þú værir alveg til í að borga meira fyrir kvótann? „Stundum er það, já. Stundum getum við borgað meira. Þetta fer svolítið eftir mörkuðunum sem við sjáum ekki fyrir. Við sjáum ekki þegar lagt er á okkur veiðileyfagjaldið hvað við losnum við fiskinn á,“ svarar Þorsteinn. Fjallað var um arfleifð Alla ríka í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. 30. ágúst 2021 20:58 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. 30. ágúst 2021 20:58
Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01