Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 á fimmtudagskvöldum.
Á dögunum fengu þær boð í starfsnám í búskap. Þær skelltu sér því sveitina og reyndu fyrir sér í þeim aðstæðum.
Sunneva og Jóhanna gengu í ýmis störf á sveitabænum og stóðu sig nokkuð vel. Sunneva var góð á traktornum og Jóhanna Helga varð að moka skít í fjósinu, sem er eitt mikilvægasta starfið á bænum eins og hún réttilega benti á.
„Það þarf að moka skít, annars koma þær ekkert aftur. Sunneva er bara að keyra eitthvað ég er að vinna alvöru vinnu,“ sagði Jóhanna og átti hún þar við að beljurnar kæmu ekki inn í skítugt fjós.