Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 19:08 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands vegna umdeildrar Facebook-færslu. Vísir Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni. Þórhildur Gyða kærði umdælda Facebook-færslu Sigurðar til Lögmannafélags Íslands en í færslunn birti hann myndir úr lögregluskýrslu hennar. Um var að ræða lögregluskýrslu vegna árásar sem hún varð fyrir af hendi knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar á skemmtistað haustið 2017. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar mátu Þórhildur Gyða og lögmaður hennar svo að með færslunni hafi Sigurður verið að gæta hagsmuna Kolbeins og KSÍ en hann hefur lengi starfað í nefndum innan knattspyrnusambandsins. Þá sé Sigurður jafnframt í stjórn í Bakarameistarans, sem er í eigu fjölskyldu Kolbeins. Krafðist Þórhildur þess að Sigurður yrði áminntur fyrir skrifin en Sigurður að málinu yrði vísað frá. Þá skrifaði Sigurður í greinagerð sem hann sendi úrskurðarnefndinni að Lögmannafélagið væri skylduaðildafélag og hefði það ekkert boð- eða refsivald yfir honum nema vegna þeirra mála sem hann sinnti sem lögmaður. Félagið gæti ekki heft tjáningarfrelsi hans um málefni líðandi stundar. Auk þess væri hann sjálfboðaliði í þeim nefndum og stjórnum sem hann sæti í, Bakarameistarinn væri til að mynda ekki vinnuveitandi hans eins og segði í kærunni. Segir í úrskurði nefndarinnar að á grundvelli málsgagnanna sem lægju fyrir hafi ekki verið hægt að slá föstu að Sigurður hafi verið í hagsmunagæslu fyrir Kolbein eða KSÍ þegar hann birti skrifin. Jafnframt hafi hann ekki gengt neinni stöðu í sakamálinu sjálfu. Hann teldist því ekki hafa skrifað færsluna í starfi sínu sem lögmaður. Málinu var því vísað frá nefndinni. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd KSÍ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. 18. nóvember 2021 11:31 Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18 Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Þórhildur Gyða kærði umdælda Facebook-færslu Sigurðar til Lögmannafélags Íslands en í færslunn birti hann myndir úr lögregluskýrslu hennar. Um var að ræða lögregluskýrslu vegna árásar sem hún varð fyrir af hendi knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar á skemmtistað haustið 2017. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar mátu Þórhildur Gyða og lögmaður hennar svo að með færslunni hafi Sigurður verið að gæta hagsmuna Kolbeins og KSÍ en hann hefur lengi starfað í nefndum innan knattspyrnusambandsins. Þá sé Sigurður jafnframt í stjórn í Bakarameistarans, sem er í eigu fjölskyldu Kolbeins. Krafðist Þórhildur þess að Sigurður yrði áminntur fyrir skrifin en Sigurður að málinu yrði vísað frá. Þá skrifaði Sigurður í greinagerð sem hann sendi úrskurðarnefndinni að Lögmannafélagið væri skylduaðildafélag og hefði það ekkert boð- eða refsivald yfir honum nema vegna þeirra mála sem hann sinnti sem lögmaður. Félagið gæti ekki heft tjáningarfrelsi hans um málefni líðandi stundar. Auk þess væri hann sjálfboðaliði í þeim nefndum og stjórnum sem hann sæti í, Bakarameistarinn væri til að mynda ekki vinnuveitandi hans eins og segði í kærunni. Segir í úrskurði nefndarinnar að á grundvelli málsgagnanna sem lægju fyrir hafi ekki verið hægt að slá föstu að Sigurður hafi verið í hagsmunagæslu fyrir Kolbein eða KSÍ þegar hann birti skrifin. Jafnframt hafi hann ekki gengt neinni stöðu í sakamálinu sjálfu. Hann teldist því ekki hafa skrifað færsluna í starfi sínu sem lögmaður. Málinu var því vísað frá nefndinni.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd KSÍ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. 18. nóvember 2021 11:31 Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18 Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. 18. nóvember 2021 11:31
Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18
Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00