„Þegar systir mín dó þá var þetta mín leið“ Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa 7. desember 2021 10:30 KK og Frosti fóru yfir ferilinn og lífið. Tónlistarmanninn Kristján Kristjánsson, eða KK, þarf vart að kynna, en hann hefur yljað þjóðinni með tónlist sinni og nærveru í um það bil þrjátíu ár. Hann kom til Íslands árið 1990 eftir að hafa starfað sem götuspilari víðsvegar um Evrópu á árunum þar á undan og hefur síðan þá sent frá sér hverja perluna á eftir annarri, fjölmörg lög og hljómplötur sem þjóðin sannarlega elskar. En þrátt fyrir að hafa gefið út tónlist hér á landi í 30 ár hafði KK aldrei gefið út vínyl plötu. Ekki fyrr en nýlega, þegar hann sendi fyrst frá sér nýja safnplötu með upptökum frá árinu 1985-2000 og fljótlega eftir það kom fyrsta breiðskífan, Lucky One frá árinu 1991, einnig loksins út á vínyl. Frosti Logason heimsótti KK nýlega og fengu þeir félagar sér rjúkandi kaffibolla og spjölluðum um tónlistina og lífið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þegar ég gaf út þessa plötu þá var hún gefin út hjá PS music sem var fyrir Pétur og Steinar, Pétur Kristjáns heitinn og Steinar Berg. Ég sagði við Steinar á sínum tíma að nú gefum við út vínyl og hann svaraði mér, nei elsku Kristján minn, það er búið. Nú er það bara geisladiskar,“ segir Kristján. Frosti fékk að taka lagið með KK. Kristján man þessa tíma eins gerst hefðu í gær. Platan Lucky One átti eftir að slá rækilega í gegn en á henni fékk hann til sín einvala lið hljóðfæraleikari sem hann hefur mörgum hverjum unnið mikið með allar götur síðan. KK ætlaði einmitt að halda 30 ára afmælistónleika vegna plötunnar á þessu ári en Covid faraldurinn hefur gert það að verkum að tónleikarnir hafa frestast en nú stendur til að halda þá í Hörpu þann 26. febrúar næstkomandi, en þar mun hann spila með öllu því frábæra tónlistarfólki sem hann hefur mest unnið með í gegnum tíðina. „Ég veit ekki hvað ég hef samið mörg lög,“ segir KK en eitt af hans þekktustu lögum er lagið I think of Angels sem hann samdi á sínum tíma um systur sína sem lést í bílslysi. „Þegar systir mín dó þá var þetta leið mín til þess að takast á við það. Ellen syngur þetta líka eins og ég veit ekki hvað, það getur enginn toppað það enda er þetta systir okkar.“ Frosti nefnir til sögunnar lag sem KK samdi sem ber nafnið Ég fann ást. „Ég losnaði undan áfengis- og dópneyslunnar fyrir 26 árum síðan. Að vera ekki í neyslu á sínum tíma var erfitt, það var erfitt að vera alsgáður og leiðin út var að fá sér eitthvað og þá var maður glaður og fínn. Sem hefði verið fínt ef ég hefði getað skotið á mig öðru hvoru en ég gat það ekki, en þegar ég skaut á mig þurfti ég að fá meira og það endaði í einhverri vitleysu. Þetta lag fjallar um það sem maður fær í staðinn að líða vel án efna,“ segir KK sem byrjaði að spila lagið fyrir Frosta sem tók sjálfur undir. KK segir í innslaginu að hann hafi aldrei viljað nota lögin sín í auglýsingum þar sem verið sé að selja fólki eitthvað sem það þarf ekkert á að halda. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tónlist Tengdar fréttir Bylgjan órafmögnuð: Ellen Kristjáns og fjölskylda Ellen Kristjánsdóttir steig á stokk ásamt fjölskyldu sinni í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. 25. nóvember 2021 18:00 Bylgjan órafmögnuð: KK flytur sín þekktustu lög Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir voru fluttir á Bylgjunni og sýndir á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. 28. október 2021 17:01 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Tíu smart kósýgallar Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Hann kom til Íslands árið 1990 eftir að hafa starfað sem götuspilari víðsvegar um Evrópu á árunum þar á undan og hefur síðan þá sent frá sér hverja perluna á eftir annarri, fjölmörg lög og hljómplötur sem þjóðin sannarlega elskar. En þrátt fyrir að hafa gefið út tónlist hér á landi í 30 ár hafði KK aldrei gefið út vínyl plötu. Ekki fyrr en nýlega, þegar hann sendi fyrst frá sér nýja safnplötu með upptökum frá árinu 1985-2000 og fljótlega eftir það kom fyrsta breiðskífan, Lucky One frá árinu 1991, einnig loksins út á vínyl. Frosti Logason heimsótti KK nýlega og fengu þeir félagar sér rjúkandi kaffibolla og spjölluðum um tónlistina og lífið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þegar ég gaf út þessa plötu þá var hún gefin út hjá PS music sem var fyrir Pétur og Steinar, Pétur Kristjáns heitinn og Steinar Berg. Ég sagði við Steinar á sínum tíma að nú gefum við út vínyl og hann svaraði mér, nei elsku Kristján minn, það er búið. Nú er það bara geisladiskar,“ segir Kristján. Frosti fékk að taka lagið með KK. Kristján man þessa tíma eins gerst hefðu í gær. Platan Lucky One átti eftir að slá rækilega í gegn en á henni fékk hann til sín einvala lið hljóðfæraleikari sem hann hefur mörgum hverjum unnið mikið með allar götur síðan. KK ætlaði einmitt að halda 30 ára afmælistónleika vegna plötunnar á þessu ári en Covid faraldurinn hefur gert það að verkum að tónleikarnir hafa frestast en nú stendur til að halda þá í Hörpu þann 26. febrúar næstkomandi, en þar mun hann spila með öllu því frábæra tónlistarfólki sem hann hefur mest unnið með í gegnum tíðina. „Ég veit ekki hvað ég hef samið mörg lög,“ segir KK en eitt af hans þekktustu lögum er lagið I think of Angels sem hann samdi á sínum tíma um systur sína sem lést í bílslysi. „Þegar systir mín dó þá var þetta leið mín til þess að takast á við það. Ellen syngur þetta líka eins og ég veit ekki hvað, það getur enginn toppað það enda er þetta systir okkar.“ Frosti nefnir til sögunnar lag sem KK samdi sem ber nafnið Ég fann ást. „Ég losnaði undan áfengis- og dópneyslunnar fyrir 26 árum síðan. Að vera ekki í neyslu á sínum tíma var erfitt, það var erfitt að vera alsgáður og leiðin út var að fá sér eitthvað og þá var maður glaður og fínn. Sem hefði verið fínt ef ég hefði getað skotið á mig öðru hvoru en ég gat það ekki, en þegar ég skaut á mig þurfti ég að fá meira og það endaði í einhverri vitleysu. Þetta lag fjallar um það sem maður fær í staðinn að líða vel án efna,“ segir KK sem byrjaði að spila lagið fyrir Frosta sem tók sjálfur undir. KK segir í innslaginu að hann hafi aldrei viljað nota lögin sín í auglýsingum þar sem verið sé að selja fólki eitthvað sem það þarf ekkert á að halda. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tónlist Tengdar fréttir Bylgjan órafmögnuð: Ellen Kristjáns og fjölskylda Ellen Kristjánsdóttir steig á stokk ásamt fjölskyldu sinni í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. 25. nóvember 2021 18:00 Bylgjan órafmögnuð: KK flytur sín þekktustu lög Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir voru fluttir á Bylgjunni og sýndir á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. 28. október 2021 17:01 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Tíu smart kósýgallar Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Bylgjan órafmögnuð: Ellen Kristjáns og fjölskylda Ellen Kristjánsdóttir steig á stokk ásamt fjölskyldu sinni í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. 25. nóvember 2021 18:00
Bylgjan órafmögnuð: KK flytur sín þekktustu lög Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir voru fluttir á Bylgjunni og sýndir á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. 28. október 2021 17:01