Drungalegt yfir Skálholtskirkju og kirkjuklukkurnar þagnaðar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2021 21:48 Ómáluð Skálholtsdómkirkja en það stendur þó allt til bóta á nýju ári. Vísir/Egill Aðalsteinsson Það er hálf drungalegt í Skálholti þessa dagana í skammdeginu því kirkjan er ómáluð og kirkjuklukkur kirkjunnar eru þagnaðar. Það horfir þó til bjartari tíma næsta vor þegar kirkjan verður máluð og nýjar kirkjuklukkur verða settar upp, auk nýs þaks á kirkjuna. Það er mjög sérstakt að koma í Skálholt og sjá glæsilegu kirkjuna á staðnum svona drungaleg og ómálaða eins og raun ber vitni. Öll málningin var smúluð af kirkjunni í haust og verður hún máluð upp á nýtt næsta vor. Þá stendur til að skipta um þak kirkjunnar og verða nýjar steinhellur frá Noregi settar á þakið. En mál málanna í Skálholti eru kirkjuklukkurnar uppi í turni en þær hafa nú verið teknar niður af klukkusmið frá Danmörku, sem mun sjá um viðgerð á klukkunum. Kirkjuklukkurnar voru á sínum tíma gjöf frá Norðurlöndunum en það var danska klukkan sem brotnaði með hvelli fyrir tuttugu árum. „Já, það á að endurnýja hér allt, grindurnar líka, sem þær hanga í og verið er að steypa nýja klukku fyrir þá dönsku, sem brotnaði. Hún kemur hingað en þetta er allt saman kostað af Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju. Þetta er mikil framkvæmd, sérstaklega vandasamt í sambandi við nýju klukkuna og hvernig hún á að líta út. Við erum búin að finna réttan tón, sem er ekki alveg sjálfgefið og svo settum við á hana áletrun úr Jeseya um að orð guðs varir að eilífu, höfðum það á latínu, svo allir myndu skilja það,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup. En hversu mikilvægt er að kirkjuklukkur hljómi vel? „Það er bara mjög mikilvægt því annars kemur fólk ekki til messu,“ segir Kristján. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti innan um kirkjuklukkurnar í turni kirkjunnar. Klukkum í turninum verður ekki hringt aftur fyrr en næsta vorMagnús Hlynur Hreiðarsson Kristján segir það mjög sérstakt að kirkjuklukkurnar í Skálholti séu þagnaðar og munu þegja næstu mánuði. Hann hefur helst áhyggjur af því að hann sjálfur gleymi að mæta í messur þegar engar klukkur eru til að minna sig á að mæta. Hann segir að mögulega verði jólin hringdi inn með kirkjuklukku frá 12. öld, sem er inn í kirkjunni sjálfri. Bláskógabyggð Trúmál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Það er mjög sérstakt að koma í Skálholt og sjá glæsilegu kirkjuna á staðnum svona drungaleg og ómálaða eins og raun ber vitni. Öll málningin var smúluð af kirkjunni í haust og verður hún máluð upp á nýtt næsta vor. Þá stendur til að skipta um þak kirkjunnar og verða nýjar steinhellur frá Noregi settar á þakið. En mál málanna í Skálholti eru kirkjuklukkurnar uppi í turni en þær hafa nú verið teknar niður af klukkusmið frá Danmörku, sem mun sjá um viðgerð á klukkunum. Kirkjuklukkurnar voru á sínum tíma gjöf frá Norðurlöndunum en það var danska klukkan sem brotnaði með hvelli fyrir tuttugu árum. „Já, það á að endurnýja hér allt, grindurnar líka, sem þær hanga í og verið er að steypa nýja klukku fyrir þá dönsku, sem brotnaði. Hún kemur hingað en þetta er allt saman kostað af Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju. Þetta er mikil framkvæmd, sérstaklega vandasamt í sambandi við nýju klukkuna og hvernig hún á að líta út. Við erum búin að finna réttan tón, sem er ekki alveg sjálfgefið og svo settum við á hana áletrun úr Jeseya um að orð guðs varir að eilífu, höfðum það á latínu, svo allir myndu skilja það,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup. En hversu mikilvægt er að kirkjuklukkur hljómi vel? „Það er bara mjög mikilvægt því annars kemur fólk ekki til messu,“ segir Kristján. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti innan um kirkjuklukkurnar í turni kirkjunnar. Klukkum í turninum verður ekki hringt aftur fyrr en næsta vorMagnús Hlynur Hreiðarsson Kristján segir það mjög sérstakt að kirkjuklukkurnar í Skálholti séu þagnaðar og munu þegja næstu mánuði. Hann hefur helst áhyggjur af því að hann sjálfur gleymi að mæta í messur þegar engar klukkur eru til að minna sig á að mæta. Hann segir að mögulega verði jólin hringdi inn með kirkjuklukku frá 12. öld, sem er inn í kirkjunni sjálfri.
Bláskógabyggð Trúmál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira