Leggja til að fallið verði frá tillögu sem heimilar háhýsin á Oddeyrinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2021 10:40 Húsfyllir var á fundi á Akureyri árið 2019 þar sem íbúar fengu kynningu á hugmyndunum að uppbyggingu á reitnum. Vísir/Tryggvi Páll Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að fallið verði frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar, sem verið hefur í brennidepli undanfarin ár vegna hugmynda um byggingu háhýsa á Gránufélagsreitnum svokallaða. Þá mælir skipulagsráðið einnig með því að að málefni uppbyggingar á Oddeyrinni verði tekin til umræðu að nýju að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bókun sem ráðið samþykkti á fundi sínum í gær. Hitamál í bænum Töluvert hefur verið fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu á Oddeyrinni eftir að byggingarverktakinn SS Byggir kynnti árið 2019 hugmyndir um nokkur háhýsi á reit á Oddeyrinni, svokölluð Gránufélagsreit. Mikil umræða skapaðist um hugmyndirnar og sitt sýndist hverjum. Fór það svo að ákveðið var að efna til íbúakosningu um skipulag á svæðinu á þessu ári. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Fór það svo að 67 prósent þátttakenda greiddu atkvæði með gildandi skipulagi, þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. Í öðru sæti kom auglýst breytingatillaga þar sem hús geta verið sex til átta hæðir með átján prósent atkvæða og því næst málamiðlunartillaga með fimm til sex hæða húsum að hámarki með fjórtán prósent atkvæða. Eitt prósent þátttakenda tóku ekki afstöðu. Aftur á byrjunarreit Eftir að úrslitin lágu fyrir sagði fulltrúi SS Byggis í viðtali við Vísi að fyrirtækið myndi ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. Segja má því að málið sé að nálgast það að komast aftur á byrjunarreit. Var það tekið fyrir í skipulagsráði Akureyrarbæjar í gær þar sem samþykkt var að leggja til við bæjarstjórn að fallið yrði frá auglýstri tillögu á breytingu á aðalskipulagi á Oddeyrinni. Þá mælir ráðið einnig með því að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Bókun ráðsins: Með vísun í niðurstöðu íbúakönnunar leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að falla frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Er mælt með að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið, sbr. ákvæði 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulag Akureyri Tengdar fréttir Ekki gaman að horfa á iðnaðarsvæði í niðurníðslu út um gluggann Byggingaverktakinn SS Byggir hyggst ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. 14. ágúst 2021 08:00 Vonast til að leysa deilur um uppbyggingu fjölbýlishúsa með íbúakosningu Íbúakosning mun fara fram í lok maí um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri á Akureyri. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðalskipulag svæðisins hefur reynst umdeilt í nokkurn tíma en sumir íbúar hafa gagnrýnt hugmyndir um byggingu hárra fjölbýlishúsa innan um lágreista byggð niðri við bryggjuna á Akureyri. 17. mars 2021 00:00 Íbúar höfnuðu hugmyndum um háhýsi með afgerandi hætti 67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. 1. júní 2021 10:33 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Þá mælir skipulagsráðið einnig með því að að málefni uppbyggingar á Oddeyrinni verði tekin til umræðu að nýju að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bókun sem ráðið samþykkti á fundi sínum í gær. Hitamál í bænum Töluvert hefur verið fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu á Oddeyrinni eftir að byggingarverktakinn SS Byggir kynnti árið 2019 hugmyndir um nokkur háhýsi á reit á Oddeyrinni, svokölluð Gránufélagsreit. Mikil umræða skapaðist um hugmyndirnar og sitt sýndist hverjum. Fór það svo að ákveðið var að efna til íbúakosningu um skipulag á svæðinu á þessu ári. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Fór það svo að 67 prósent þátttakenda greiddu atkvæði með gildandi skipulagi, þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. Í öðru sæti kom auglýst breytingatillaga þar sem hús geta verið sex til átta hæðir með átján prósent atkvæða og því næst málamiðlunartillaga með fimm til sex hæða húsum að hámarki með fjórtán prósent atkvæða. Eitt prósent þátttakenda tóku ekki afstöðu. Aftur á byrjunarreit Eftir að úrslitin lágu fyrir sagði fulltrúi SS Byggis í viðtali við Vísi að fyrirtækið myndi ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. Segja má því að málið sé að nálgast það að komast aftur á byrjunarreit. Var það tekið fyrir í skipulagsráði Akureyrarbæjar í gær þar sem samþykkt var að leggja til við bæjarstjórn að fallið yrði frá auglýstri tillögu á breytingu á aðalskipulagi á Oddeyrinni. Þá mælir ráðið einnig með því að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Bókun ráðsins: Með vísun í niðurstöðu íbúakönnunar leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að falla frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Er mælt með að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið, sbr. ákvæði 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Með vísun í niðurstöðu íbúakönnunar leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að falla frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Er mælt með að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið, sbr. ákvæði 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulag Akureyri Tengdar fréttir Ekki gaman að horfa á iðnaðarsvæði í niðurníðslu út um gluggann Byggingaverktakinn SS Byggir hyggst ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. 14. ágúst 2021 08:00 Vonast til að leysa deilur um uppbyggingu fjölbýlishúsa með íbúakosningu Íbúakosning mun fara fram í lok maí um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri á Akureyri. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðalskipulag svæðisins hefur reynst umdeilt í nokkurn tíma en sumir íbúar hafa gagnrýnt hugmyndir um byggingu hárra fjölbýlishúsa innan um lágreista byggð niðri við bryggjuna á Akureyri. 17. mars 2021 00:00 Íbúar höfnuðu hugmyndum um háhýsi með afgerandi hætti 67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. 1. júní 2021 10:33 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Ekki gaman að horfa á iðnaðarsvæði í niðurníðslu út um gluggann Byggingaverktakinn SS Byggir hyggst ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. 14. ágúst 2021 08:00
Vonast til að leysa deilur um uppbyggingu fjölbýlishúsa með íbúakosningu Íbúakosning mun fara fram í lok maí um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri á Akureyri. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðalskipulag svæðisins hefur reynst umdeilt í nokkurn tíma en sumir íbúar hafa gagnrýnt hugmyndir um byggingu hárra fjölbýlishúsa innan um lágreista byggð niðri við bryggjuna á Akureyri. 17. mars 2021 00:00
Íbúar höfnuðu hugmyndum um háhýsi með afgerandi hætti 67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. 1. júní 2021 10:33