Fórnarlömb GirlsDoPorn eiga klámmyndböndin sjálfar Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2021 22:44 Málaferli um myndböndin sem tekin voru af forsvarsmönnum GirlsDoPorn hafa staðið yfir um árabil. EPA/JIM LO SCALZO Konur sem voru plataðar og þvingaðar til að gera klámmyndbönd fyrir vefsíður sem kölluðust GirlsDoPorn og GirlsDoToys eiga höfundaréttinn á myndböndunum. Því getur fólkið krafist þess að þau verði fjarlægð af netinu og sektað fyrirtæki og einstaklinga sem neita að verða við þeim kröfum. Þetta var niðurstaða alríkisdómara í Bandaríkjunum í gær en hún nær yfir fleiri en fjögur hundruð fórnarlömb forsvarsmanna síðnanna, sem hefur verið lokað. Í frétt BBC segir að Ruben Andre Garcia, einn eiganda síðnanna, var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi í sumar fyrir að þvinga konur til að framleiða klámefni. Áhugasamir geta lesið tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um dóm Garcia. Hér má svo finna tilkynningu um úrskurð gærdagsins. Svöruðu auglýsingum um hefðbundin fyrirsætustörf Um er að ræða ungar konur sem svöruðu auglýsingum um fyrirsætustörf en í netsamskiptum var þeim boðinn há fjárhæð fyrir að gera klámmyndband sem þeim var sagt að yrði aldrei sett í almenna birtingu heldur selt einkaaðilum eða birt á DVD-diskum. Konurnar voru einnig settar í samband við aðrar konur sem þóttust hafa tekið sama boði áður og staðhæfðu að þær hefðu gaman af því að taka upp þessi myndbönd. Samkvæmt frétt Gizmodo fluttu forsvarsmenn síðnanna konurnar til Sand Diego til að taka upp myndböndin. Þegar á hólminn var komið og einhverjar reyndu að hætta við sögðu þær mennina hafa meðal annars hótað þeim lögsóknum og í þeim tilfellum þar sem eitthvað hafði verið tekið upp, hótuðu þeir að birta það þá netinu. Myndböndin voru svo birt víða og þar á meðal á einhverjum stærstu klámsíðum heims. Á fjórða tug kvenna höfuðuðu fyrr á árinu mál gegn eigendum Pornhub, vinsælustu klámsíðu heims, vegna myndbanda af þeim sem höfðu verið birt þar. Dómarinn í málinu komst einnig að þeirri niðurstöðu að Garcia ætti að greiða konunum átján milljónir dala í skaðabætur. Leita enn höfuðpaursins Michael James Pratt, annar forsvarsmaður GirlsDoPorn og GirlsDoToys sem er sagður hafa verið lykilmaðurinn á bakvið síðurnar, gengur enn laus og er á lista Alríkislögreglu Bandaríkjanna yfir þá aðila sem eru eftirlýstir og FBI vill hvað helst koma höndum yfir. Bandaríkin Klám Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þetta var niðurstaða alríkisdómara í Bandaríkjunum í gær en hún nær yfir fleiri en fjögur hundruð fórnarlömb forsvarsmanna síðnanna, sem hefur verið lokað. Í frétt BBC segir að Ruben Andre Garcia, einn eiganda síðnanna, var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi í sumar fyrir að þvinga konur til að framleiða klámefni. Áhugasamir geta lesið tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um dóm Garcia. Hér má svo finna tilkynningu um úrskurð gærdagsins. Svöruðu auglýsingum um hefðbundin fyrirsætustörf Um er að ræða ungar konur sem svöruðu auglýsingum um fyrirsætustörf en í netsamskiptum var þeim boðinn há fjárhæð fyrir að gera klámmyndband sem þeim var sagt að yrði aldrei sett í almenna birtingu heldur selt einkaaðilum eða birt á DVD-diskum. Konurnar voru einnig settar í samband við aðrar konur sem þóttust hafa tekið sama boði áður og staðhæfðu að þær hefðu gaman af því að taka upp þessi myndbönd. Samkvæmt frétt Gizmodo fluttu forsvarsmenn síðnanna konurnar til Sand Diego til að taka upp myndböndin. Þegar á hólminn var komið og einhverjar reyndu að hætta við sögðu þær mennina hafa meðal annars hótað þeim lögsóknum og í þeim tilfellum þar sem eitthvað hafði verið tekið upp, hótuðu þeir að birta það þá netinu. Myndböndin voru svo birt víða og þar á meðal á einhverjum stærstu klámsíðum heims. Á fjórða tug kvenna höfuðuðu fyrr á árinu mál gegn eigendum Pornhub, vinsælustu klámsíðu heims, vegna myndbanda af þeim sem höfðu verið birt þar. Dómarinn í málinu komst einnig að þeirri niðurstöðu að Garcia ætti að greiða konunum átján milljónir dala í skaðabætur. Leita enn höfuðpaursins Michael James Pratt, annar forsvarsmaður GirlsDoPorn og GirlsDoToys sem er sagður hafa verið lykilmaðurinn á bakvið síðurnar, gengur enn laus og er á lista Alríkislögreglu Bandaríkjanna yfir þá aðila sem eru eftirlýstir og FBI vill hvað helst koma höndum yfir.
Bandaríkin Klám Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira