Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2021 13:33 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. Húsnæðisúrræði á vegum borgarinnar hafa tvöfaldast frá árinu 2019 og eru nú alls 99 talsins. Það sama á við um kostnað vegna aðgerða í málefnum heimilislausra. Hann var um 730 milljónir 2019 en er áætlaður á þessu ári vera um einn komma fjórir milljarðar króna. Þetta kemur fram í stöðumati Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur líka fram að frá árinu 2017 hefur heimilislausum í Reykjavík fækkað um 14%. Af þeim nýta flestir sér heimilisúrræði borgarinnar en þrjú prósent heimilislausra býr á víðavangi. Árið 2017 bjuggu 76 einstaklingar á víðavangi. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið í málaflokknum „Nú hefur verið ákveðið að greina enn frekar stöðu heimilislausra í borginni. Við sjáum að þeim fækkar sem betur fer og meira en helmingur er í húsnæði. Við þurfum hins vegar að skoða núna hvar neyðin er sárust,“ segir Heiða. Heiða segir að auka eigi fjárstuðning um 29 milljónir króna við Rótina sem sér um Konukot, sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur. Þetta þýði að hætt verði að reiða sig á framlag sjálfboðaliða. Áætlað er að kostnaður borgarinnar vegna Konukots árið 2022 verði 122,5 milljónir króna en hann var 93,6 milljónir. Hækkunin nemur styrkupphæðinni. „Núna erum við að bæta aðeins í samninginn þannig að þær geta veitt enn betri þjónustu til þeirra kvenna sem sækja þangað. Síðan erum við með ýmsar styrkumsóknir sem við erum að afgreiða núna sem eru t.d. frá Samhjálp, Rauða krossinum, Kirkjunni þá þessir sem eru að mæta þessum félagslegu þörfum og virkni þessa hóps og fleiri,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Húsnæðisúrræði á vegum borgarinnar hafa tvöfaldast frá árinu 2019 og eru nú alls 99 talsins. Það sama á við um kostnað vegna aðgerða í málefnum heimilislausra. Hann var um 730 milljónir 2019 en er áætlaður á þessu ári vera um einn komma fjórir milljarðar króna. Þetta kemur fram í stöðumati Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur líka fram að frá árinu 2017 hefur heimilislausum í Reykjavík fækkað um 14%. Af þeim nýta flestir sér heimilisúrræði borgarinnar en þrjú prósent heimilislausra býr á víðavangi. Árið 2017 bjuggu 76 einstaklingar á víðavangi. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið í málaflokknum „Nú hefur verið ákveðið að greina enn frekar stöðu heimilislausra í borginni. Við sjáum að þeim fækkar sem betur fer og meira en helmingur er í húsnæði. Við þurfum hins vegar að skoða núna hvar neyðin er sárust,“ segir Heiða. Heiða segir að auka eigi fjárstuðning um 29 milljónir króna við Rótina sem sér um Konukot, sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur. Þetta þýði að hætt verði að reiða sig á framlag sjálfboðaliða. Áætlað er að kostnaður borgarinnar vegna Konukots árið 2022 verði 122,5 milljónir króna en hann var 93,6 milljónir. Hækkunin nemur styrkupphæðinni. „Núna erum við að bæta aðeins í samninginn þannig að þær geta veitt enn betri þjónustu til þeirra kvenna sem sækja þangað. Síðan erum við með ýmsar styrkumsóknir sem við erum að afgreiða núna sem eru t.d. frá Samhjálp, Rauða krossinum, Kirkjunni þá þessir sem eru að mæta þessum félagslegu þörfum og virkni þessa hóps og fleiri,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira