Myndband: Nýr Polestar 5 væntanlegur árið 2024 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. nóvember 2021 07:01 Polestar 5. Þróun Polestar 5 heldur áfram. Polestar ætlar að halda sig að mestu leyti við hönnunina sem birtist á hugmyndabílnum, the Precept. Myndband af hönnun bílsins má sjá í fréttinni. Bíllinn er væntanlegur á markað árið 2024. Hönnun bílsins er í fullum gangi, það er ljóst að topplína bílsins er brött niður að aftan. Handföng til að opna hurðarnar eru viðstödd og fleira sem er smávægilegt frávik frá Precept bílnum. „Það er hellingur sem á eftir að finna út úr, til að flytja hugmyndina til raunveruleikans. En við erum afar nálægt,“ sagði hönnuður ytra byrðis Polestar 5, Nahum Escobedo. Staðfest var í fyrra að Polestar 5 yrði framleiddur. Precept hugmyndabíllinn var smíðaður í einu eintaki og sýndi metnaðarfulla hönnun. Innra rýmið er að mestu úr endurunnum plastflöskum, netum og endurunnum kork. Polestar teymið í Bretlandi einblínir þessa dagana að því að koma Polestar 5 í framleiðsluhæft form, sem þýðir að hægt er að fjöldaframleiða bílinn. Teymið í Bretlandi mun tvöfaldast upp í um 500 manns á næstunni. Samstarfið mun halda áfram að vera mikið við höfuðstöðvarnar í Svíþjóð. Polestar Precept, hugmyndabíllinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Polestar setur upp vinnustað utan Svíþjóðar. Ásamt verksmiðjunni í Chengdu í Kína þá mun Polestar 3, jepplingurinn verða smíðaður í Suður Karólínu. Sá er væntanlegur í framleiðslu á næsta ári. „Rafbílavæðingin er vendipunktur í sögu bílsins,“ sagði framkvæmdastjóri Polestar, Thomas Ingenlath. Hann bætti svo við „Samspil breskrar verkfræði og sænskrar sérfræðiþekkingar mun tryggja að bílarnir okkar verða meðal þeirra allra bestu og vistvænustu á götum heimsins.“ Vistvænir bílar Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent
Hönnun bílsins er í fullum gangi, það er ljóst að topplína bílsins er brött niður að aftan. Handföng til að opna hurðarnar eru viðstödd og fleira sem er smávægilegt frávik frá Precept bílnum. „Það er hellingur sem á eftir að finna út úr, til að flytja hugmyndina til raunveruleikans. En við erum afar nálægt,“ sagði hönnuður ytra byrðis Polestar 5, Nahum Escobedo. Staðfest var í fyrra að Polestar 5 yrði framleiddur. Precept hugmyndabíllinn var smíðaður í einu eintaki og sýndi metnaðarfulla hönnun. Innra rýmið er að mestu úr endurunnum plastflöskum, netum og endurunnum kork. Polestar teymið í Bretlandi einblínir þessa dagana að því að koma Polestar 5 í framleiðsluhæft form, sem þýðir að hægt er að fjöldaframleiða bílinn. Teymið í Bretlandi mun tvöfaldast upp í um 500 manns á næstunni. Samstarfið mun halda áfram að vera mikið við höfuðstöðvarnar í Svíþjóð. Polestar Precept, hugmyndabíllinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Polestar setur upp vinnustað utan Svíþjóðar. Ásamt verksmiðjunni í Chengdu í Kína þá mun Polestar 3, jepplingurinn verða smíðaður í Suður Karólínu. Sá er væntanlegur í framleiðslu á næsta ári. „Rafbílavæðingin er vendipunktur í sögu bílsins,“ sagði framkvæmdastjóri Polestar, Thomas Ingenlath. Hann bætti svo við „Samspil breskrar verkfræði og sænskrar sérfræðiþekkingar mun tryggja að bílarnir okkar verða meðal þeirra allra bestu og vistvænustu á götum heimsins.“
Vistvænir bílar Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent