Rihanna gerð að þjóðhetju Barbados Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2021 18:34 Mia Mottley, forsætisráðherra er hér til vinstri, Rihanna er í miðjunni og left, and President of Barbados, Sandra Mason, forseti, til hægri. AP/Jeff Mitchell Tónlistarkonan og auðjöfurinn Ríhanna var í dag gerð að þjóðhetju Barbados. Var það gert á athöfn þar sem formlegum tengslum eyríkisins og bresku krúnunnar var formlega slitið. Athafnakonan var óvænt kölluð á svið við athöfnina og fékk hún heiðursnafnbótina frá Míu Mottley, forsætisráðherra Barbados. „Fyrir hönd þakklátrar þjóðar, en stoltari fólks, veitum við þér hér með titilinn þjóðhetja Barbados, sendiherra Robyn Rihanna Fenty,“ sagi Mottley. Forsætisráðherrann sagðist vona að Rihanna héldi áfram að skína eins og demantur og heiðra þjóð sína. Mottley nefndi einnig að Rihanna væri af alþýðuættum og hefði fæðst stuttan spöl frá staðnum þar sem athöfnin fór fram í höfuðborginni Bridgetown Sjá einnig: Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Karl Bretaprins var viðstaddur athöfnina í dag. Hann óskaði eyríkinu velfarnaðar og ítrekaði áframhaldandi náin tengsl milli bresku krúnunnar og Barbados. Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Þetta var í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár sem ríki ákvað að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn. Sjá einnig: Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar Samkvæmt AP fréttaveitunni er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem einhverjum er veittur þessi heiður í Barbados. Sá sem fékk titilinn síðast var krikket-spilarinn Garfield St. Aubrun Sobers. Barbados Tónlist Tengdar fréttir Barbados slítur tengsl við bresku krúnuna og verður lýðveldi Eyríkið Barbados er orðið lýðveldi. Á miðnætti á staðartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sleit Barbados öll tengsl við Elísabetu Englandsdrottningu og er hún því ekki lengur þjóðhöfðingi landsins. 30. nóvember 2021 07:28 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Athafnakonan var óvænt kölluð á svið við athöfnina og fékk hún heiðursnafnbótina frá Míu Mottley, forsætisráðherra Barbados. „Fyrir hönd þakklátrar þjóðar, en stoltari fólks, veitum við þér hér með titilinn þjóðhetja Barbados, sendiherra Robyn Rihanna Fenty,“ sagi Mottley. Forsætisráðherrann sagðist vona að Rihanna héldi áfram að skína eins og demantur og heiðra þjóð sína. Mottley nefndi einnig að Rihanna væri af alþýðuættum og hefði fæðst stuttan spöl frá staðnum þar sem athöfnin fór fram í höfuðborginni Bridgetown Sjá einnig: Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Karl Bretaprins var viðstaddur athöfnina í dag. Hann óskaði eyríkinu velfarnaðar og ítrekaði áframhaldandi náin tengsl milli bresku krúnunnar og Barbados. Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Þetta var í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár sem ríki ákvað að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn. Sjá einnig: Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar Samkvæmt AP fréttaveitunni er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem einhverjum er veittur þessi heiður í Barbados. Sá sem fékk titilinn síðast var krikket-spilarinn Garfield St. Aubrun Sobers.
Barbados Tónlist Tengdar fréttir Barbados slítur tengsl við bresku krúnuna og verður lýðveldi Eyríkið Barbados er orðið lýðveldi. Á miðnætti á staðartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sleit Barbados öll tengsl við Elísabetu Englandsdrottningu og er hún því ekki lengur þjóðhöfðingi landsins. 30. nóvember 2021 07:28 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Barbados slítur tengsl við bresku krúnuna og verður lýðveldi Eyríkið Barbados er orðið lýðveldi. Á miðnætti á staðartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sleit Barbados öll tengsl við Elísabetu Englandsdrottningu og er hún því ekki lengur þjóðhöfðingi landsins. 30. nóvember 2021 07:28