Landspítalinn tekur við rannsóknum helmings sýna í janúar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2021 08:14 Ákveðið var að flytja leghálssýnarannsóknirnar heim í kjölfar gagnrýni heilbrigðisstarfsmanna og kvenna. Getty Landspítalinn mun hefja rannsóknir á leghálssýnum upp úr áramótum en mun aðeins greina um helming allra íslenskra sýna fyrsta hálfa árið að minnsta kosti. Hinn helmingurinn verður greindur á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Danmörku. Verið er að leggja lokahönd á uppsetningu tækjabúnaðar í Ármúla, þar sem rannsóknirnar munu fara fram en þar eru nú þegar framkvæmdar veirufræðirannsóknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítala. „Það sem hefur kannski verið stærsta áskorunin er mönnun en við erum núna með fólk í viðtölum,“ segir Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu Landspítalans, um undirbúninginn. Að rannsóknunum munu til að byrja með starfa einn reyndur frumuskoðari sem starfaði áður við frumurannsóknir hjá Krabbameinsfélagi Íslands og þrír sérfræðilæknar. Einn þeirra er frumumeinafræðingur sem verður þjálfaður í skoðun leghálssýna en hinir tveir hafa þegar reynslu. Þá hefur þegar einn meinafræðingur verið ráðinn sem hefur þjálfun um áramótin. Maríanna Garðarsdóttir.Landspítalinn Sýnunum deilt á milli Íslands og Danmerkur Sérfræðilæknarnir munu sinna frumurannsóknunum í hlutastarfi og takmörkuð mönnun fyrstu mánuðina er ástæða þess að aðeins helmingur sýna verður rannsakaður hérlendis til að byrja með. Landspítalinn er þó vel í stakk búinn til að sinna stærsta þætti verkefnisins, það er að segja HPV-greiningum, en það er gert með sama tækjabúnaði og hefur verið notaður við greiningar Covid-19. Að sögn Maríönnu er hins vegar ekki mælt með því að sýni séu HPV-greind á einum stað og frumuskoðuðu á öðrum og því mun Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu deila þeim í tvennt og mun helmingur fara til Landspítala og helmingur út til Danmerkur. Þar sem vélarnar hér heima annars vegar og í Danmörku hins vegar taka ólík sýnaglös, verður að sjá til þess fyrirfram að helmingur sýna sé tekinn með þeirri tegund sem notuð er hér og helmingur með þeirri tegund sem notuð er í Danmörku. Tvöfalt gæðaeftirlit Maríanna segir Landspítalann hafa átt mjög gott samstarf við embætti landlæknis og Samhæfingastöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu en fyrirkomulag skimananna verður þannig að konur munu fara í sýnatöku hjá heilsugæslunni eða kvensjúkdómalæknum, spítalinn sjá um rannsóknirnar og embætti landlæknis, sem heldur utan um svokallaða skimunarskrá, sjá til þess að svara konum í gegnum Heilsuveru. Gæðaeftirlit verður með þeim hætti að ákveðinn fjöldi sýna verður endurskoðaður innanhúss á Landspítalanum en Háskólasjúkrahúsið í Þrándheimi og Equalis í Svíþjóð skoða hluta sýna þar sem greinast frumubreytingar, til að staðfesta að verið sé að greina þær og flokka rétt. „Við erum bara mjög sátt við það hvernig tekist hefur til í þessum undirbúningi því þetta er náttúrulega alltaf flókið að koma af stað nýrri starfsemi,“ segir Maríanna. Hún segir vissulega uppi miklar áskoranir á öllum sviðum innan spítalans en „við teljum okkur vera komin á þann stað að geta sinnt þessu með sóma,“ segir hún. Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Kvenheilsa Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00 Bólusetning gegn HPV fækkar krabbameinstilvikum um nærri 90 prósent Bresk rannsókn bendir til þess að bólusetning gegn HPV-veirunni hafi fækkað tilfellum leghálskrabbameins um nærri 90 prósent. Veiran á þátt í nær öllum krabbameinum sem greinast í leghálsi. 4. nóvember 2021 06:58 Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30 Hvidovre-sjúkrahúsið hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna frá 1. janúar 2022. Undirbúningur að því að taka við rannsóknunum stendur yfir á Landspítalanum. 28. september 2021 12:22 Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Pallborðið: Kafað ofan í umdeildan flutning leghálsskimana Flutningur leghálsskimana úr landi og til Kaupmannahafnar hefur verið tilefni mikillar umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði. 25. ágúst 2021 13:22 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Verið er að leggja lokahönd á uppsetningu tækjabúnaðar í Ármúla, þar sem rannsóknirnar munu fara fram en þar eru nú þegar framkvæmdar veirufræðirannsóknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítala. „Það sem hefur kannski verið stærsta áskorunin er mönnun en við erum núna með fólk í viðtölum,“ segir Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu Landspítalans, um undirbúninginn. Að rannsóknunum munu til að byrja með starfa einn reyndur frumuskoðari sem starfaði áður við frumurannsóknir hjá Krabbameinsfélagi Íslands og þrír sérfræðilæknar. Einn þeirra er frumumeinafræðingur sem verður þjálfaður í skoðun leghálssýna en hinir tveir hafa þegar reynslu. Þá hefur þegar einn meinafræðingur verið ráðinn sem hefur þjálfun um áramótin. Maríanna Garðarsdóttir.Landspítalinn Sýnunum deilt á milli Íslands og Danmerkur Sérfræðilæknarnir munu sinna frumurannsóknunum í hlutastarfi og takmörkuð mönnun fyrstu mánuðina er ástæða þess að aðeins helmingur sýna verður rannsakaður hérlendis til að byrja með. Landspítalinn er þó vel í stakk búinn til að sinna stærsta þætti verkefnisins, það er að segja HPV-greiningum, en það er gert með sama tækjabúnaði og hefur verið notaður við greiningar Covid-19. Að sögn Maríönnu er hins vegar ekki mælt með því að sýni séu HPV-greind á einum stað og frumuskoðuðu á öðrum og því mun Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu deila þeim í tvennt og mun helmingur fara til Landspítala og helmingur út til Danmerkur. Þar sem vélarnar hér heima annars vegar og í Danmörku hins vegar taka ólík sýnaglös, verður að sjá til þess fyrirfram að helmingur sýna sé tekinn með þeirri tegund sem notuð er hér og helmingur með þeirri tegund sem notuð er í Danmörku. Tvöfalt gæðaeftirlit Maríanna segir Landspítalann hafa átt mjög gott samstarf við embætti landlæknis og Samhæfingastöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu en fyrirkomulag skimananna verður þannig að konur munu fara í sýnatöku hjá heilsugæslunni eða kvensjúkdómalæknum, spítalinn sjá um rannsóknirnar og embætti landlæknis, sem heldur utan um svokallaða skimunarskrá, sjá til þess að svara konum í gegnum Heilsuveru. Gæðaeftirlit verður með þeim hætti að ákveðinn fjöldi sýna verður endurskoðaður innanhúss á Landspítalanum en Háskólasjúkrahúsið í Þrándheimi og Equalis í Svíþjóð skoða hluta sýna þar sem greinast frumubreytingar, til að staðfesta að verið sé að greina þær og flokka rétt. „Við erum bara mjög sátt við það hvernig tekist hefur til í þessum undirbúningi því þetta er náttúrulega alltaf flókið að koma af stað nýrri starfsemi,“ segir Maríanna. Hún segir vissulega uppi miklar áskoranir á öllum sviðum innan spítalans en „við teljum okkur vera komin á þann stað að geta sinnt þessu með sóma,“ segir hún.
Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Kvenheilsa Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00 Bólusetning gegn HPV fækkar krabbameinstilvikum um nærri 90 prósent Bresk rannsókn bendir til þess að bólusetning gegn HPV-veirunni hafi fækkað tilfellum leghálskrabbameins um nærri 90 prósent. Veiran á þátt í nær öllum krabbameinum sem greinast í leghálsi. 4. nóvember 2021 06:58 Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30 Hvidovre-sjúkrahúsið hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna frá 1. janúar 2022. Undirbúningur að því að taka við rannsóknunum stendur yfir á Landspítalanum. 28. september 2021 12:22 Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Pallborðið: Kafað ofan í umdeildan flutning leghálsskimana Flutningur leghálsskimana úr landi og til Kaupmannahafnar hefur verið tilefni mikillar umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði. 25. ágúst 2021 13:22 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00
Bólusetning gegn HPV fækkar krabbameinstilvikum um nærri 90 prósent Bresk rannsókn bendir til þess að bólusetning gegn HPV-veirunni hafi fækkað tilfellum leghálskrabbameins um nærri 90 prósent. Veiran á þátt í nær öllum krabbameinum sem greinast í leghálsi. 4. nóvember 2021 06:58
Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30
Hvidovre-sjúkrahúsið hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna frá 1. janúar 2022. Undirbúningur að því að taka við rannsóknunum stendur yfir á Landspítalanum. 28. september 2021 12:22
Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30
Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26
Pallborðið: Kafað ofan í umdeildan flutning leghálsskimana Flutningur leghálsskimana úr landi og til Kaupmannahafnar hefur verið tilefni mikillar umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði. 25. ágúst 2021 13:22