Postulakirkja lífvarðar Sigga hakkara og Menningarsetur múslima afskráð á þessu ári Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2021 09:00 Menningarsetur múslima á Íslandi var til húsa í Ýmishúsinu við Skógarhlíð um hríð. Vísir Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur afskráð tvö trúfélög það sem af eru þessu ári. Annað þeirra var Menningarsetur múslima á Íslandi sem varð gjaldþrota en hitt kristlegur söfnuður undir stjórn fyrrverandi hermanns sem starfaði um tíma sem lífvörður Sigga „hakkara“. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu sem hefur eftirlit með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum var Menningarsetur múslima á Íslandi fellt af skrá 12. mars. Það hafði áður breytt um nafn hét þá Moska hins miskunnsama á Íslandi frá júní 2020. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta seint á síðasta ári. Aðstandendur félagsins skráðu annað trúfélag í apríl en það gengur undir nafninu Íslamskt menningarsetur Íslands (Islamic Cultural Center of Iceland (ICCI)). Töluverður styr hafði staðið um starfsemi Menningarseturs múslima á Íslandi síðasta áratuginn. Ásakanir voru uppi um að félagið þægi fjármuni frá róttækum íslamistum erlendis, nokkuð sem leiðtogar þess hér sögðust ekki kannast við. Þá kom til töluverðra deilna á milli félagsins og Stofnunar múslima á Íslandi, meðal annars um húsnæði í Ýmishúsinu við Skógarhlíð í Reykjavík. Postulakirkja ekki talin uppfylla skilyrði laga Hitt félagið sem sýslumaður tók af skrá í fyrra var svonefnd Postulakirkja Beth-Shekhinah. Afskráningin var auglýst í janúar. Sýslumannsembættið veitti aðeins þær upplýsingar að félagið hefði verið afskráð vegna þess að það hafi ekki lengur verið talið uppfylla skilyrði þriðju greinar laga um trú- og lífsskoðunarfélag. Sú grein kveður meðal annars á um að félög verði að hafa náð fótfestu, hafa virka og stöðuga starfsemi og tilgangur þeirra stríði ekki gegn lögum, góðu siðferði eða allsherjareglu til að hljóta opinbera skráningu. Forstöðumaður Postulakirkjunnar var Dan Sommers. Í viðtali við hann í Fréttablaðinu árið 2018 kom fram að hann væri fyrrverandi hermaður úr danska hernum. Hann hafi einnig starfað sem lífvörður fyrir Sigurð Inga Þórðarson sem gjarnan hefur verið nefndur Siggi hakkari í fjölmiðlum. Sigurður Ingi hefur hlotið sakadóma fyrir barnaníð, fjársvik og þjófnað. Sommer sagði í viðtalinu að leiðir þeirra Sigurður Inga hefði skilið eftir að upp um glæpi hans komst. Í umfjöllun Stundarinnar um Sigurð Inga frá því í október kom fram að þeir Sommer hafi átt í einhvers konar viðskiptasambandi fram til 2019. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru félagar í Postulakirkjunni á bilinu átján til 29 á árunum 2014 til 2021. Á Facebook-síðu Postulakirkjunnar segir að hún sé „frumkristið samfélag karla og kvenna sem hefur það að markmiði að efla andlegt líf allra landsmanna“. Fyrir utan hefðbundið kirkjustarf sé mikil áhersla lögð á uppbyggjandi félagsstarf og samveru eins og heilsurækt, útivist, fræðslu og námskeiðahald. Uppfært 29.11.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð að sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefði afskráð trúfélögin. Það rétta er að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Trúmál Stjórnsýsla Mál Sigga hakkara Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu sem hefur eftirlit með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum var Menningarsetur múslima á Íslandi fellt af skrá 12. mars. Það hafði áður breytt um nafn hét þá Moska hins miskunnsama á Íslandi frá júní 2020. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta seint á síðasta ári. Aðstandendur félagsins skráðu annað trúfélag í apríl en það gengur undir nafninu Íslamskt menningarsetur Íslands (Islamic Cultural Center of Iceland (ICCI)). Töluverður styr hafði staðið um starfsemi Menningarseturs múslima á Íslandi síðasta áratuginn. Ásakanir voru uppi um að félagið þægi fjármuni frá róttækum íslamistum erlendis, nokkuð sem leiðtogar þess hér sögðust ekki kannast við. Þá kom til töluverðra deilna á milli félagsins og Stofnunar múslima á Íslandi, meðal annars um húsnæði í Ýmishúsinu við Skógarhlíð í Reykjavík. Postulakirkja ekki talin uppfylla skilyrði laga Hitt félagið sem sýslumaður tók af skrá í fyrra var svonefnd Postulakirkja Beth-Shekhinah. Afskráningin var auglýst í janúar. Sýslumannsembættið veitti aðeins þær upplýsingar að félagið hefði verið afskráð vegna þess að það hafi ekki lengur verið talið uppfylla skilyrði þriðju greinar laga um trú- og lífsskoðunarfélag. Sú grein kveður meðal annars á um að félög verði að hafa náð fótfestu, hafa virka og stöðuga starfsemi og tilgangur þeirra stríði ekki gegn lögum, góðu siðferði eða allsherjareglu til að hljóta opinbera skráningu. Forstöðumaður Postulakirkjunnar var Dan Sommers. Í viðtali við hann í Fréttablaðinu árið 2018 kom fram að hann væri fyrrverandi hermaður úr danska hernum. Hann hafi einnig starfað sem lífvörður fyrir Sigurð Inga Þórðarson sem gjarnan hefur verið nefndur Siggi hakkari í fjölmiðlum. Sigurður Ingi hefur hlotið sakadóma fyrir barnaníð, fjársvik og þjófnað. Sommer sagði í viðtalinu að leiðir þeirra Sigurður Inga hefði skilið eftir að upp um glæpi hans komst. Í umfjöllun Stundarinnar um Sigurð Inga frá því í október kom fram að þeir Sommer hafi átt í einhvers konar viðskiptasambandi fram til 2019. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru félagar í Postulakirkjunni á bilinu átján til 29 á árunum 2014 til 2021. Á Facebook-síðu Postulakirkjunnar segir að hún sé „frumkristið samfélag karla og kvenna sem hefur það að markmiði að efla andlegt líf allra landsmanna“. Fyrir utan hefðbundið kirkjustarf sé mikil áhersla lögð á uppbyggjandi félagsstarf og samveru eins og heilsurækt, útivist, fræðslu og námskeiðahald. Uppfært 29.11.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð að sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefði afskráð trúfélögin. Það rétta er að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga.
Trúmál Stjórnsýsla Mál Sigga hakkara Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent