Vill ryðja brautina fyrir aðra tvíkynhneigða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2021 13:28 Jóhannes Þór Skúlason segir íslenskt samfélag hafa tekið miklum framförum hvað varðar opinn hug þegar komi að kynhneigðum. Sigurinn sé þó ekki unninn. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á því að hann væri tvíkynhneigður. Hann telur samfélagið opnara fyrir tvíkynhneigðum konum en körlum. Þetta kemur fram í viðtali GayIceland við Jóhannes sem var aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsætisráðherratíð hans. Hann segir augu sín hafa opnast á viðburði í Norræna húsinu fyrir nokkrum árum þar sem tvíkynhneigðir karlar lýstu reynslu sinni. „Þetta var smá skrýtið því enginn okkar hafði áður verið í herbergi með tveimur öðrum tvíkynhneigðum körlum, allavega sem við vissum af,“ segir Jóhannes í viðtalinu. Svo hafi komið í ljós að þeir voru reyndar fimm í herberginu. Jóhannes kom út úr skápnum fyrir þremur árum og vonar að frásögn hans ryðja brautina fyrir aðra tvíkynhneigða. Að þeir verði stoltir og opnir varðandi tvíkynhneigðina. „Við vitum að það eru tvíkynhneigðir karlmenn þarna úti. Fullt af þeim. En þeir virðast ekki, hvort sem það er með ráðum gert eða ekki, komast í kastljósið,“ segir Jóhannes Þór við GayIceland. Þótt allir tvíkynhneigðir geti átt erfitt uppdráttar þá telur Jóhannes samfélagið opnara fyrir tvíkynhneigðum konum en körlum. Hann hafi sjálfur verið tíu ár, í gengum háskóla og í framhaldinu, að skilja tvíkynhneigð. Jóhannes segir að heilt yfir hafi viðbrögðin verið góð þegar hann greindi frá tvíkynhneigð sinni. Sumir hafi farið fram úr sér og talið að fram undan væri skilnaður en Jóhannes er kvæntur. „Það var vinahópur staddur í öðru partýi og ég heyrði að þegar þau sáu tíðindin á Facebook þá hefðu þau tekið andköf,“ segir Jóhannes. Allir hafi farið að velta skilnaði hans og eiginkonunnar fyrir sér. „Mamma var aðallega áhyggjufull um hvort þetta hefði áhrif á vinnuna mína,“ segir Jóhannes. Hann hafi verið heppinn hvað viðbrögðin varðaði. Hinsegin Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali GayIceland við Jóhannes sem var aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsætisráðherratíð hans. Hann segir augu sín hafa opnast á viðburði í Norræna húsinu fyrir nokkrum árum þar sem tvíkynhneigðir karlar lýstu reynslu sinni. „Þetta var smá skrýtið því enginn okkar hafði áður verið í herbergi með tveimur öðrum tvíkynhneigðum körlum, allavega sem við vissum af,“ segir Jóhannes í viðtalinu. Svo hafi komið í ljós að þeir voru reyndar fimm í herberginu. Jóhannes kom út úr skápnum fyrir þremur árum og vonar að frásögn hans ryðja brautina fyrir aðra tvíkynhneigða. Að þeir verði stoltir og opnir varðandi tvíkynhneigðina. „Við vitum að það eru tvíkynhneigðir karlmenn þarna úti. Fullt af þeim. En þeir virðast ekki, hvort sem það er með ráðum gert eða ekki, komast í kastljósið,“ segir Jóhannes Þór við GayIceland. Þótt allir tvíkynhneigðir geti átt erfitt uppdráttar þá telur Jóhannes samfélagið opnara fyrir tvíkynhneigðum konum en körlum. Hann hafi sjálfur verið tíu ár, í gengum háskóla og í framhaldinu, að skilja tvíkynhneigð. Jóhannes segir að heilt yfir hafi viðbrögðin verið góð þegar hann greindi frá tvíkynhneigð sinni. Sumir hafi farið fram úr sér og talið að fram undan væri skilnaður en Jóhannes er kvæntur. „Það var vinahópur staddur í öðru partýi og ég heyrði að þegar þau sáu tíðindin á Facebook þá hefðu þau tekið andköf,“ segir Jóhannes. Allir hafi farið að velta skilnaði hans og eiginkonunnar fyrir sér. „Mamma var aðallega áhyggjufull um hvort þetta hefði áhrif á vinnuna mína,“ segir Jóhannes. Hann hafi verið heppinn hvað viðbrögðin varðaði.
Hinsegin Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira