„Þegar systir mín dó þá var þetta mín leið“ Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa 7. desember 2021 10:30 KK og Frosti fóru yfir ferilinn og lífið. Tónlistarmanninn Kristján Kristjánsson, eða KK, þarf vart að kynna, en hann hefur yljað þjóðinni með tónlist sinni og nærveru í um það bil þrjátíu ár. Hann kom til Íslands árið 1990 eftir að hafa starfað sem götuspilari víðsvegar um Evrópu á árunum þar á undan og hefur síðan þá sent frá sér hverja perluna á eftir annarri, fjölmörg lög og hljómplötur sem þjóðin sannarlega elskar. En þrátt fyrir að hafa gefið út tónlist hér á landi í 30 ár hafði KK aldrei gefið út vínyl plötu. Ekki fyrr en nýlega, þegar hann sendi fyrst frá sér nýja safnplötu með upptökum frá árinu 1985-2000 og fljótlega eftir það kom fyrsta breiðskífan, Lucky One frá árinu 1991, einnig loksins út á vínyl. Frosti Logason heimsótti KK nýlega og fengu þeir félagar sér rjúkandi kaffibolla og spjölluðum um tónlistina og lífið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þegar ég gaf út þessa plötu þá var hún gefin út hjá PS music sem var fyrir Pétur og Steinar, Pétur Kristjáns heitinn og Steinar Berg. Ég sagði við Steinar á sínum tíma að nú gefum við út vínyl og hann svaraði mér, nei elsku Kristján minn, það er búið. Nú er það bara geisladiskar,“ segir Kristján. Frosti fékk að taka lagið með KK. Kristján man þessa tíma eins gerst hefðu í gær. Platan Lucky One átti eftir að slá rækilega í gegn en á henni fékk hann til sín einvala lið hljóðfæraleikari sem hann hefur mörgum hverjum unnið mikið með allar götur síðan. KK ætlaði einmitt að halda 30 ára afmælistónleika vegna plötunnar á þessu ári en Covid faraldurinn hefur gert það að verkum að tónleikarnir hafa frestast en nú stendur til að halda þá í Hörpu þann 26. febrúar næstkomandi, en þar mun hann spila með öllu því frábæra tónlistarfólki sem hann hefur mest unnið með í gegnum tíðina. „Ég veit ekki hvað ég hef samið mörg lög,“ segir KK en eitt af hans þekktustu lögum er lagið I think of Angels sem hann samdi á sínum tíma um systur sína sem lést í bílslysi. „Þegar systir mín dó þá var þetta leið mín til þess að takast á við það. Ellen syngur þetta líka eins og ég veit ekki hvað, það getur enginn toppað það enda er þetta systir okkar.“ Frosti nefnir til sögunnar lag sem KK samdi sem ber nafnið Ég fann ást. „Ég losnaði undan áfengis- og dópneyslunnar fyrir 26 árum síðan. Að vera ekki í neyslu á sínum tíma var erfitt, það var erfitt að vera alsgáður og leiðin út var að fá sér eitthvað og þá var maður glaður og fínn. Sem hefði verið fínt ef ég hefði getað skotið á mig öðru hvoru en ég gat það ekki, en þegar ég skaut á mig þurfti ég að fá meira og það endaði í einhverri vitleysu. Þetta lag fjallar um það sem maður fær í staðinn að líða vel án efna,“ segir KK sem byrjaði að spila lagið fyrir Frosta sem tók sjálfur undir. KK segir í innslaginu að hann hafi aldrei viljað nota lögin sín í auglýsingum þar sem verið sé að selja fólki eitthvað sem það þarf ekkert á að halda. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tónlist Tengdar fréttir Bylgjan órafmögnuð: Ellen Kristjáns og fjölskylda Ellen Kristjánsdóttir steig á stokk ásamt fjölskyldu sinni í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. 25. nóvember 2021 18:00 Bylgjan órafmögnuð: KK flytur sín þekktustu lög Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir voru fluttir á Bylgjunni og sýndir á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. 28. október 2021 17:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Hann kom til Íslands árið 1990 eftir að hafa starfað sem götuspilari víðsvegar um Evrópu á árunum þar á undan og hefur síðan þá sent frá sér hverja perluna á eftir annarri, fjölmörg lög og hljómplötur sem þjóðin sannarlega elskar. En þrátt fyrir að hafa gefið út tónlist hér á landi í 30 ár hafði KK aldrei gefið út vínyl plötu. Ekki fyrr en nýlega, þegar hann sendi fyrst frá sér nýja safnplötu með upptökum frá árinu 1985-2000 og fljótlega eftir það kom fyrsta breiðskífan, Lucky One frá árinu 1991, einnig loksins út á vínyl. Frosti Logason heimsótti KK nýlega og fengu þeir félagar sér rjúkandi kaffibolla og spjölluðum um tónlistina og lífið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þegar ég gaf út þessa plötu þá var hún gefin út hjá PS music sem var fyrir Pétur og Steinar, Pétur Kristjáns heitinn og Steinar Berg. Ég sagði við Steinar á sínum tíma að nú gefum við út vínyl og hann svaraði mér, nei elsku Kristján minn, það er búið. Nú er það bara geisladiskar,“ segir Kristján. Frosti fékk að taka lagið með KK. Kristján man þessa tíma eins gerst hefðu í gær. Platan Lucky One átti eftir að slá rækilega í gegn en á henni fékk hann til sín einvala lið hljóðfæraleikari sem hann hefur mörgum hverjum unnið mikið með allar götur síðan. KK ætlaði einmitt að halda 30 ára afmælistónleika vegna plötunnar á þessu ári en Covid faraldurinn hefur gert það að verkum að tónleikarnir hafa frestast en nú stendur til að halda þá í Hörpu þann 26. febrúar næstkomandi, en þar mun hann spila með öllu því frábæra tónlistarfólki sem hann hefur mest unnið með í gegnum tíðina. „Ég veit ekki hvað ég hef samið mörg lög,“ segir KK en eitt af hans þekktustu lögum er lagið I think of Angels sem hann samdi á sínum tíma um systur sína sem lést í bílslysi. „Þegar systir mín dó þá var þetta leið mín til þess að takast á við það. Ellen syngur þetta líka eins og ég veit ekki hvað, það getur enginn toppað það enda er þetta systir okkar.“ Frosti nefnir til sögunnar lag sem KK samdi sem ber nafnið Ég fann ást. „Ég losnaði undan áfengis- og dópneyslunnar fyrir 26 árum síðan. Að vera ekki í neyslu á sínum tíma var erfitt, það var erfitt að vera alsgáður og leiðin út var að fá sér eitthvað og þá var maður glaður og fínn. Sem hefði verið fínt ef ég hefði getað skotið á mig öðru hvoru en ég gat það ekki, en þegar ég skaut á mig þurfti ég að fá meira og það endaði í einhverri vitleysu. Þetta lag fjallar um það sem maður fær í staðinn að líða vel án efna,“ segir KK sem byrjaði að spila lagið fyrir Frosta sem tók sjálfur undir. KK segir í innslaginu að hann hafi aldrei viljað nota lögin sín í auglýsingum þar sem verið sé að selja fólki eitthvað sem það þarf ekkert á að halda. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tónlist Tengdar fréttir Bylgjan órafmögnuð: Ellen Kristjáns og fjölskylda Ellen Kristjánsdóttir steig á stokk ásamt fjölskyldu sinni í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. 25. nóvember 2021 18:00 Bylgjan órafmögnuð: KK flytur sín þekktustu lög Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir voru fluttir á Bylgjunni og sýndir á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. 28. október 2021 17:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Bylgjan órafmögnuð: Ellen Kristjáns og fjölskylda Ellen Kristjánsdóttir steig á stokk ásamt fjölskyldu sinni í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. 25. nóvember 2021 18:00
Bylgjan órafmögnuð: KK flytur sín þekktustu lög Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir voru fluttir á Bylgjunni og sýndir á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. 28. október 2021 17:01