Þar er fólk spurt hversu vel sér lítist á nýju stjórnina og segja 42 prósent aðspurðra að sér lítist mjög vel eða fremur vel á stórnina. 37 prósent segja að sér lítist fremur illa eða mjög illa á hana og 21 prósent svarar hvorki né.
Ef skoðað er hvaða flokka fólk kaus í síðustu kosningum kemur í ljós að þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn eru afar ánægðir með stjórnina og stuðningurinn er einnig mikill hjá Framsóknarfólki.
Andstaðan er hinsvegar mun meiri hjá Vinstri grænum þar sem 22 prósent þeirra sem segjast hafa kosið flokkinn síðast segjast vera mjög óánægðir með stjórnina. 53 prósent kjósenda VG segjast þó ánægðir með ráðahaginn.
Velþóknun á stjórninni er síðan langminnst hjá yngri kjósendum en eykst síðan töluvert þegar í efri aldurshópa er komið og þá eru landsbyggðarmenn sáttari við nýju stjórnina en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu.