Arnar Eggert fékk Lítinn fugl Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. desember 2021 14:45 Verðlaunahafarnir og fulltrúar verðlaunahafanna í ár. Aðsent Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur víða um land í dag með ýmsum hætti en í Iðnó við tjörnina var haldin stutt hátíðarsamkoma að þessu tilefni þar sem veittar voru viðurkenningar tileinkaðar deginum og heiðursverðlaun dagsins, kennd við Lítinn fugl. Verðlaunin hafa verið veitt síðustu áratugi gjarnan til þeirra sem hafa fjallað, skrifað og skráð sögu íslenskrar tónlistar. Í ár féllu heiðursverðlaunin í skaut tónlistarfræðingsins, blaðamannsins og gagnrýnandans Arnars Eggerts Thoroddsen. Nýsköpunarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar hlaut Unnur Sara Eldjárn. Record in Iceland hlýtur Útflutningsverðlaun Dags íslenskrar tónlistar og Icelandair fyrir hið verðuga verkefni og öfluga kynningarátak sem felst í því að hvetja tónlistarfólk um allan heim til hljóðritunar hér á Íslandi. Græni hatturinn á Akureyri hlaut svo verðlauninn Gluggann. Hvatningarverðlunin fékk verkefnið Stelpur rokka. Flutt voru tónlistaratriði í tilefni dagsins og voru það tónlistarmaðurinn Tryggvi sem flutti tvö af sínum lögum, Jelena Ćirićflutti ábreiðu af laginu Stúlkan úr smellasmiðju Todmobile og loks flutti Magnús Kjartansson lag sitt, Þakklæti eða eins og það hét To be Grateful á plötunni Lifun með Trúbrot – en sú hljómplata kom út fyrir 50 árum síðan. Magnúsi voru færðar þakkir fyrir sitt stórbrotna framlag til íslensks tónlistarlífs og hamingjukveðjur með tímamótin en hann fagnaði 70 ára afmæli fyrr á árinu. Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 1. desember næstkomandi.Samsett Lifað og hrærst í tónlist Fyrrum handhafar Lítils fugls eru meðal annars Vernharður Linnet, Andrea Jónsdóttir, Þorgeir Ástvaldsson, Svanhildur Jakobsdóttir svo einhver séu nefnd en í fyrra var það dagskrárgerðar- og fjölmiðlamaðurinn Jónatan Garðarsson sem hlaut Litla fuglinn. Arnar Eggert handhafi verðlaunanna í ár er doktor í tónlistarfræðum frá Háskólanum í Edinborg og starfar nú meðal annars sem aðjúnkt við Háskóla Íslands þar sem hann er umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði. „Arnar hefur lifað og hrærst í heimi íslenskrar tónlistar frá unga aldri en eftir að lauk framkomu á sviði með hljómsveit sinni Maunum í Músiktilraunum fór hann að leggja meiri rækt við hlustun og tónleikasókn og viðaði að sér alfræðilegri þekkingu á heimi tónlistarinnar. Sem blaðamaður Morgunblaðsins og gagnrýnandi RÚV hefur Arnar fjallað um alla kima íslenskrar dægurtónlistar og greinarnar skipta hundruðum ef ekki þúsunda. Eftir Arnar Eggert liggja einnig nokkrar bækur útgefnar sem allar fjalla um íslenska tónlist. Hann hóf þann feril með trukki er hann reit lífshlaupssögu Einars Bárðarsonar, Öll trixin í bókinni árið 2007, svo skrifaði hann 100 bestu plötur Íslandssögunnar (ásamt Jónatani Garðarssyni) árið 2009 og gaf svo út greinasafn sitt Tónlist ... er tónlist árið 2012,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. „Síðustu fimm ár hafa vakið mikla eftirtekt tónlistargöngur Arnars um Reykjavík, The Reykjavik Music Walk, þar sem gönguhrólfar eru kynntir fyrir tónlistarsögunni sem markar djúp skref í fjölmörgum götum borgarinnar. Arnar hefur þá í gegnum tíðina setið í fjölmörgum tónlistar-dómefndum, veri það í tengslum við Músíktilraunir, Kraumsverðlaunin, Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs eða Íslensku tónlistarverðlaunin svo fátt eitt sé talið en allt það starf miðar að framgangi, útbreiðslu og sköpun íslenskrar tónlistar.Arnar skrifar enn sleitulaust um tónlist og fáar sem engar stefnur né straumar sem skildar eru útundan í bókum og skrifum Arnars. Stjórnin og Forgarður helvítis njóta sömu réttinda í huga hans og hann heldur úti sínu eigin vefsvæði með umfjöllunum sínum og síðasta rýni hans er ekki eldri en 3 daga gömul. Arnari Eggert er þakkað af heilum hug fyrir óeigingjarnt starf í þágu íslenskrar tónlistar, vandaða umfjöllun og dagskrárgerð íslenskri tónlist til heilla.“ Betri árangur á Spotify Nýsköpunarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar hlýtur Unnur Sara Eldjárn. Tónlistarkonan Unnur Sara hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur, haldið fjölmarga tónleika, starfað við tónmenntakennslu og nú uppá síðkastið staðið fyrir kennslu og deilt þekkingu sinni í markaðssetningu tónlistar á streymisveitum eins og Spotify. Unnur hefur frá því árið 2020 haldið vinsæl námskeið í einka- og hópatímum sem snýr að því ná árangri á spilunarlistum á Spotify. Námskeiðið kallast „Hvernig kemst ég inn á Spotify-playlista“ og hefur slegið í gegn og eflir án nokkurs vafa íslenskt tónlistarfólk í þeim heimi sem við búum við. Heimi streymisveitna. Unnur Sara hlýtur Nýsköpunarverðlaunin í ár en Unnur er stödd í Frakklandi þar sem hún starfar við tónlist. En frændi Unnar, Ari Eldjárn veitti viðurkenningunni viðtöku. Record in Iceland hlýtur Útflutningsverðlaun Dags íslenskrar tónlistar og Icelandair fyrir hið verðuga verkefni og öfluga kynningarátak sem felst í því að hvetja tónlistarfólk um allan heim til hljóðritunar hér á Íslandi. „Átakið er á vegum ÚTÓN (Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar) vegna endurgreiðslu hljóðritunarkostnaðar sem fellur til á Íslandi. Kynningarátakið er unnið í samvinnu við Utanríkisráðuneytið, Íslandsstofu og Reykjavík tónlistarborg. Verkefnið er einnig styrkt af Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu sem var og hét. Record in Iceland er handhafi Útflutningsverðlauna Dags íslenskrar tónlistar og voru það þær Bryndís Jónatansdóttir frá ÚTÓN og Lilja Alfreðsdóttir menningar-, ferða og viðskiptamálaráðherra sem tóku á móti viðurkenningunni.“ Græni hatturinn og Stelpur rokka framúrskarandi Glugginn er veittur þeim verkefnum sem þykja sýna íslenskri tónlist sérstaka atfylgi, fyrrum verðlaunahafar eru þar á meðal sjónvarpsþátturinn Vikan með Gísla Marteini og í fyrra var það Sjónvarp Símans. Í ár er handhafi Gluggans hinn sívinsæli tónleikastaður Græni hatturinn á Akureyri. „Græni hatturinn opnaði sínar dyr í fyrsta sinn í febrúar 2003 og hefur frá því þá skipað sér á stall sem einn vinsælasti og rótgrónasti tónleikastaður landsins. Tala tónleika sem haldnir hafa verið á staðnum standa á tveimur þúsundum en Græni hatturinn hefur haldið úti metnaðarfullri tónlistardagskrá nánast um hverja helgi frá opnun. Fyrir utan Akureyringa og nærsveitamenn kunna landsmenn allir að meta þetta starf og hefur Græni hatturinn skipað sér í sess sem einn vinsælasti staðurinn að heimsækja af mörgum á Norðurlandi. Það var vertinn sjálfur og eigandinn, Haukur Tryggvason sem veitti viðurkenningunni viðtöku.“ Loks voru það Hvatningarverðlunin sem afhent voru og féllu þau í skaut verkefnisins Stelpur rokka! „Stelpur rokka! eru rokkbúðir fyrir ungar stelpur sem settar voru á laggirnar árið 2012 í því skyni að leiðrétta kynjahalla í íslensku tónlistarlífi. Búðirnar eru að erlendri fyrirmynd en þar koma saman reyndar tónlistarkonur og efla og hvetja unga byrjendur til dáða. Í búðunum er boðið upp á aðgengi að ýmsum hljóðfærum en einnig leggja leiðbeinendur upp úr því að kenna á hljóðfæri og fræða þátttakendur um mismunandi tónlistarstefnur og tónlistarsögu kvenna, svo að fátt eitt sé nefnt. Stelpur rokka hafa einnig lagt öðrum verkefnum stuðning og meðal annars safnað fyrir rokkbúðum í Vestur Afríku. Stelpur rokka hafa verið öflugur stökkpallur fyrir fjölmargar tónlistarkonur og án alls vafa stuðlað að því að tónlistarheimurinn er ekki eins einsleitur og hann hafði verið um ártugaskeið. Stelpur rokka er verðugur handhafi Hvatningarverðlaunanna 2021!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íslensk tunga Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Tengdar fréttir Jelena, Maggi Kjartans og Tryggvi á Degi íslenskrar tónlistar Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á miðvikudag. Á fjölum Iðnó við tjörnina verður efnt til dagskrár í tilefni dagsins, þar sem veittar verða viðurkenningar þeim verkefnum sem þótt hafa staðið upp úr síðustu misseri - auk heiðursverðlauna dagsins, sem kennd eru við Lítinn fugl. 29. nóvember 2021 09:56 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Verðlaunin hafa verið veitt síðustu áratugi gjarnan til þeirra sem hafa fjallað, skrifað og skráð sögu íslenskrar tónlistar. Í ár féllu heiðursverðlaunin í skaut tónlistarfræðingsins, blaðamannsins og gagnrýnandans Arnars Eggerts Thoroddsen. Nýsköpunarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar hlaut Unnur Sara Eldjárn. Record in Iceland hlýtur Útflutningsverðlaun Dags íslenskrar tónlistar og Icelandair fyrir hið verðuga verkefni og öfluga kynningarátak sem felst í því að hvetja tónlistarfólk um allan heim til hljóðritunar hér á Íslandi. Græni hatturinn á Akureyri hlaut svo verðlauninn Gluggann. Hvatningarverðlunin fékk verkefnið Stelpur rokka. Flutt voru tónlistaratriði í tilefni dagsins og voru það tónlistarmaðurinn Tryggvi sem flutti tvö af sínum lögum, Jelena Ćirićflutti ábreiðu af laginu Stúlkan úr smellasmiðju Todmobile og loks flutti Magnús Kjartansson lag sitt, Þakklæti eða eins og það hét To be Grateful á plötunni Lifun með Trúbrot – en sú hljómplata kom út fyrir 50 árum síðan. Magnúsi voru færðar þakkir fyrir sitt stórbrotna framlag til íslensks tónlistarlífs og hamingjukveðjur með tímamótin en hann fagnaði 70 ára afmæli fyrr á árinu. Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 1. desember næstkomandi.Samsett Lifað og hrærst í tónlist Fyrrum handhafar Lítils fugls eru meðal annars Vernharður Linnet, Andrea Jónsdóttir, Þorgeir Ástvaldsson, Svanhildur Jakobsdóttir svo einhver séu nefnd en í fyrra var það dagskrárgerðar- og fjölmiðlamaðurinn Jónatan Garðarsson sem hlaut Litla fuglinn. Arnar Eggert handhafi verðlaunanna í ár er doktor í tónlistarfræðum frá Háskólanum í Edinborg og starfar nú meðal annars sem aðjúnkt við Háskóla Íslands þar sem hann er umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði. „Arnar hefur lifað og hrærst í heimi íslenskrar tónlistar frá unga aldri en eftir að lauk framkomu á sviði með hljómsveit sinni Maunum í Músiktilraunum fór hann að leggja meiri rækt við hlustun og tónleikasókn og viðaði að sér alfræðilegri þekkingu á heimi tónlistarinnar. Sem blaðamaður Morgunblaðsins og gagnrýnandi RÚV hefur Arnar fjallað um alla kima íslenskrar dægurtónlistar og greinarnar skipta hundruðum ef ekki þúsunda. Eftir Arnar Eggert liggja einnig nokkrar bækur útgefnar sem allar fjalla um íslenska tónlist. Hann hóf þann feril með trukki er hann reit lífshlaupssögu Einars Bárðarsonar, Öll trixin í bókinni árið 2007, svo skrifaði hann 100 bestu plötur Íslandssögunnar (ásamt Jónatani Garðarssyni) árið 2009 og gaf svo út greinasafn sitt Tónlist ... er tónlist árið 2012,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. „Síðustu fimm ár hafa vakið mikla eftirtekt tónlistargöngur Arnars um Reykjavík, The Reykjavik Music Walk, þar sem gönguhrólfar eru kynntir fyrir tónlistarsögunni sem markar djúp skref í fjölmörgum götum borgarinnar. Arnar hefur þá í gegnum tíðina setið í fjölmörgum tónlistar-dómefndum, veri það í tengslum við Músíktilraunir, Kraumsverðlaunin, Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs eða Íslensku tónlistarverðlaunin svo fátt eitt sé talið en allt það starf miðar að framgangi, útbreiðslu og sköpun íslenskrar tónlistar.Arnar skrifar enn sleitulaust um tónlist og fáar sem engar stefnur né straumar sem skildar eru útundan í bókum og skrifum Arnars. Stjórnin og Forgarður helvítis njóta sömu réttinda í huga hans og hann heldur úti sínu eigin vefsvæði með umfjöllunum sínum og síðasta rýni hans er ekki eldri en 3 daga gömul. Arnari Eggert er þakkað af heilum hug fyrir óeigingjarnt starf í þágu íslenskrar tónlistar, vandaða umfjöllun og dagskrárgerð íslenskri tónlist til heilla.“ Betri árangur á Spotify Nýsköpunarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar hlýtur Unnur Sara Eldjárn. Tónlistarkonan Unnur Sara hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur, haldið fjölmarga tónleika, starfað við tónmenntakennslu og nú uppá síðkastið staðið fyrir kennslu og deilt þekkingu sinni í markaðssetningu tónlistar á streymisveitum eins og Spotify. Unnur hefur frá því árið 2020 haldið vinsæl námskeið í einka- og hópatímum sem snýr að því ná árangri á spilunarlistum á Spotify. Námskeiðið kallast „Hvernig kemst ég inn á Spotify-playlista“ og hefur slegið í gegn og eflir án nokkurs vafa íslenskt tónlistarfólk í þeim heimi sem við búum við. Heimi streymisveitna. Unnur Sara hlýtur Nýsköpunarverðlaunin í ár en Unnur er stödd í Frakklandi þar sem hún starfar við tónlist. En frændi Unnar, Ari Eldjárn veitti viðurkenningunni viðtöku. Record in Iceland hlýtur Útflutningsverðlaun Dags íslenskrar tónlistar og Icelandair fyrir hið verðuga verkefni og öfluga kynningarátak sem felst í því að hvetja tónlistarfólk um allan heim til hljóðritunar hér á Íslandi. „Átakið er á vegum ÚTÓN (Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar) vegna endurgreiðslu hljóðritunarkostnaðar sem fellur til á Íslandi. Kynningarátakið er unnið í samvinnu við Utanríkisráðuneytið, Íslandsstofu og Reykjavík tónlistarborg. Verkefnið er einnig styrkt af Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu sem var og hét. Record in Iceland er handhafi Útflutningsverðlauna Dags íslenskrar tónlistar og voru það þær Bryndís Jónatansdóttir frá ÚTÓN og Lilja Alfreðsdóttir menningar-, ferða og viðskiptamálaráðherra sem tóku á móti viðurkenningunni.“ Græni hatturinn og Stelpur rokka framúrskarandi Glugginn er veittur þeim verkefnum sem þykja sýna íslenskri tónlist sérstaka atfylgi, fyrrum verðlaunahafar eru þar á meðal sjónvarpsþátturinn Vikan með Gísla Marteini og í fyrra var það Sjónvarp Símans. Í ár er handhafi Gluggans hinn sívinsæli tónleikastaður Græni hatturinn á Akureyri. „Græni hatturinn opnaði sínar dyr í fyrsta sinn í febrúar 2003 og hefur frá því þá skipað sér á stall sem einn vinsælasti og rótgrónasti tónleikastaður landsins. Tala tónleika sem haldnir hafa verið á staðnum standa á tveimur þúsundum en Græni hatturinn hefur haldið úti metnaðarfullri tónlistardagskrá nánast um hverja helgi frá opnun. Fyrir utan Akureyringa og nærsveitamenn kunna landsmenn allir að meta þetta starf og hefur Græni hatturinn skipað sér í sess sem einn vinsælasti staðurinn að heimsækja af mörgum á Norðurlandi. Það var vertinn sjálfur og eigandinn, Haukur Tryggvason sem veitti viðurkenningunni viðtöku.“ Loks voru það Hvatningarverðlunin sem afhent voru og féllu þau í skaut verkefnisins Stelpur rokka! „Stelpur rokka! eru rokkbúðir fyrir ungar stelpur sem settar voru á laggirnar árið 2012 í því skyni að leiðrétta kynjahalla í íslensku tónlistarlífi. Búðirnar eru að erlendri fyrirmynd en þar koma saman reyndar tónlistarkonur og efla og hvetja unga byrjendur til dáða. Í búðunum er boðið upp á aðgengi að ýmsum hljóðfærum en einnig leggja leiðbeinendur upp úr því að kenna á hljóðfæri og fræða þátttakendur um mismunandi tónlistarstefnur og tónlistarsögu kvenna, svo að fátt eitt sé nefnt. Stelpur rokka hafa einnig lagt öðrum verkefnum stuðning og meðal annars safnað fyrir rokkbúðum í Vestur Afríku. Stelpur rokka hafa verið öflugur stökkpallur fyrir fjölmargar tónlistarkonur og án alls vafa stuðlað að því að tónlistarheimurinn er ekki eins einsleitur og hann hafði verið um ártugaskeið. Stelpur rokka er verðugur handhafi Hvatningarverðlaunanna 2021!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslensk tunga Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Tengdar fréttir Jelena, Maggi Kjartans og Tryggvi á Degi íslenskrar tónlistar Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á miðvikudag. Á fjölum Iðnó við tjörnina verður efnt til dagskrár í tilefni dagsins, þar sem veittar verða viðurkenningar þeim verkefnum sem þótt hafa staðið upp úr síðustu misseri - auk heiðursverðlauna dagsins, sem kennd eru við Lítinn fugl. 29. nóvember 2021 09:56 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Jelena, Maggi Kjartans og Tryggvi á Degi íslenskrar tónlistar Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á miðvikudag. Á fjölum Iðnó við tjörnina verður efnt til dagskrár í tilefni dagsins, þar sem veittar verða viðurkenningar þeim verkefnum sem þótt hafa staðið upp úr síðustu misseri - auk heiðursverðlauna dagsins, sem kennd eru við Lítinn fugl. 29. nóvember 2021 09:56