Tónlist og dans sem sprengdi krúttskalann við opnun jólaþorps Hafnfirðinga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. nóvember 2021 23:12 Dansatriði ungra Hafnfirðinga við eitt vinsælasta jólalag allra tíma vakti mikla lukku. Vísir/Egill Hellisgerði í Hafnarfirði er nú komið í hátíðarbúning annað árið í röð. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir jólaþorpið hafa fengið góð viðbrögð og bjóða þau upp á alls kyns nýjungar í ár. Jólaþorpið var sett á fót í fyrsta sinn fyrir síðustu jól og stóðu viðbrögðin ekki á sér. Fjölmargir kíktu í fjörðinn yfir hátíðirnar til að njóta ljósadýrðarinnar í garðinum með fjölskyldu og vinum. „Nú er bærinn okkar að komast í jólafötin ef svo má segja, hann er orðinn ljósum skreyttur sem aldrei fyrr og stendur sannarlega undir nafni sem jólabærinn,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sem var viðstödd þegar jólaþorpið opnaði í kvöld. „Hellisgerði, þessi gamli listagarður okkar Hafnfirðinga, er aftur að breytast í ævintýraland eins og í fyrra þegar við létum gamlan draum rætast að skreyta þennan fallega garð með jólaljósum,“ segir Rósa sem segir bæjarbúa hlakka til aðventunnar. Að sögn Rósu er einnig von á ýmis konar nýjungum í ár, til að mynda verður skautasvell sett upp í miðbænum í desember og mun Bæjarbíó, menningarhús Hafnfirðinga, bjóða upp á ljúfa stemningu. „Þannig það er stemning hérna víða um bæinn og alls kyns örviðburðir sem má eiga von á,“ segir Rósa. Eitt slíkt atriði var í kvöld þegar tónlistamennirnir Ragnar Már Jónsson og Þór Sverrisson stigu á svið. Þá gátu gestir og gangandi fylgst með dansatriði ungra Hafnfirðinga sem sprengdi vægast sagt krúttskalann en hægt er að sjá brot af dansinum hér fyrir neðan. Jól Hafnarfjörður Tónlist Dans Tengdar fréttir Hugljúfur flutningur Jóhönnu Guðrúnar á ódauðlegu jólalagi Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona flutti hið klassíska jólalag Have Yourself a Merry Little Christmas ásamt eiginmanni sínum Davíð Sigurgeirssyni í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 7. desember 2020 20:25 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Jólaþorpið var sett á fót í fyrsta sinn fyrir síðustu jól og stóðu viðbrögðin ekki á sér. Fjölmargir kíktu í fjörðinn yfir hátíðirnar til að njóta ljósadýrðarinnar í garðinum með fjölskyldu og vinum. „Nú er bærinn okkar að komast í jólafötin ef svo má segja, hann er orðinn ljósum skreyttur sem aldrei fyrr og stendur sannarlega undir nafni sem jólabærinn,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sem var viðstödd þegar jólaþorpið opnaði í kvöld. „Hellisgerði, þessi gamli listagarður okkar Hafnfirðinga, er aftur að breytast í ævintýraland eins og í fyrra þegar við létum gamlan draum rætast að skreyta þennan fallega garð með jólaljósum,“ segir Rósa sem segir bæjarbúa hlakka til aðventunnar. Að sögn Rósu er einnig von á ýmis konar nýjungum í ár, til að mynda verður skautasvell sett upp í miðbænum í desember og mun Bæjarbíó, menningarhús Hafnfirðinga, bjóða upp á ljúfa stemningu. „Þannig það er stemning hérna víða um bæinn og alls kyns örviðburðir sem má eiga von á,“ segir Rósa. Eitt slíkt atriði var í kvöld þegar tónlistamennirnir Ragnar Már Jónsson og Þór Sverrisson stigu á svið. Þá gátu gestir og gangandi fylgst með dansatriði ungra Hafnfirðinga sem sprengdi vægast sagt krúttskalann en hægt er að sjá brot af dansinum hér fyrir neðan.
Jól Hafnarfjörður Tónlist Dans Tengdar fréttir Hugljúfur flutningur Jóhönnu Guðrúnar á ódauðlegu jólalagi Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona flutti hið klassíska jólalag Have Yourself a Merry Little Christmas ásamt eiginmanni sínum Davíð Sigurgeirssyni í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 7. desember 2020 20:25 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Hugljúfur flutningur Jóhönnu Guðrúnar á ódauðlegu jólalagi Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona flutti hið klassíska jólalag Have Yourself a Merry Little Christmas ásamt eiginmanni sínum Davíð Sigurgeirssyni í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 7. desember 2020 20:25