Búið að virkja samhæfingarstöð vegna öryggisveikleika sem gæti verið sá stærsti á seinni tímum Smári Jökull Jónsson skrifar 11. desember 2021 16:38 Theodór Ragnar Gíslason er tæknistjóri Syndis. Vísir/Baldur Hrafnkell Alvarlegur öryggisveikleiki sem uppgötvaðist þann 9.desember hefur nú þegar haft víðtæk áhrif um allan heim. Netöryggissveitin CERT-IS hefur virkjað samhæfingarstöð hér á landi vegna málsins. Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að virk skönnun er í gangi á íslenska innviði þar sem reynt er að finna þá þjóna og kerfi þar sem þennan veikleika er að finna. Samhæfingarstöð hefur verið virkjuð til að hraða upplýsingaskiptum og samhæfa aðgerðir til að fylgjast með þróun mála. Veikleikinn hefur fengið einkunnina 10 samkvæmt CVE sem er gagnagrunnur sem heldur utan um veikleika og áætlar hve alvarlegir þeir eru. „Þetta er sjúklega alvarlegt mál“ Theodór Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, sagði í samtali við fréttastofu að um sé að ræða einn alvarlegasta öryggisveikleika á seinni tímum. „Þetta bitnar á eiginlega öllu sem við notum. Allir sem hafa skrifað hugbúnað í Java sem nota viðbót sem heitir Log4j eru veikir fyrir þessu,“ segir Theodór og bætir við að mörg stærstu fyrirtækja heims hafi verið hakkanleg síðustu daga. „Tesla, Apple, Facebook og Google eru í þessum hópi. Öryggisteymi um allan heim hafa verið að bregðast við til að draga úr líkum að þeir verði hakkaðir. Ég var sjálfur í Iphone símanum mínum og þegar ég prófaði veikleikann, sem er auðvelt að gera, sá ég mjög fljótt að innviðir Apple voru mjög veikir. Þetta er sjúklega alvarlegt mál. „Sáralítið sem venjulegt fólk getur gert“ Theodór segir að fyrirtæki og stofnanir þurfi að koma sér í skjól og að auðvelt sé að nýta sér þennan veikleika. „Þeir sem skrifa hugbúnað eða nota hugbúnaðarkerfi sem eru með Log4j, þá eru afar miklar líkur á að hægt sé að misnota þann hugbúnað til að brjótast inn. Ástæðan fyrir því að hann fær 10 í einkunn hjá CVE er að hann er mjög alvarlegur og það er auðvelt að misnota þennan veikleika. Ef þú ert með 100 Java forrit sem nota þennan pakka þá þarf að laga í 100 skipti.“ Hann segir að búið sé að gera tilraunir til að ráðast á íslensk fyrirtæki og að öryggisteymi fyrirtækjanna hafi verið að bregðast við. „Það er mikilvægt að vekja máls á þessu því við höfum smá tíma til að bregðast við áður en alvarlegar árásir byrja. Þær sem eru í gangi núna eru tilfallandi og tilviljanakenndar en um leið og einhver vopnavæðir veikleikanna þá hætta hlutir að virka og allir finna fyrir því. Það getur haft alvarleg áhrif,“ bætir Theodór við. „Það er hægt að hakka þjónustuaðila í öllu sem þú notar og gögnin sem þar liggja. Það eru mögulega einhver tæki hjá einstaklingum sem eru veik, frá netbeini til snjalltækja sem nota þennan hugbúnað og þar gæti verið þessi veikleiki. Það er sáralítið sem venjulegt fólk getur gert, við erum ekki komin þangað,“ sagði Theodór að lokum. Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að virk skönnun er í gangi á íslenska innviði þar sem reynt er að finna þá þjóna og kerfi þar sem þennan veikleika er að finna. Samhæfingarstöð hefur verið virkjuð til að hraða upplýsingaskiptum og samhæfa aðgerðir til að fylgjast með þróun mála. Veikleikinn hefur fengið einkunnina 10 samkvæmt CVE sem er gagnagrunnur sem heldur utan um veikleika og áætlar hve alvarlegir þeir eru. „Þetta er sjúklega alvarlegt mál“ Theodór Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, sagði í samtali við fréttastofu að um sé að ræða einn alvarlegasta öryggisveikleika á seinni tímum. „Þetta bitnar á eiginlega öllu sem við notum. Allir sem hafa skrifað hugbúnað í Java sem nota viðbót sem heitir Log4j eru veikir fyrir þessu,“ segir Theodór og bætir við að mörg stærstu fyrirtækja heims hafi verið hakkanleg síðustu daga. „Tesla, Apple, Facebook og Google eru í þessum hópi. Öryggisteymi um allan heim hafa verið að bregðast við til að draga úr líkum að þeir verði hakkaðir. Ég var sjálfur í Iphone símanum mínum og þegar ég prófaði veikleikann, sem er auðvelt að gera, sá ég mjög fljótt að innviðir Apple voru mjög veikir. Þetta er sjúklega alvarlegt mál. „Sáralítið sem venjulegt fólk getur gert“ Theodór segir að fyrirtæki og stofnanir þurfi að koma sér í skjól og að auðvelt sé að nýta sér þennan veikleika. „Þeir sem skrifa hugbúnað eða nota hugbúnaðarkerfi sem eru með Log4j, þá eru afar miklar líkur á að hægt sé að misnota þann hugbúnað til að brjótast inn. Ástæðan fyrir því að hann fær 10 í einkunn hjá CVE er að hann er mjög alvarlegur og það er auðvelt að misnota þennan veikleika. Ef þú ert með 100 Java forrit sem nota þennan pakka þá þarf að laga í 100 skipti.“ Hann segir að búið sé að gera tilraunir til að ráðast á íslensk fyrirtæki og að öryggisteymi fyrirtækjanna hafi verið að bregðast við. „Það er mikilvægt að vekja máls á þessu því við höfum smá tíma til að bregðast við áður en alvarlegar árásir byrja. Þær sem eru í gangi núna eru tilfallandi og tilviljanakenndar en um leið og einhver vopnavæðir veikleikanna þá hætta hlutir að virka og allir finna fyrir því. Það getur haft alvarleg áhrif,“ bætir Theodór við. „Það er hægt að hakka þjónustuaðila í öllu sem þú notar og gögnin sem þar liggja. Það eru mögulega einhver tæki hjá einstaklingum sem eru veik, frá netbeini til snjalltækja sem nota þennan hugbúnað og þar gæti verið þessi veikleiki. Það er sáralítið sem venjulegt fólk getur gert, við erum ekki komin þangað,“ sagði Theodór að lokum.
Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira