Rangnick lítt hrifinn af eftirlátssemi Solskjærs og breytir reglu Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 12:31 Ralf Rangnick tekur í spaðann á Cristiano Ronaldo eftir fyrsta leik sinn í starfi, í 1-0 sigrinum gegn Crystal Palace. AP/Jon Super Nýr knattspyrnustjóri Manchester United, Þjóðverjinn Ralf Rangnick, er ekki hrifinn af því að leikmenn fái að fara til annarra landa þegar þeir meiðast, líkt og Ole Gunnar Solskjær forveri hans leyfði. Solskjær gaf oft leyfi fyrir því þegar leikmenn meiddust meira en lítillega, að þeir sinntu endurhæfingu sinni annars staðar en í Manchester. Nýjasta dæmið er Frakkinn Paul Pogba sem Solskjær leyfði að fara til Dúbaí í endurhæfingu vegna sinna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by Paul Labile Pogba (@paulpogba) „Hjá þeim félögum sem ég hef starfað fyrir var þess alltaf freistað að endurhæfingin færi fram innan veggja félagsins. Eftir því sem ég fæ best séð þá er sjúkradeildin hér mjög, mjög góð með margar ólíkar aðferðir til endurhæfingar. Ég vil ekki að leikmenn sinni endurhæfingu í útlöndum eða annars staðar,“ hefur Daily Mirror eftir Rangnick. Ákvörðuninni um Pogba ekki breytt Pogba var þó ekki kallaður heim til Manchester en er væntanlegur þangað og mun hitta Rangnick á sunnudaginn. Hann hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var rekinn af velli í 5-0 tapinu gegn Liverpool, eftir að hafa svo meiðst í læri í landsliðsverkefni. „Ákvörðunin um Paul var tekin áður en ég kom,“ sagði Rangnick, greinilega ekki sammála ákvörðun Solskjærs um að leyfa Frakkanum að fara til Dúbaí. Ekki er reiknað með því að Pogba spili leik fyrr en á nýju ári. „Í framtíðinni, og ég hef þegar rætt um það við sjúkrateymið, vil ég að meiddir leikmenn – og vonandi þurfum við ekki að glíma við mörg langtímameiðsli – séu hér,“ sagði Rangnick. Tveimur síðustu leikjum United hefur verið frestað vegna hópsmits í leikmannahópi félagsins. Áætlað er að næsti leikur liðsins fari fram 27. desember þegar liðið sækir Newcastle heim. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Solskjær gaf oft leyfi fyrir því þegar leikmenn meiddust meira en lítillega, að þeir sinntu endurhæfingu sinni annars staðar en í Manchester. Nýjasta dæmið er Frakkinn Paul Pogba sem Solskjær leyfði að fara til Dúbaí í endurhæfingu vegna sinna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by Paul Labile Pogba (@paulpogba) „Hjá þeim félögum sem ég hef starfað fyrir var þess alltaf freistað að endurhæfingin færi fram innan veggja félagsins. Eftir því sem ég fæ best séð þá er sjúkradeildin hér mjög, mjög góð með margar ólíkar aðferðir til endurhæfingar. Ég vil ekki að leikmenn sinni endurhæfingu í útlöndum eða annars staðar,“ hefur Daily Mirror eftir Rangnick. Ákvörðuninni um Pogba ekki breytt Pogba var þó ekki kallaður heim til Manchester en er væntanlegur þangað og mun hitta Rangnick á sunnudaginn. Hann hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var rekinn af velli í 5-0 tapinu gegn Liverpool, eftir að hafa svo meiðst í læri í landsliðsverkefni. „Ákvörðunin um Paul var tekin áður en ég kom,“ sagði Rangnick, greinilega ekki sammála ákvörðun Solskjærs um að leyfa Frakkanum að fara til Dúbaí. Ekki er reiknað með því að Pogba spili leik fyrr en á nýju ári. „Í framtíðinni, og ég hef þegar rætt um það við sjúkrateymið, vil ég að meiddir leikmenn – og vonandi þurfum við ekki að glíma við mörg langtímameiðsli – séu hér,“ sagði Rangnick. Tveimur síðustu leikjum United hefur verið frestað vegna hópsmits í leikmannahópi félagsins. Áætlað er að næsti leikur liðsins fari fram 27. desember þegar liðið sækir Newcastle heim.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira