Vinirnir ákváðu að búa saman og sofa í sama rúmi til að missa ekki af neinu Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2021 10:31 Þórdís og Sigurjón eiga dreng saman og eru bestu vinir. Eins og fram kom í Íslandi í dag í apríl á þessu ári ákváðu vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn að eignast barn saman. Nú er sonur þeirra kominn í heiminn og var rætt aftur við foreldrana í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þetta er alveg æðislegt og þetta er bara svo mikil ást,“ segir Þórdís Imsland sem bætir við að meðgangan sjálf hafi gengið mjög vel og í raun eins og í draumi. „Ég byrja að fá hríðir klukkan þrjú um nóttina og ég hugsa að ég ætla ekki að vekja hann strax því ef ég hefði gert það þá vissi ég að hann myndi byrja að smyrja samlokur,“ segir Þórdís. „Ég var búinn fara í sérferðir í Hagkaup og þá átti sko bara að smyrja og vera með kaffi og með því,“ segir Sigurjón. „Ég vek hann um sexleytið og segi við hann að það sé eitthvað að gerast og hann segir strax, á ég þá að fara byrja smyrja,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís fékk smá glaðloft á sjúkrahúsinu en náði ekki mænudeyfingunni. „Þær skoða mig upp á fæðingardeild og þær skoða mig og þá er ég bara komin með átta í útvíkkun. Ég fór svo bara smá í bað, fékk rembingstilfinningu og svo bara fæddi ég hann. Hann var tekinn með sogklukku. Þetta var tilfinning sem maður hefur ekki fundið áður. Ég hugsaði bara tveimur dögum seinna, þetta get ég gert aftur,“ segir Þórdís. „Að heyra gráturinn og sjá hann opna augun var ótrúleg tilfinning. Fæðingin var kannski öðruvísi en við bjuggumst við þar sem við vorum búin að undirbúa okkur að þetta yrði svo svakalegt og búin að lesa svo margar hryllingssögur um fæðingar, sem maður á ekki að gera. Þórdís er sko algjört hörkutól og var algjörlega mögnuð í þessu ferli. Mér finnst mjög mikilvægt að svona góðar sögur fái að heyrast líka,“ segir Sigurjón Algjör klappstýra „Það er alveg magnað að maður geti komið svona barni út. Hann var algjör klappstýra,“ segir Þórdís. Vinirnir fluttu inn saman í ágúst og drengurinn þeirra kom í heiminn í október. „Við erum rosalega skýr við hvort annað og ef það er eitthvað sem er að plaga okkur þá segjum við það,“ segir Þórdís. Falleg stund þegar drengurinn kom í heiminn. „Við ætlum að búa saman allavega næsta árið og teljum það best fyrir alla og að enginn missi af neinu. Ég tók fjórar vikur í orlof og byrjaði að vinna núna á mánudaginn síðasta. Það var skrýtið, nú er ég faðir og það er barn að bíða heima,“ segir Sigurjón. Þau segjast líka sofa saman í stóru rúmi með þann litla á milli. Þau ætla hvorugt að missa af neinu á þessum spennandi tímum í lífi barnsins og þeirra. Þórdís og Sigurjón tilkynntu opinberuðu nafn drengsins í þættinum í gær og fékk hann nafnið Óðinn Örn Sigurjónsson Imsland. „Óðinn er út í bláinn en Örn er millinafnið mitt og pabba og þetta er smá svona í minni fjölskyldu,“ segir Sigurjón. „Við erum að miða við að hafa þetta viku og viku í framtíðinni og ætlum að vera saman um jólin,“ segir Þórdís en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Ísland í dag - Tilkynntu nafnið í Íslandi í dag Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Nú er sonur þeirra kominn í heiminn og var rætt aftur við foreldrana í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þetta er alveg æðislegt og þetta er bara svo mikil ást,“ segir Þórdís Imsland sem bætir við að meðgangan sjálf hafi gengið mjög vel og í raun eins og í draumi. „Ég byrja að fá hríðir klukkan þrjú um nóttina og ég hugsa að ég ætla ekki að vekja hann strax því ef ég hefði gert það þá vissi ég að hann myndi byrja að smyrja samlokur,“ segir Þórdís. „Ég var búinn fara í sérferðir í Hagkaup og þá átti sko bara að smyrja og vera með kaffi og með því,“ segir Sigurjón. „Ég vek hann um sexleytið og segi við hann að það sé eitthvað að gerast og hann segir strax, á ég þá að fara byrja smyrja,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís fékk smá glaðloft á sjúkrahúsinu en náði ekki mænudeyfingunni. „Þær skoða mig upp á fæðingardeild og þær skoða mig og þá er ég bara komin með átta í útvíkkun. Ég fór svo bara smá í bað, fékk rembingstilfinningu og svo bara fæddi ég hann. Hann var tekinn með sogklukku. Þetta var tilfinning sem maður hefur ekki fundið áður. Ég hugsaði bara tveimur dögum seinna, þetta get ég gert aftur,“ segir Þórdís. „Að heyra gráturinn og sjá hann opna augun var ótrúleg tilfinning. Fæðingin var kannski öðruvísi en við bjuggumst við þar sem við vorum búin að undirbúa okkur að þetta yrði svo svakalegt og búin að lesa svo margar hryllingssögur um fæðingar, sem maður á ekki að gera. Þórdís er sko algjört hörkutól og var algjörlega mögnuð í þessu ferli. Mér finnst mjög mikilvægt að svona góðar sögur fái að heyrast líka,“ segir Sigurjón Algjör klappstýra „Það er alveg magnað að maður geti komið svona barni út. Hann var algjör klappstýra,“ segir Þórdís. Vinirnir fluttu inn saman í ágúst og drengurinn þeirra kom í heiminn í október. „Við erum rosalega skýr við hvort annað og ef það er eitthvað sem er að plaga okkur þá segjum við það,“ segir Þórdís. Falleg stund þegar drengurinn kom í heiminn. „Við ætlum að búa saman allavega næsta árið og teljum það best fyrir alla og að enginn missi af neinu. Ég tók fjórar vikur í orlof og byrjaði að vinna núna á mánudaginn síðasta. Það var skrýtið, nú er ég faðir og það er barn að bíða heima,“ segir Sigurjón. Þau segjast líka sofa saman í stóru rúmi með þann litla á milli. Þau ætla hvorugt að missa af neinu á þessum spennandi tímum í lífi barnsins og þeirra. Þórdís og Sigurjón tilkynntu opinberuðu nafn drengsins í þættinum í gær og fékk hann nafnið Óðinn Örn Sigurjónsson Imsland. „Óðinn er út í bláinn en Örn er millinafnið mitt og pabba og þetta er smá svona í minni fjölskyldu,“ segir Sigurjón. „Við erum að miða við að hafa þetta viku og viku í framtíðinni og ætlum að vera saman um jólin,“ segir Þórdís en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Ísland í dag - Tilkynntu nafnið í Íslandi í dag
Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira