Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2021 09:54 Kolbrún G. Þorsteinsdóttir. Aðsend Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að Kolbrún hafi setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og áður verið fyrsti varabæjarfulltrúi 2010 til 2014. Auk þess hefur Kolbrún setið í stjórn skíðasvæðanna og situr nú fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu byggðarsamlags. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hefur leitt lista Sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu síðustu ár en tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Mosfellsbær hefur verið öflugt vígi Sjálfstæðisflokksins og hlaut tæp fjörutíu prósent í kosningunum 2018. Kolbrún var formaður fjölskyldunefndar frá 2010 til 2016, en hún er kennari og lýðheilsufræðingur að mennt og stundar nú nám í Stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands. „Ég hef búið í Mosfellsbæ með hléum í 45 ár, gekk í Varmárskóla og Gaggó Mos. Ég á þrjá syni, einn í heimahúsi, og tveir eldri búa einnig hér í Mosó með sínum fjölskyldum. Mitt hjarta slær í Mosó og brenn ég fyrir þeim verkefnum sem ég tek að mér,” er haft eftir Kolbrúnu. Hún hafnaði í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í síðasta prófkjöri en sækist nú eftir stuðningi í 1. sætið. „Sveitarstjórnarmálin eru mér afar hjartfólgin og hef ég nú mikla reynslu og þekkingu á málaflokkum sveitarfélaga en það er mikilvægt þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni Mosfellsbæjar. Ég hef mikla löngun til að vinna með góðu og jákvæðu fólki að framtíðarmálefnum Mosfellinga,“ er haft eftir Kolbrúnu. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hættir í vor eftir um fimmtán ár í stóli bæjarstjóra Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí á næsta ári. 10. nóvember 2021 08:51 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Kolbrún hafi setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og áður verið fyrsti varabæjarfulltrúi 2010 til 2014. Auk þess hefur Kolbrún setið í stjórn skíðasvæðanna og situr nú fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu byggðarsamlags. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hefur leitt lista Sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu síðustu ár en tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Mosfellsbær hefur verið öflugt vígi Sjálfstæðisflokksins og hlaut tæp fjörutíu prósent í kosningunum 2018. Kolbrún var formaður fjölskyldunefndar frá 2010 til 2016, en hún er kennari og lýðheilsufræðingur að mennt og stundar nú nám í Stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands. „Ég hef búið í Mosfellsbæ með hléum í 45 ár, gekk í Varmárskóla og Gaggó Mos. Ég á þrjá syni, einn í heimahúsi, og tveir eldri búa einnig hér í Mosó með sínum fjölskyldum. Mitt hjarta slær í Mosó og brenn ég fyrir þeim verkefnum sem ég tek að mér,” er haft eftir Kolbrúnu. Hún hafnaði í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í síðasta prófkjöri en sækist nú eftir stuðningi í 1. sætið. „Sveitarstjórnarmálin eru mér afar hjartfólgin og hef ég nú mikla reynslu og þekkingu á málaflokkum sveitarfélaga en það er mikilvægt þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni Mosfellsbæjar. Ég hef mikla löngun til að vinna með góðu og jákvæðu fólki að framtíðarmálefnum Mosfellinga,“ er haft eftir Kolbrúnu.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hættir í vor eftir um fimmtán ár í stóli bæjarstjóra Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí á næsta ári. 10. nóvember 2021 08:51 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Hættir í vor eftir um fimmtán ár í stóli bæjarstjóra Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí á næsta ári. 10. nóvember 2021 08:51