Múrbrjóturinn er veittur þeim, sem að mati samtakanna, brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla að jöfnu samfélagi án aðgreiningar.
Í ár mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, afhenda verðlaunin en Andri Freyr Hilmarsson, einn umsjónarmanna sjónvarpsþáttanna Með okkar augum, verður kynnir.
Hægt verður að fylgjast með afhendingu verðlaunanna í spilaranum hér að neðan.