Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2021 20:01 Kári Benediktsson, Jakob Már Österby Ævarsson, Björn Diljan Hálfdánarson, Þorkell Breki Gunnarsson eru ekkert ósáttir við að hafa Hagaskóla útaf fyrir sig. Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega. „Myglan er þó nokkur við útveggi í þessari fyrstu byggingu, þar sem áttundi bekkur var. Það er verið að bregðast við því og verið að fræsa og hreinsa upp úr gólfum og stefnt að því að klæða húsið á næsta ári til að forðast að þetta gerist aftur,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri.Vísir/Egill Skólinn er þar af leiðandi að miklu leyti innsiglaður en mygla fannst í álmu níundu bekkinga í síðustu viku og í álmu áttundu bekkinga fyrr í þessum mánuði. Myglan reyndist meiri en talið var í fyrstu og borist hafa þó nokkrar kvartanir, flestar frá starfsfólki, sem hefur kennt sér meins og veikst vegna myglu. Þegar fréttastofu bar að garði voru nemendur nokkuð sáttir við fyrirkomulagið og fannst raunar nokkuð spennandi að fá að skipta um umhverfi en í Háskólabíói fá þeir smjörþefinn af því að sitja fyrirlestra í háskóla. Skólinn er að miklu leyti innsiglaður.Vísir/Egill Tíundu bekkingar sitja eftir í Hagaskóla en þeim finnst það sömuleiðis fínt – meira næði og ágætt að elsti árangurinn fái að vera allur saman. Þetta breyti ekki miklu enda vanir hólfaskiptingum í heimsfaraldri. ngibjörg segir að fyrirkomulagið verði með þessum hætti, að minnsta kosti að jólum. Óvissan sé vissulega óþægileg en að allt sé gert til að koma hlutum í eðlilegt horf. „Þetta húsnæði er afskaplega dýrmætt. Eins og byggingin sem áttundi bekkur var í er afskaplega glæsileg og falleg bygging þannig að það er til mikils að vinna að koma henni í samt lag. Ég hef aðeins aðra skoðun á elstu álmunum tveimur en ég myndi vilja sjá þær fara í burtu,“ segir hún. Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Myglan er þó nokkur við útveggi í þessari fyrstu byggingu, þar sem áttundi bekkur var. Það er verið að bregðast við því og verið að fræsa og hreinsa upp úr gólfum og stefnt að því að klæða húsið á næsta ári til að forðast að þetta gerist aftur,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri.Vísir/Egill Skólinn er þar af leiðandi að miklu leyti innsiglaður en mygla fannst í álmu níundu bekkinga í síðustu viku og í álmu áttundu bekkinga fyrr í þessum mánuði. Myglan reyndist meiri en talið var í fyrstu og borist hafa þó nokkrar kvartanir, flestar frá starfsfólki, sem hefur kennt sér meins og veikst vegna myglu. Þegar fréttastofu bar að garði voru nemendur nokkuð sáttir við fyrirkomulagið og fannst raunar nokkuð spennandi að fá að skipta um umhverfi en í Háskólabíói fá þeir smjörþefinn af því að sitja fyrirlestra í háskóla. Skólinn er að miklu leyti innsiglaður.Vísir/Egill Tíundu bekkingar sitja eftir í Hagaskóla en þeim finnst það sömuleiðis fínt – meira næði og ágætt að elsti árangurinn fái að vera allur saman. Þetta breyti ekki miklu enda vanir hólfaskiptingum í heimsfaraldri. ngibjörg segir að fyrirkomulagið verði með þessum hætti, að minnsta kosti að jólum. Óvissan sé vissulega óþægileg en að allt sé gert til að koma hlutum í eðlilegt horf. „Þetta húsnæði er afskaplega dýrmætt. Eins og byggingin sem áttundi bekkur var í er afskaplega glæsileg og falleg bygging þannig að það er til mikils að vinna að koma henni í samt lag. Ég hef aðeins aðra skoðun á elstu álmunum tveimur en ég myndi vilja sjá þær fara í burtu,“ segir hún.
Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent